Faith Fippinger

Faith Fippinger, nafnið gæti verið úr skáldsögu. Við fyrstu sýn er fátt sem skilur hana frá venjulegri Jane American. Hún er sextug kennslukona á eftirlaunum, en hún er víst örlítið öðruvísi en þessi venjulegi kani. Hún hugsar sjálfstætt og hún hefur kjark til þess, þess vegna hefur bandaríska ríkið sektað hana um 10000 dollara. Og ef hún greiðir ekki – á hún yfir höfði sér 12 ára fangelsisvist. Faith Fippinger, nafnið gæti verið úr skáldsögu. Við fyrstu sýn er fátt sem skilur hana frá venjulegri Jane American. Hún er sextug kennslukona á eftirlaunum, en hún er víst örlítið öðruvísi en þessi venjulegi kani. Hún hugsar sjálfstætt og hún hefur kjark til þess, þess vegna hefur bandaríska ríkið sektað hana um 10000 dollara. Og ef hún greiðir ekki – á hún yfir höfði sér 12 ára fangelsisvist.

Mannlegur skjöldur
Faith framdi ekki bankarán, hún myrti víst engan né misþyrmdi, hún var sektuð fyrir að vilja hjálpa íröskum börnum og borgurum á ögurstundu. Sök hennar liggur í því að virða ekki viðskiptabann sem Alríkið setti á Írak í nafni Sameinuðu Þjóðanna. Alríki Ameríku er sum sé, vegna þess að það hentar, að lemja á eftirlaunaþega vegna brots á samþykkt Sameinuðu Þjóðanna á sama tíma og það framdi ólöglega innrás í fullvalda þriðja heims ríki án þess að hafa til þess leyfi frá sömu samtökum.

Faith fór til Írak og kom sér fyrir sem mannlegur skjöldur. Sekt hennar að mati Alríkisins fellst í því að hafa viljað koma í veg fyrir að engil-saxneski innrásarherinn sprengdi upp skóla, vatnsveitur, sjúkrahús og rafmagnsveitur.

Biðlað til Sameinuðu þjóðanna
Í dag er her Alríkisins (þrátt fyrir hjálp bandarískra verktaka) úti að aka í uppbyggingarmálum og það virðist ekki sjá fyrir endann á vitleysunni sem flæðir þar um. Svo illa eru stjórnirnar í Washington og London staddar að þær eru nú að biðla til Sameinuðu þjóðanna um aðstoð við uppbyggingu Íraks.

Þessi ósk Breta og Bandaríkjanna er með eindæmum óforskömmuð, þeir hefðu eins getað sagt að þess væri óskað að Öryggisráðið hvítþvoi þau brot á alþjóðalögum sem voru framin þegar valdi var beitt til að komast yfir olíulindir sjálfstæðs ríkis.

Blindur almenningur
Þá er það hörmulegasta í þessari stöðu að almenningur í Bandaríkjunum er svo þyrstur eftir hefnd vegna voðaverkanna í New York 2001 að hann er algjörlega blindur á vankantana í málflutningi stjórnvalda. Ef einhver stendur upp og efast um tilgang stjórnvalda þá er sá hinn sami úthrópaður sem föðurlandssvikari.

Vegna vanþekkingar er hinn venjulegi Bandaríkjamaður ófær um að skilja hugsanahátt íbúa í þriðja heims ríkjum og þar með einnig hugsanahátt hryðjuverkamanna sem vilja koma höggi á Bandaríkin. Ég efast til dæmis um það að meir en 1% Bandaríkjamanna geti lýst því hversvegna Bin Laden telur Bandaríkin vera höfuð andstæðing Íslam og þar með Arabaheimsins. Ég efast einnig um að almenningur í Bandaríkjunum fá rétta mynd af ástandinu í Palestínu á meðan fjölmiðlar birta nær eingöngu sjónarmið Ísraela.

Bitnar á almenningi
Sú staðreynd er flestum augljós nema þá helst venjulegum borgurum Bandaríkjanna að þau fjölmörgu viðskiptabönn sem stjórnvöld í Washington hafa lagt á fullvalda ríki hafa fyrst og fremst bitnað á almennum borgurum.

Þetta verður mögulega til þess að íbúar þessara ríkja snúast gegn Bandaríkjunum jafnvel með hryðjuverkum og þá er markmiði núverandi valdhafa Alríkisins náð, að hafa ástæðu til að fara í stríð.

Bandaríkin þurfa þess vegna að brjóta odd af oflæti sínu og eftirláta Sameinuðu þjóðunum alheimslöggæsluhlutverkið. Þau eiga líkast til fullt í fangið með að laga ástandið heima fyrir, hvort sem það snýr að efnahagnum, glæpum, heilbrigðiskerfinu eða fátækt.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand