Forsetaembættið og lýðræðið

Í þeirra augum virðist þjóðin vera einhver hópur af fólki sem eigi ekkert að vera að skipta sér af því sem þeim kemur ekki við og hafi ekki hundsvit á. Það er þessi gríðarlega hræðsla við þjóðina, fólkið í landinu. Stjórnarherrarnir virðast alveg gleyma því í umboði hverra þeir sitja, og kannski líka að þeir sjálfir eru partur af þessari stórhættulegu “þjóð”. Það er hrópað úr einu horni að þetta sé árás á þingræðið. Annarsstaðar heyrist að forsetinn hafi varpað sprengju inn í þjóðfélagið. En auðvitað er það augljóst hver það var sem varpaði sprengjunni. Völd forsetans
Sá sem les og kynnir sér stjórnarskrá lýðveldisins sér að forsetinn er engan veginn valdalaus. Hann getur samkvæmt stjórnarskrá t.d. rofið þing og hefur þetta margumrædda vald að synja lögum undirskriftar. Allt er þetta bundið í okkar stjórnarskrá. Samt sem áður hljótum við að reikna með því að það þurfi ekki að koma til þess að hann nýti sér þessi ákvæði, enda vonar maður að þessi vinnubrögð í kringum fjölmiðlafrumvarpið séu algjört einsdæmi. Nú tala margir um að forsetinn hafi brotið blað og breytt embættinu til frambúðar og engin lög geti nú farið óhult í gegnum þingið. Þjóðin kýs mann til þessa embættis og hlýtur þá að treysta honum til að fara með það og þau völd sem því fylgja. Ef hann misbýður þjóðinni, æðsta valdinu, fær hann einfaldlega ekki umboð til að sitja áfram, þ.e. hann er felldur í næstu kosningum. Ef svo ólíklega vildi til að forsetinn vanræki skyldur sínar svo mikið og ítrekað að auðsýnt sé að ekki sé hæft að hann sitji til næstu kosninga er annar ,,öryggisventill” í stjórnarskránni, 11. greinin. Samkvæmt henni getur Alþingi boðað til þjóðaratkvæða- greiðslu um að forseti verði settur af og þarf til þess ¾ hluta atkvæða þingmanna. Frá því að þingið samþykkir þjóðaratkvæðagreiðsluna og þar til hún fer fram sinnir forsetinn ekki störfum. Ef krafa Alþingis er felld við þjóðaratkvæðagreiðsluna skal Alþingi þegar í stað rofið og efnt til kosninga. Forsetinn situr áfram en nýtt þing er kosið. Þetta sýnir glöggt að lokavaldið er og á alltaf að vera hjá þjóðinni sjálfri. Þetta er lýðræði.

,,Þjóðin”
Ég lít stundum inn á vefsíðu Heimdellinga, frelsi.is. Þar rak ég augun í grein sem heitir: ,,Vanhugsaðar aðgerðir forseta” Þar segir greinarhöfundur orðrétt: ,,….en verða borin undir atkvæði hóps manna sem í daglegu tali gengur undir nafninu „þjóðin””. Gæsalappirnar lýsa kannski best þeim hugsunarhætti sem manni finnst vera ríkjandi meðal þeirra sem berjast með kjafti og klóm gegn þessari atkvæðagreiðslu. Í þeirra augum virðist þjóðin vera einhver hópur af fólki sem eigi ekkert að vera að skipta sér af því sem þeim kemur ekki við og hafi ekki hundsvit á. Það er þessi gríðarlega hræðsla við þjóðina, fólkið í landinu. Stjórnarherrarnir virðast alveg gleyma því í umboði hverra þeir sitja, og kannski líka að þeir sjálfir eru partur af þessari stórhættulegu ,,þjóð”. Það er hrópað úr einu horni að þetta sé árás á þingræðið. Annarsstaðar heyrist að forsetinn hafi varpað sprengju inn í þjóðfélagið. En auðvitað er það augljóst hver það var sem varpaði sprengjunni.

Þjóðaratkvæðagreiðslan
Viðbrögð Davíðs Oddsonar við ákvörðun forsetans áttu ekki að koma neinum á óvart. Persónulega bjóst ég við því að nú ætti að sneiða hjá því að halda þessa atkvæðagreiðslu. Nú verði komið saman nefnd af ,,valinkunnum” spekingum sem gætu fundið leið framhjá þessu ákvæði í stjórnarskránni. En það kom á daginn að þjóðaratkvæða- greiðslan yrði haldin. En þegar maður hélt að maður hefði séð allt, kom fram hugmynd um setja þátttökuskilyrði á atkvæðagreiðsluna – 75% þátttökuskilyrði!! Það sér auðvitað hver heilvita maður hversu heimskulegt og ólýðræðislegt það er. Maður beið spenntur eftir hvað gerðist næst, átti kannski að toppa allt með því að halda þessa atkvæðagreiðslu um verslunarmannahelgina?

Íslendingar hafa kosið til þings og forseta í öll þessi ár og hefur það ekki vafist fyrir fólki. Ég get ekki séð að þjóðaratkvæðagreiðsla með tveim svarmöguleikum ættu að valda einvherjum vandræðum. Það er einsýnt að ef 75% reglan yrði höfð þá myndu þeir sem væru fylgjandi fjölmiðlafrumvarpinu einfaldlega sitja heima, auk þess sem það eru alltaf einhver hópur sem hefur ekki áhuga á málinu og myndi ekki mæta á kjörstað. Frumvarpsræksnið yrði þá áfram lög þrátt fyrir gríðarmikla andstöðu í þjóðfélaginu. Hvað er mikið réttlæti í því? Með því að hafa einfalda meirihlutakosningu tryggjum við best að mínu mati að sem flestir sem láta sig málið varða mæta á kjörstað og taka afstöðu. Það er það eina rétta í stöðunni.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand