Og með því að setja hana í enn einn lítinn kassa, að þetta sér sérstakt mál að öllu öðru ótengt, þá losum við okkur enn einu sinni undan þeirri ábyrgð að þurfa stundum að horfa yfir það sem við höfum byggt gagnrýnum augum og laga það sem aflaga hefur farið. Eða við getum haldið áfram að búa í húsinu sem byggt er á sendi. Hversu mikið mun þurfa til (ekki dugði 9-11, það var bara hinum að kenna), til þess að þessar spurningar komist uppá yfirboðið í samfélagsumræðunni? Mun heimsveldi okkar hrynja vegna sömu peningageðveikinnar og Róm forðum, eða munum við læra af sögunni? Líta í eigin barm og byggja upp samfélag handa manneskjum en ekki valdastofnunum, gráðum einstaklingum og peningum? Peningageðveikin
Robert Graves skrifar í bók sinni, Ég Claudius, um pláguna sem herjaði á Róm eftir ad Rómverjar höfðu svikið orð sín gagnvart Karþargó og lagt hana í eyði. Ekki var nóg með að þeir eyddu borginni heldur drápu þeir alla íbúana og stráðu salt í jarðveginn svo ekkert gæti vaxið þar að nýju. Plágan umrædda er í munni söguhetjunnar Kládíus, köllud peningageðveikin sem yfirtók Róm og Rómverja eftir fall Karþargó.
Peningageðveiki þessi, þar sem helstu einkennin voru leti, græðgi, grimmd, óheiðarleiki, gunguskapur og hræsni, var tad sem að lokum leiddi til falls heimsveldisins þó vissulega hafi tað tekið langan tíma.
Ástæðan fyrir því ad ég er ad minnast á þetta er sú ad einkenni þau sem herjuðu á Róm til forna virðast einnig einkenna hið nýja heimsveldi. Heimsveldi þetta er reyndar ad mörgu leiti ólíkt hinu rómverska, þad byggir til dæmis veldi sitt a viðskiptum og beitir hervaldi mun sjaldnar en sögubródir sinn á Ítalíu, en í grunninn byggir þad á sömu heimssýn, ad hugmyndafræði þess sé að flestu leyti merkilegri en hugmyndafræði þeirra sem utan heimsveldisins standa
Hið nýja heimsveldi vesturins
Erfitt er að fá heildarsýn yfir hvað það er sem herja á hið nýja heimsveldi, hvað þá að bera það saman vid einkenni peningageðveikinnar sem herjaði á Rómarveldi. Til þess þyrfti bædi meira hlutleysi en ég bý yfir (þar sem ég bý i heimsveldinu) sem og fjarlægð bæði í tíma og í kúltúr. En hægt er að skoða afmörkuð atvik og meta heildaráhrifin út frá því. Auðvitað er líka hægt ad draga víðtækar ályktanir að tölfræði sem bendir til mikillar aukningar i sjálfsmorðum, geðlyfjaneyslu, vanlíðan, stressi, áhyggjum og fleira sem manninum er skaðegt, en við erum búin ad koma okkur upp hentugu kerfi til þess ad þurfa ekki ad horfast í augu vid þad sem er i gangi. Við skiptum öllu niður í afmörkum hólf og skoðum hólfin hvert fyrir sig án þess að opna augun fyrir heildarmyndinni.
Ég ætla ekki ad reyna ad sanna þetta hér og ný, til þess er greinarstúfur sem þessi allt of stuttur, en þess i stað draga fram nýlegt dæmi sem barst mér til eyrna og út frá tví leggja fram nokkrar hugleiðingar. Fólk getur svo gert upp hug sinn sjálft (þetta er í algerri andstæðu vid venjulega umræðu nú til dags þar sem PR gengið býr til sannleika fyrir okkur þar sem andstæðir pólar allt að því snertast og svo getum við fundið okkur þægilegan stað í miðjunni).
Finnska vísitölufjölskyldan
Dæmið sem ég notast við í þessari tilraun er nýlegt dæmi úr finnskum samíma. Fyrir tæpri viku fannst fjögurra manna fjölskylda látin í húsi sínu. Þetta vakti skiljanlega mikil viðbrögð enda um mikinn harmleik að ræða. Stuttu seinna kom í ljós að móðirin var ábyrg, bæði fyrir morðinu á manninum sínum sem og á tveimur ungum börnum sínum. Rannsókn leiddi í ljós að hún hafði svæft fjölskyldu sína áður en hún tók fram skammbyssu og skaut börnin fyrst, svo manninn og loks sjálfa sig.
Umsvifalaust var farið að grafast fyrir um ástæður harmleiksins og kom þá í ljóst að hús fjölskyldunnar átti að fara á uppboð daginn eftir vegna vangoldina gjalda. Einnig kom úr krafsinu að konan, sem sá um fjármál fjölskyldunnar, hafði reynt að halda fjölskyldunni á floti fjárhagslega (og halda uppi lífstílnum sem ætlast er til að fólki á þeirra stað í lífinu og samfélaginu) með stöðugum lántökum og endurfjármögnun lána. Að lokum var svo komið að engin leið var fær til að bjarga fjárhag fjölskyldunnar. Hún brá á það ráð að bana fjölskyldunni frekar en að horfast í augu við niðurlæginguna sem eignamissi fylgir. Þetta hljómar eins og uppúr grískum harmleik en þetta gerðist bara í millistéttarhverfi í Helsinki (já, eða bara í Grafarvogi).
Spurningar, spurningar, spurningar…
Hvað gerðist á þessu heimili? Hvers lags örvæntning þarf að vera fyrir hendi til þess að móðir drepi börnin sín? Hvers lags samfélag er það sem býður uppá að svona fari?
Gæti verið að við búum í samfélagi þar sem það sem þú lítur út fyrir vera skiptir meira máli en hvað þú ert í raun og veru. Auðvitað er hægt að benda á ábyrgð einstaklingsins í þessu sambandi en engu að síður er ekki hægt að líta fram hjá því að þessi fjölskylda er ein af þúsundum fjölskyldna sem er fórnað á altari kapítalismans á hverju ári, þetta var bara fólkið sem meikaði ekki stressið sem fylgir því að berjast áfram í lífsgæðakapphlaupinu.
Bankakerfi sem stoppar fólk ekki af áður en í ógöngur er komið, gendarlaus neysla nútíma samfélagsins (sem auðvitað byggir á vali, svona rétt eins og það er val að toga í spottann þegar hoppað er í fallhlíf), sýndarmennskan og ótti þessa fólks að verða undir í samkeppni lífsins varð þessu fólki að falli. Hversu margir aðrir þurfa að deyja áður en vestrið fer að hugsa sinn gang? Stlín drap fólk sem hlýddi ekki, Vesturveldin þrufa þess ekki – fólkið gerir það sjálft.
Og fjölmiðlar svara…
Mig langar einnig að bæta því við að ég fylgdist grannt með fréttum í kjölfar þessa atburðar. Mig langaði að sjá hvernig tekið yrði á þessu máli. Vonaðist innst til þess að einhver mætur penni tæki málið upp og skoðaði samfélagsmyndina sem kallar fram svona örvæntingu. En þessi von mín varð að engu þar sem það virtist ekki hvarla að nokkrum manni að þetta væri hræsninni í okkur hinum að kenna. Konugreyið hlaut bara að hafa verið veik fyrir, þó svo að engin merki hafi verið um það fyrir þennan atburð.
Lítill kassi á lækjarbakka
Og með því að setja hana í enn einn lítinn kassa, að þetta sér sérstakt mál að öllu öðru ótengt, þá losum við okkur enn einu sinni undan þeirri ábyrgð að þurfa stundum að horfa yfir það sem við höfum byggt gagnrýnum augum og laga það sem aflaga hefur farið. Eða við getum haldið áfram að búa í húsinu sem byggt er á sendi. Hversu mikið mun þurfa til (ekki dugði 9-11, það var bara hinum að kenna), til þess að þessar spurningar komist uppá yfirboðið í samfélagsumræðunni? Mun heimsveldi okkar hrynja vegna sömu peningageðveikinnar og Róm forðum, eða munum við læra af sögunni? Líta í eigin barm og byggja upp samfélag handa manneskjum en ekki valdastofnunum, gráðum einstaklingum og peningum?
En hvað veit ég? Kannski er fínn bíll, íbúð, GSM sími, Vísakort, fataskápur með merkjavöru, latta með súkkulaðispænum, utanlandsferðirm, Nike íþróttagalli, klámmyndir, kort í gymmið og prosak gott fyrir manneskjuna…
Kannski er græðgi, eigingirni, sjálfselska, sérplægni, hræsni, valdabrölt, sýniþörf og ótti okkur sérdeilis hollt og svona röflarar eins og ég eiga að steinhalda kjafti…
Kannksi, kannski, kannski, en kannski ekki…