Formaður UJ á Rúv og fyrsti innflytjandi steig í pontu í borgarstjórn RVK

Formaður UJ var í útvarpsviðtali í gærmorgun um Helguvík. Falasteen Abu Libdeh varð fyrsti innflytjandinn til að stíga upp í pontu og halda ræðu í borgarstjórn Reykjavíkur. Formaður okkar Ungra jafnaðarmanna, Anna Pála Sverrisdóttir var í útvarpsviðtali á Morgunvaktinni í gærmorgun, þar sem Helguvík var stærsta umræðuefnið. Það má hlusta á viðtalið við formann okkar hér.
Einnig var þetta tekið upp í hádegisfréttum, en það má einnig hlusta á það hér.

Í dag steig Falasteen Abu Libdeh upp í pontu í borgarstjórn Reykjavíkur. En hún er fyrsti innflytjandinn til að stíga upp í pontu og halda ræðu í borgarstjórn Reykjavíkur. Falasteen Abu Libdeh er tæplega þrítug . Hún fæddist í Jerúsalem en fluttist þó til Íslands á unglingsaldri. Falasteen Abu Libdeh situr nú sem fulltrúi Samfylkingarinnar í mannréttindaráði, og að sögn annara stóð hún sig með miklu prýði í umræðu um stefnu meirihlutans í mannréttindamálum. Ungir jafnaðarmenn óska Falasteen Abu Libdeh til hamingju með þennan áfanga, og hvetja hana til að halda áfram á sömu braut.

Fyrir áhugasama má lesa mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar sem var samþykkt 16. maí 2006 í tíð Reykjavíkurlistans hér. Þess má geta að Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir var formaður jafnréttisráðs sem breyttist síðar í mannréttindaráð.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand