Áskoranir alþjóðavæðingarinnar

Aukin alþjóðavæðing hefur verið eitt helsta einkennið á þróun veraldarsamfélagsins undanfarin ár. Meginþættir þessarar þróunar eru miklar framfarir í samgöngum og fjarskiptum og mikil lækkun kostnaðar við þessi svið. Yfirleitt þegar rætt er um alþjóðavæðingu kemur mönnum fyrst í hug frjálst flæði fjármagns og verslunar en nánast jafn mikilvæg og efnahagshliðin er menningarhliðin. Menning þjóða og heimsálfa blandast nú á nýjan hátt og útlit er fyrir að eitthvað nýtt verði til. Kannski nokkurs konar heimsmenning. Aukin alþjóðavæðing hefur verið eitt helsta einkennið á þróun veraldarsamfélagsins undanfarin ár. Meginþættir þessarar þróunar eru miklar framfarir í samgöngum og fjarskiptum og mikil lækkun kostnaðar við þessi svið. Yfirleitt þegar rætt er um alþjóðavæðingu kemur mönnum fyrst í hug frjálst flæði fjármagns og verslunar en nánast jafn mikilvæg og efnahagshliðin er menningarhliðin. Menning þjóða og heimsálfa blandast nú á nýjan hátt og útlit er fyrir að eitthvað nýtt verði til. Kannski nokkurs konar heimsmenning.

Vöxtur alheimsviðskipta – Vöxtur fyrirtækjasamsteypna
Milliríkjaviðskipti eru 12 sinnum umfangsmeiri nú en þau voru árið 1945 við lok seinni heimsstyrjaldarinnar og búist er við að þau vaxi árlega um 6% næstu árin. Fjármagnsflutningar milli landa hafa vaxið jafnvel hraðar en milliríkjaviðskiptin. Alþjóðlegar fyrirtækjasamsteypur, sumar með efnahag sem jafnast á samanlagða landfsframleiðslu fjölda landa, eru helstu leikendur á sviðinu hvort sem um er að ræða flutning fjármagns eða þróun tækninýjunga.

Upplýsingin styrkir – Spurning um fjármagnsflutningana
Hröð þróun og útbreiðsla á upplýsingatækni hefur orðið til þess að einfalda samskipti og auðvelda aðgang að upplýsingum. Þessi þróun styrkir lönd í öllum heimsálfum, báðum megin við miðbaug. Alþjóðavæðingin færir okkur þannig nær hvort öðru. Á sama tíma veldur hún því að stórfyrirtækin ráða sífellt meiru og eru völd þeirra nú orðin meiri en margra ríkisstjórna og alþjóðastofnanna.

Vilja Íslendingar taka að sér krefjandi verkefni á alþjóðavettvangi?
Alþjóðavæðingunni hefur því miður ekki fylgt nauðsynlegur endurbætur á alþjóðlegum stjórntækjum og sáttmálum. Það er verkefni sem eðlilegt væri að við Íslendingar og aðrar vel stæðar lýðræðisþjóðir í norðri tækjum að okkur að leiða. Við gætum til dæmis byrjað á að taka til í okkar eigin málum. Fyrsta verkið gæti verið að minnka hömlur á innflutning og endurskoða úrelt og afdankað styrkjakerfi í landbúnaði.

Staðreyndir um áskoranir alþjóðavæðingarinnar:

• Útflutningur sem hlutfall af landsframleiðslu hefur vaxið í flestum löndum hin síðustu ár. Þetta er hins vegar ekki raunin í 44 af fátækustu löndum í heimi. Í þessum löndum þar sem samanlagt búa rúmlega einn milljarður manna hefur útflutningur minnkað afar mikið

• Þau þróunarlönd sem standa verst og þar sem einn tíundi jarðarbúa býr eiga aðeins þátt í 0,3% af milliríkjaversluninni. Þetta er helmingi minna hlutfall en þau höfðu á fimmta áratugi síðustu aldar.

• Fátæk lönd fengu 45% lægra verð fyrir vörur sínar á níunda áratugnum en á áratugnum þar á undan.

• Tollar á innflutning frá hinum fátækari ríkjum eru að jafnaði 30% hærri en meðal vörutollar í heiminum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand