Afnemum þessa fyrningu!

Nýgenginn Hæstaréttardómur þar sem maður var álitinn sekur um gróf kynferðisafbrots gegn barni en var engu að síður sýknaður, þar sem afbrot hans voru fyrnd sýnir vel að þörf er á að breyta fyrningarreglum. Mitt allra fyrsta þingmál á Alþingi var lagafrumvarp um afnám fyrningarfresta vegna kynferðisafbrota gegn börnum undir 14 ára aldri. Þetta mál var látið sofna hjá allsherjarnefnd í fyrra en ég lagði það aftur fram síðastliðið haust. Nýgenginn Hæstaréttardómur þar sem maður var álitinn sekur um gróf kynferðisafbrots gegn barni en var engu að síður sýknaður, þar sem afbrot hans voru fyrnd sýnir vel að þörf er á að breyta fyrningarreglum. Mitt allra fyrsta þingmál á Alþingi var lagafrumvarp um afnám fyrningarfresta vegna kynferðisafbrota gegn börnum undir 14 ára aldri. Þetta mál var látið sofna hjá allsherjarnefnd í fyrra en ég lagði það aftur fram síðastliðið haust.

Sérstakt eðli kynferðisbrota

Með frumvarpinu er tekið tillit til sérstöðu kynferðisafbrota gegn börnum. Börn eru sérlega viðkvæmur hópur. Barn sem verður fyrir kynferðisofbeldi áttar sig oft ekki á að brotið hafi verið gegn því fyrr en mörgum árum síðar eða bælir minninguna um ofbeldið. Í ógeðfelldustu málunum reynir gerandinn oft að telja barninu trú um að það sjálft eigi sök á kynferðisbrotunum. Kynferðisbrot gegn börnum koma því oft ekki fram í dagsljósið fyrr en mörgum árum eða áratugum eftir að þau voru framin, þegar þau eru fyrnd að lögum. Gerandi á ekki að hagnast á þeim mikla aðstöðumun sem er á honum og brotaþola. Um 50% þeirra sem leituðu til Stígamóta höfðu orðið fyrir kynferðisbroti á aldrinum 0–10 ára. Sé hins vegar litið á hvenær fólk leitar sér aðstoðar hjá Stígamótum kemur í ljós að rúmlega 40% eru 30 ára eða eldri. Það er því ljóst að stór hluti þeirra mála er fyrndur að lögum.

Sýknaðir þrátt fyrir að sekt sé sönnuð

Samkvæmt núgildandi lögum eru öll kynferðisafbrot gegn börnum fyrnd við 29 ára aldur þolandans. Núgildandi fyrningarfrestir eru núna allt frá 5 árum upp í 15 ár. Fyrningarfrestirnir eru því í mörgum tilfellum of skammir. Dómar þar sem menn hafa verið sýknaðir fyrir kynferðisbrot gegn börnum, jafnvel þótt sekt hafi verið sönnuð, staðfesta þetta.

Fyrning er refsipólitísk spurning

Nú þegar eru til margs konar brot sem ekki fyrnast, s.s. mannrán og morð. Fyrning er því ekki ófrjávíkjanlegt lögmál heldur refsipólitísk spurning. Að mínu mati standa veigamikil rök til þess að þessi brot eigi að vera ófyrnanleg. Kemur þar m.a. til að brotin er sérstaklega alvarleg og eru líkleg til að hafa miklar afleiðingar í för með sér fyrir brotaþola. Brotin eru framin gegn börnum, sem oft skynja ekki að brotið er gegn þeim.

Á þessum aðstöðumun á þolandi ekki að hagnast. Sönnun í kynferðisbrotamálum er erfið og þegar hún tekst á fyrning ekki að koma í veg fyrir að menn taki út refsingu fyrir þessi afbrot. Það er einfaldlega rangt að kynferðisbrot gegn börnum geti fyrnst. Vegna eðli og sérstöðu þessara brota er börnum ekki tryggð næginleg réttarvernd og réttlæti samkvæmt núgildandi lögum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand