Samábyrgð í heilbrigðismálum

Nýafstaðinn landsfundur Samfylkingarinnar setti heilbrigðismál í nýtt sviðsljós. Heilbrigðisþjónusta er fyrirferðarmikil í opinberum rekstri og þarfnast þess vegna sérstakrar skoðunar, ekki síst vegna þess að ýmislegt bendir til þess að heilbrigðisútgjöld eiga eftir að aukast, m.a. með hækkandi meðalaldri landsmanna. Pólitískir keppinautar Samfylkingarinnar virðast túlka niðurstöður landsfundarins hver með sínum hætti. Nýafstaðinn landsfundur Samfylkingarinnar setti heilbrigðismál í nýtt sviðsljós. Heilbrigðisþjónusta er fyrirferðarmikil í opinberum rekstri og þarfnast þess vegna sérstakrar skoðunar, ekki síst vegna þess að ýmislegt bendir til þess að heilbrigðisútgjöld eiga eftir að aukast, m.a. með hækkandi meðalaldri landsmanna.

Pólitískir keppinautar Samfylkingarinnar virðast túlka niðurstöður landsfundarins hver með sínum hætti. Í heilbrigðismálum var niðurstaðan þó mjög skýr, svo sem sjá má á þeim ályktunum sem samþykktar voru. Samfylkingin lýsir þar vilja sínum til „að mikilvægt sé að tryggja opinbera ábyrgð í heilbrigðisþjónustu“. Jafnframt vill Samfylkingin að þjónustan nái til allra, „óháð efnahag“. Eina leiðin til að ná þessu marki er að hið opinbera sjái til þess að þjónustan sé til staðar í þeim mæli sem unnt er handa þeim sem á henni þurfa að halda. Frjáls samkeppnismarkaður tryggir fólki ekki jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Á markaði geta ýmsir keypt sér forgang og meiri aðhlynningu í krafti auðs eða tekna. Þess vegna hafnar Samfylkingin einkavæðingu í þessum málaflokki eins og segir í stjórnmálaályktun landsfundarins. Hið opinbera á að standa straum af kostnaði við heilbrigðisþjónustuna að mestu leyti með sköttum. Jafnframt setur hið opinbera starfseminni ýmsar reglur, m.a. í krafti fjárveitinga. Þessarar þjónustu eiga svo allir að njóta, óháð tekjum, búsetu eða öðrum slíkum þáttum. Þetta er sú jafnaðarmennska sem Samfylkingin stendur fyrir. Mismunun að þessu leyti á ekki að líðast.

Það er þó mikilvægt að undirstrika að þótt hið opinbera beri ábyrgð á heilbrigðisþjónustu eru það í mörgum tilfellum einkaaðilar, félög og sjálfseignarstofnanir, sem láta hana í té á kostnað hins opinbera. Þessir aðilar geta framleitt þjónustuna sem ríkið kaupir, hvort sem um er að ræða skurðaðgerðir, hjúkrun eða heilsugæslu. Hið opinbera getur keypt þjónustuna af þessum aðilum og veitt þeim sem þurfa á að halda. Þannig má segja að heilbrigðisþjónustan eigi að vera samábyrgð okkar allra. Samábyrgðin tryggir jöfnuð og réttlæti.Við nýtum okkur pólitískar leiðir í gegnum samþykktir á Alþingi til að ná fram markmiðum okkar um þjónustumagn og gæði, um réttlæti og jöfnuð. Við getum þó ákveðið að kaupa þjónustuna af einkafyrirtækjum, eins og áður sagði. Þannig geta einkarekstur og opinber forsjá í þessum efnum vel farið saman.

Þetta tengist hefðbundinni umræðu um eðlileg skil á milli markaðar og stjórnmála. Landsfundur Samfylkingarinnar sló því föstu að það sé stjórnmálamanna að bera ábyrgð á að öllum þegnum landsins standi jafnt til boða opinber heilbrigðisþjónusta og að hafna beri því að markaðsvæða þjónustuna að hluta eða í heild, þ.e. að færa hana úr opinberri umsjá með þeim sköttum, gæðaeftirliti og því lýðræðislega aðhaldi sem því fylgir, yfir til hins frjálsa samkeppnismarkaðar þar sem fyrst og fremst markaðurinn sjálfur veitir aðhald og þar sem hver getur keypt sér þá þjónustu sem hann vill í krafti þess fjármagns sem hann eða hún hefur yfir að ráða.

Samfylkingin vill tryggja jöfnuð að þessu leyti. Þess vegna hafnar hún leiðum sem gera fólki kleift að kaupa sér forgang að þjónustu í krafti auðs eða aðstöðu. Slíkt er óréttlæti sem grefur undan velferðarkerfinu, eins og dæmin sanna. Við teljum hins vegar nauðsynlegt að vera vakandi fyrir nýjum leiðum til að bæta þjónustuna og gera hana hagkvæmari og er þá sjálfsagt að skoða ýmsar nýjar stjórnunar- og rekstraraðferðir ef þær lofa góðu. Við höfum ekkert á móti því að hið opinbera heilbrigðiskerfi kaupi þjónustuna af einkareknum fyrirtækjum ef þau geta veitt hana á ásættanlegu verði, í þeim gæðum sem við sættum okkur við og að uppfylltum sjálfsögðum kröfum um aðbúnað og kjör starfsmanna. Þvert á móti ber að nýta einkaframtakið á jákvæðan hátt innan þess ramma sem hér hefur verið lýst. Aðalatriðið er að tryggja öllum jafnan aðgang að þjónustunni óháð efnahag og það verður aðeins gert með opinberri ábyrgð, ekki óheftum markaðslausnum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand