Félagshyggjuverðlaun UJ

Í ár hlutu Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og Rannveig Traustadóttir félagshyggjuverðlaunin en Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hlaut heiðursviðurkenningu UJ.

Félagshyggjuverðlaun Ungra jafnaðarmanna voru veitt í gær 1. maí á Hótel Borg. Í ár hlutu Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og Rannveig Traustadóttir félagshyggjuverðlaunin en Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hlaut heiðursviðurkenningu UJ.

Starfsmenn Barna- og unglingageðdeild Landspítalans hafa unnið stórkostlegt starf með börnum og unglingum með geðraskanir. Í ár hefur barna og unglingageðdeildin náð að saxa á biðlistanna, en í vetur byrjaði deildin á laugardagskliník og hefur deildin náð að fækka þeim sem eru á biðlista úr 160 niður í 107. Það starf sem starfsmenn Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vinna á hverjum degi er ómetanlegt og því eiga starfsmenn Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans skilið að hljóta félagshyggjuverðlaun UJ.

Einnig fékk Rannveig Traustadóttir félagshyggjuverðlaun UJ 2008. Með rannsóknum sínum og störfum í þágu minnihlutahópa hefur Rannveig átt víðtæka aðkomu að því að bæta samfélagið okkar. Innflytendur, fatlaðir, samkynhneigðir og fatlaðir hafa notið góðs af störfum hennar sem hefur átt mikinn þátt í að stuðla að jafnaðara samfélagi á ólíkum forsendum hvers og eins. Rannveig Traustadóttir á því einnig skilið að hljóta félagshyggjuverðlaun UJ.

Loks fékk Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra heiðursviðurkenningu UJ. Í þrjátíu ár á Alþingi hefur Jóhanna aldrei vikið frá jafnaðarhugsjóninni í sínum störfum. Frá því að Jóhanna tók við ráðherraembættinu vorið 2007 hefur hún af skörungsskap hrint ótal mikilvægum verkefnum í framkvæmd sem stuðla munu að betra samfélagi.

Politik.is óskar verðlaunahöfum Rannveigu Traustadóttir, Starfsmönnum Barna- og unglingadeild Landspítalans og Jóhönnu Sigurðardóttur hamingjuóskir með verðlaunin og hvetur þau eindregið að halda áfram því góða starfi sem þau hafa verið að vinna undanfarin ár.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið