Bersinn: Hafnfirðingar veiti flóttamönnum skjól

Bersinn – félag Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði skorar á bæjaryfirvöld í bænum að taka við flóttamönnum. Í ályktun sem Bersinn sendi út í morgun segir m.a. að félagið taki undir með húsnæðis- og félagsmálaráðherra að Íslendingar verði að axla ábyrgð og hjálpa fólki í neyð.

Ályktunin í heild:

Veitum flóttamönnum skjól í Hafnarfirði

Bersinn – félag Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði skorar á bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að bjóðast til að veita flóttamönnum skjól í bænum. Neyðin er mikil og Hafnarfjarðarbær hefur alla burði til að veita flóttamönnum þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda.

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur tilkynnt að til standi að taka á móti 50 flóttamönnum á næstu tveimur árum. Ráðherrann hefur biðlað til sveitarfélaga að bjóðast til að taka við hluta þeirra. Akureyrarbær hefur þegar svarað kallinu.

Bersinn tekur undir með félags- og húsnæðismálaráðherra að Íslendingar verði að axla ábyrgð og gera hvað þeir geta til að hjálpa fólki í neyð. Þá vill Bersinn benda á góða reynslu Hafnarfjarðarbæjar af móttöku flóttamanna, síðast í fyrra þegar sex manna fjölskylda kom frá Afganistan.

Bersinn skorar á bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að fylgja frumkvæði Akureyrarbæjar í þessum efnum og óska formlega eftir því við félags- og húsnæðismálaráðherra að fá að bærinn taki við flóttamönnum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið