Er til einhver góð ástæða fyrir því að sniðganga kvennafrídaginn 24. október?

Hversu oft heyrir maður vinkonur sínar segja: „Ég er ekki femínisti. Mér finnst samt alveg sjálfsagt að fá sömu laun og gaurinn í næsta bás. Ég fór í háskóla og er menntuð – er alveg fylgjandi fóstureyðingum, fæðingarorlofi og allt svoleiðis, en ég er ekkert á því að konur séu eitthvað betri en karlmenn – nei ég er ekki femínisti. Ég er jafréttissinni og það er alveg nóg.“ Það er eins og barátta femínista sé gleymd, réttindi fengust einusinni með blóðugri baráttu. Núna fær okkar kynslóð þessi réttindi á silfurfati. Og enginn pælir í því hvaðan þau koma. Það er bara svo sjálfsagt að geta gengið í skóla og fengið að kjósa. Á mánudaginn verða liðin 30 ár. Platan góða er enn á sínum stað í hillunni en hefur ekki beint verið fastagestur á fóninum. Eftir uppáhelling og formagnarabasl er Áfram stelpur sett undir nálina, og sænskir söngvar Gunnars Edander fá að hljóma. Þyrnirós tekur valíum í eilífri bið eftir prinsinum. Andrésblöð eru heimsbókmenntir einstæðu móðurinnar. Lögmaðurinn Signý kann ekki við vera í eðli sínu álitin reglulega kvenleg. Samhugur þeirra sem ljá plötunni krafta sína eru gæddir áræðni sem fyrirfinnst ekki lengur. Í tónlistinni kraumar langþreytt reiði, stóru orðin eru ekki spöruð og tilgangur plötuútgáfunnar er augljós í dag; Þær vildu ögra og vekja athygli. Og það er eins og þeim hafi verið meira en sama um þá neikvæðu. Athygli er athygli og það stendur.

Enginn femínisti
Ég var ekki mjög há í loftinu þegar mér varð ljóst að sennilega væri ég ekki femínisti. Ég kallaði mig jafnréttissinna. Fattaði ekki Kvennalistann, Bríeti eða Veru. Það var mín skoðun að konur ættu ekki að vera einar um jafnréttisumræðuna og með því að einangra sig í lokuðum þjóðfélagshópum með það að markmiði að bæta sinn hlut. Ímynd femínista var neikvæð í mínum huga og hrokafull félögin uppfull af einhverjum kellingum og hlutverk þeirra fyrir löngu liðin undir lok. Erum við ekki komin með fæðingarorlof og jafnréttislög? Eru ekki stelpur orðnar betri í stærðfræði en strákar? Er ekki búið að taka til?

Jafnrétti er ekkert einkamál kvenþjóðarinnar
Ég er ennþá á þeirri skoðun að konur eigi ekki að einoka jafnréttisumræðuna. En í dag er ég áskrifandi að Veru, meðlimur í Femínistafélaginu og Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar. Rétt er það, að búið er að taka allhressilega til. Og ágætt er að taka sér kaffipásur endrum og eins, en svo þarf að halda áfram. Vegna þess að skíturinn safnast aftur upp á augabragði.

En.. hvað er femínisti?
Það veit enginn hvað jafnrétti eða femínismi er. Flestir telja að sá sem vill jafna hlut fólks sem mismunað er fyrir, óháð kynferði, kynþætti, trú eða öðru sem gæti aukið líkur á verri þjóðfélagsstöðu (sumir vilja jafna stöðu stjórnmálaafla óháð stuðningsfylgi en það er önnur saga sem ekki á heima í þessu greinarkorni.). Verra er með femínismann. Skv. Femínistafélagi Íslands er maður femínisti trúi maður því að hlutur kynjanna sé ekki jafn og vilji gera eitthvað til þess að breyta því.

Ný jafnréttisbarátta – ný málefni!
Víða vottar enn fyrir þeim konum og körlum sem eru óánægð með kjör kvenna. Er femínisti sá sem biður um meira en jafnréttissinninn sá sem þegir? Kannski, en guði sé þá lof fyrir femínistana sem nenna að taka til. Á undanförnum dögum hafa ýmsir viðrað skoðanir sínar um Kvennafrídaginn. Neikvæðisraddir hafa látið á sér kræla eins og ósköp eðilegt er, og þá allra helst meðal kvenfólks. Og þá vaknar hjá mér barnsleg en réttmæt svartsýni og ég verð fjarska reið út í kynsystur mínar. Fyrir 30 árum voru konur í Sviss varla komnar með kosningarétt, giftar konur áttu ekki þess kost að sækja háskóla því engin fengust námslánin ef maður hafði fyrirvinnu, launamisrétti var alþekkt (og eðlilegt að margra mati) fóstureyðingar varla möguleiki, atvinnumöguleikar kvenna engir…. við vitum þetta allt saman – konur höfðu það skítt og nokkrar hugrakkar viltu laga til.

Er einhver munur á jafnréttissinna og femínista?
Hversu oft heyrir maður vini og vinkonur segja: „Ég er ekki femínisti. Mér finnst samt alveg sjálfsagt að fá sömu laun og gaurinn í næsta bás. Ég fór í háskóla og er menntuð – er alveg fylgjandi fóstureyðingum, fæðingarorlofi og allt svoleiðis, en ég er ekkert á því að konur séu eitthvað betri en karlmenn – nei ég er ekki femínisti. Ég er jafréttissinni og það er alveg nóg.“ Það er eins og barátta femínista sé gleymd, réttindi fengust einusinni með blóðugri baráttu. Núna fær okkar kynslóð þessi réttindi á silfurfati. Og enginn pælir í því hvaðan þau koma. Það er bara svo sjálfsagt að geta gengið í skóla og fengið að kjósa.

Mánudagurinn verður góður
Ég ætla að mæta í gönguna á mánudaginn og sjá til þess að mínar stelpur stimpli sig út klukkan 14:08. Mörgum finnst þetta örverkfall heldur óábyrgt og bera vott um tillitsleysi gagnvart þjóðfélagi og vinnufélögum. Það er eiginlega alveg hárrétt hjá þeim, afar óábyrgt og tillitslaust. En ferlega skemmtilegt. Getum við ekki frestað bankaferðinni, sótt krakkana á leikskólann um eitt-hálftvöleytið, farið í bæinn, keypt ís, kysst sextíuogsjö vinkonur á kinn, sungið Áfram stelpur, tíað okkur heim í eftirmiðdaginn og sett matinn síðan í gær í örbylgjuna? Eða slegið þessu öllu upp í kæruleysi og pantað mat heim? Bíðum hæg – á konan að sjá um matinn á eigin frídegi? En ef henni finnst gaman að elda? Stundum er jafnréttisbarátta ruglingsleg.

Hvaðan heldurðu að réttindi þín komi?
Kosningarétturinn kom ekki með storkinum. Hann kemur frá sígjammandi femínistum sem enginn þoldi. Og ef þið haldið að baráttan sé næstum búin, þá getum við vitnað í formæður okkar fyrir 90 árum sem töldu að fullkomið jafnrétti væri handan við hornið.
Við getum ekki með góðri samvisku sniðgengið fjöldafundinn á mánudaginn. Í dag, 30 árum seinna, segi ég: Sko mömmu, hún tók til!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand