Er NEI aðeins frestun?

Evrópuumræðan er sannarlega í eldlínunni um þessar mundir. Eistar hafa nýlega samþykkt aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu og Svíar höfnuðu inngöngu í myntbandalagið. Evrópusamfélagið stækkar á ógnarhraða og varla sér fyrir endann á hinni veigamiklu stækkun bandalagsins. Tregi Norðurlandaþjóða vekur þó án efa athygli. Íslendingar og Norðmenn hafa ekki enn gengið til liðs við bandalagið, Svíar og Danir hafna Evrunni en aðeins Finnar hafa tekið Evrópuskrefið til fulls. Evrópuumræðan er sannarlega í eldlínunni um þessar mundir. Eistar hafa nýlega samþykkt aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu og Svíar höfnuðu inngöngu í myntbandalagið. Evrópusamfélagið stækkar á ógnarhraða og varla sér fyrir endann á hinni veigamiklu stækkun bandalagsins. Tregi Norðurlandaþjóða vekur þó án efa athygli. Íslendingar og Norðmenn hafa ekki enn gengið til liðs við bandalagið, Svíar og Danir hafna Evrunni en aðeins Finnar hafa tekið Evrópuskrefið til fulls.

Velferðinni ógnað?
Norðurlöndin eru sannarlega ein helstu velferðarríki samtímans. Saman mynda þau einstaka heild sem er vissulega öfundsverð, enda samstaðan sterk þeirra á milli. Að því leyti eru hagsmunir þessara ríkja töluvert frábrugðnir baráttumálum Eystrasaltsríkjanna og annara Austur-Evrópuríkja. Norðurlandabúar eiga nefnilega í töluverðum vandræðum með að takast á við breytingarnar í Evrópu og eru vantrúaðir á að aðild skili auknum hagnaði. A- Evrópuþjóðir hafa þráð aðild í allnokkurn tíma, enda þeirra heitasta ósk að rífa sig upp úr fábrotnu atvinnulífi frá tímum Sovétríkjanna. Norðurlandaþjóðir eru blessunarlega lausar við fátækt og volæði. Þ.a.l. er Norrænn almenningur dauðhræddur við að stökkva út í þá djúpu laug sem Evrópusambandið er talið vera.

Hverjir eru þá þessir hagsmunir?
Svíar höfnuðu Evrunni og ólíklegt þykir að þeim gefist annað tækifæri til þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr en árið 2013. Stór hluti þeirra sem greiddi atkvæði sitt gegn myntinni lýsti því yfir að þeir vildu halda öllum möguleikum opnum; „Já“ væri einfaldlega of bindandi. Þess vegna eru úrslit kosninganna eins konar frestun á frekari umsvifum Svía innan Evrópusambandsins. Svíar vita hvað þeir eiga og telja að sænska krónan hafi reynst þeim vel. Margir telja það vænlegri kost að sækja um sérstaka undanþágu líkt og Danir gerðu þegar þeir höfnuðu Maastricht-sáttmálanum á sínum tíma.

Almenningur og yfirvöld
Nær 75% þingmanna á sænska þinginu voru hlynntir upptöku Evrunnar, sem og öll helstu félagasamtök og hagsmunabandalög. Aftur á móti er það þjóðin sem á síðasta orðið og Evrópuandstæðingar unnu vissan sigur. Margir höfðu búist við að samúðarfylgi í kjölfar morðs Önnu Lindh myndi gefa Evrusinnum ótvíræðan sigur. Annað kom þó á daginn og svo virðist sem að Svíar séu langt því frá tilbúnir til að taka á móti evrópskri mynt.

Hvað með okkur?
Íslendingar munu e.t.v. ekki þurfa að bíða í 10 ár eftir sinni þjóðaratkvæðagreiðslu en það er þó varla hægt að sjá fyrir endann á hatrammri Evrópudeilu Íslendinga eins og staðan er í dag. Ísland er auðugt velferðarríki og þjóðin alls ekki viss í sinni sök. Svíar upplifðu algeran klofning á milli almennings og stjórnvalda sem brengluðu kosninguna allverulega.

Til að fyrirbyggja álíka klofning hér á landi verður Evrópuumræðan að færast upp á töluvert hærra plan. Tilfinningarökin duga skammt, og hræðsluáróður ýmissa stjórnmálahreyfinga eru lúabrögð sem allir ættu að sjá í gegnum. Að segja já við Evrópuaðild er ekki áhætta – það er forréttindamál!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand