Veggurinn er rökstuddur með því að þetta sé eina mögulega úrræðið til þess að halda hryðjuverkamönnunum frá strætisvögnum og kaffihúsum Ísrael. Að á meðan Palestínumenn gangi frjálsir þá verði Ísrael hætta búin og með því einu að hefta för þeirra geti Ísraelar stemmt stigu við ógninni sem að landi þeirra steðjar. Og það er satt, það eru margir sem vilja Ísraelum illt, en það sem gleymist er að veggir leysa ekki vandamál – réttlæti gerir það. Hættan er sú að þó svo að þegar þú múrar þig frá vandamálinu þá fái það að magnast í friði og einn daginn áttirðu þú þig á því að þú lokaðir ekki fyrir vandamálið úti – heldur læstir þig inni. Þangað til að þessi sannleikur rennur upp fyrir ráðmönnum í Ísrael þá munu þeir halda áfram að fljúga á gluggann eins og páfuglinn með frelsisþrána. Páfagaukar er vægast sagt ekki sérstaklega greind dýr. Þeim virðist vera fyrirmunað að framfylgja einföldustu náttúru- lögmálum. Eitt þessara lögmála er til dæmis það að vont er til lengdar að fljúga, með gogginn á undan, á glugga. Ekki það, maður getur svo sem skilið hvað kallar á þá. Því hinum megin gluggans er frelsið, náttúran og fullt af öðrum fuglum en engu að síður er gluggi á milli sem hindrar för. En sama hvað maður reynir að útskýra þetta fyrir páfuglinum þá reynir hann, við fyrsta tækifæri, að fljúga aftur á gluggan. Þetta hegðunarmynstur er vissulega fyndið til að byrja með, en reynist svo leiðigjarnt og að lokum sársaukafullt. Þetta er eins og hin versta þráhyggja sem ekki er nokkur leið að koma í veg fyrir.
Ástæða fyrir því að ég er að rifja þetta upp hér er sú að ég var nýlega í heimsókn úti í bæ og varð vitni að þessari hegðun. Ég starði í forundran á vitleysuna og hristi höfuðið þangað til að ég áttaði mig á því að ég hef séð svona hegðun áður. Að það sé einhver önnur dýrategund sem hegði sér afar svipað, það rann upp fyrir mér að tvífætlingarnir gera alveg eins.
Mannskepnan, sem maður hefði haldið að bæri höfuð og herðar yfir frændur sína páfuglana, virðist ekki hafa jafn mikið þróunarlegt forskot og Darwin hélt fram.
Ókleifir múrar
Uppúr 1960 fannst kommúnistunum í Austur-Þýskalandi að ekki væri lengur hægt að bjóða fólki uppá sorann vestanmegin. Þeir afráðu því að reisa vegg til verndar þjóðinni og hófust handa umsvifalaust. Þeir byggðu og byggðu þar til að allar samgöngur borgarhlutanna í millum var orðin ómögulegur. Þeim fannst sem nú væru þeir loks lausir undan oki vestursins, nú væru þeir búnir að hefta afgang illu aflanna, nú væru þeir með sanni frjálsir. En er tíminn rann sitt skeið og að lokum þyrmdi sannleikurinn yfir þá, í stað þess að veggurinn verndaði þjóðina og lokaði hið illa úti – þá varð raunin sú að þeir lokuðu sjálfa sig inni.
Maður hefði haldið að mannkynið hefðu lært af þessari reynslu, en svo er ekki að sjá. Þjóðin sem var rekin frá Þýskalandi með harðri hendi, pyntuð og misþyrmt og næsta útrýmt hefur afráðið að feta í fótspor þeirra sem áður ofsóttu þá og hafa byrjað á byggingu nýss múrs. Múrs sem á að vernda hana frá hinum illu nágrönnum. 650 kílómetrar (samkvæmt nýjustu tölum frá ísraelska varnarráðuneytinu) af sementi sem á að loka þá úti sem ógna þjóðinni.
Veggurinn er rökstuddur með því að þetta sé eina mögulega úrræðið til þess að halda hryðjuverkamönnunum frá strætisvögnum og kaffihúsum Ísrael. Að á meðan Palestínumenn gangi frjálsir þá verði Ísrael hætta búin og með því einu að hefta för þeirra geti Ísraelar stemmt stigu við ógninni sem að landi þeirra steðjar. Og það er satt, það eru margir sem vilja Ísraelum illt, en það sem gleymist er að veggir leysa ekki vandamál – réttlæti gerir það. Hættan er sú að þó svo að þegar þú múrar þig frá vandamálinu þá fái það að magnast í friði og einn daginn áttirðu þú þig á því að þú lokaðir ekki fyrir vandamálið úti – heldur læstir þig inni. Þangað til að þessi sannleikur rennur upp fyrir ráðmönnum í Ísrael þá munu þeir halda áfram að fljúga á gluggann eins og páfuglinn með frelsisþrána.
– – –
Höfundur mun í næstu tveimur greinum fjalla ítarlega um byggingu múrsins í Palestínu.