Er mennt máttur?

menntun2PISTILL Ég er hluti af menntakerfi í samfélagi sem predikar stöðugt að mennt sé máttur. Það er því skýrt að menntunin sem ég hlýt í menntakerfinu eigi að vera stökkpallur minn út í lífið.

menntun2

PISTILL Ég er hluti af menntakerfi í samfélagi sem predikar stöðugt að mennt sé máttur. Það er því skýrt að menntunin sem ég hlýt í menntakerfinu eigi að vera stökkpallur minn út í lífið. Í þessu sama samfélagi, sem predikar að mennt sé máttur, hallar þó verulega á okkur námsfólk sem innan þess kerfis stöndum. Í dag standa ungmenni á atvinnuleysisbótum töluvert betur í lífsbaráttunni en ungmenni í námi. Það munur heilum 50.000 íslenskum krónum á þeim fjármunum sem námsmenn á lánum frá LÍN hafa úr að spila á mánuði, og á þeim sem eru upp á ríkið komnir á atvinnuleysisbótum. Höfum þá í huga að atvinnuleysisbæturnar eru ekki nema 150.000 íslenskar krónur á mánuði.

Hver eru þá skilaboð ráðamanna? Jú, krakkar sem eru tiltölulega nýkomin á sjálfræðisaldurinn þurfa að standa frammi fyrir valinu um hvort eigi að vera áfram upp á foreldra sína komin eða upp á ríkið komin. Sumir hafa ekki einu sinni val um þetta tvennt. Það er því ekki leið til þess að gera heiðarlega tilraun til að standa á eigin fótum. Við námsmenn getum gleymt því að leigja okkar eigið húsnæði og við getum ekki einu sinni látið okkur dreyma um að eignast okkar eigið húsnæði á næsta áratug. Við námsmenn getum líka gleymt því að borða eitthvað annað en mínútu-núðlur, nema þegar við erum boðin í mat til mömmu og pabba. Við hreinlega höfum ekki efni á því að lifa á mánaðarlánum frá LÍN.

Í samfélagi sem ætlar í alvöru að standa undir því að mennt sé máttur duga ekki fallegir frasar. Við verðum öll að standa vörð um réttindi og þarfir námsmanna, sem eru jú framtíðin og lykillinn að nýsköpun. Sérstaklega þegar kreppir að og hætta er á að heil kynslóð týnist úr landi ef henni verður ekki borgið á Íslandi.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 17. apríl.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand