Er frjálshyggjan búin að vera?

Í bókinni Globalization and its discontents, eða Hnattvæðingin og vankantar hennar, segir Joseph Stiglitz frá sinni sýn á hnattvæðinguna, og hvað honum finnst hafa misfarist við þróun hennar. Höfundurinn hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2001, og var formaður efnahagsráðgjafanefndar Bill Clintons, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann var einnig aðalhagfræðingur Alþjóðabankans þar til 2001, en starfar núna sem prófessor við Columbia háskólann í Bandaríkjunum. Því má segja að fáir menn hafi jafnmikla þekkingu á því sem fer fram innan þeirra alþjóðlegu fjármálastofnana sem eiga að vinna að efnahagsþróun jarðarinnar, og við að uppræta fátækt. Í bókinni gagnrýnir hann óspart hina barnalegu blindni frjálshyggjumanna á ókosti óhefts markaðsbúskapar, og lýsir skoðun sinni á nauðsyn þroskaðs ríkisvalds, öflugra samkeppnislaga og fjármálastofnana til að laga vankanta markaðshagkerfisins, og tryggja kosti þess öllum til handa. Víða um heim hafa frjálshyggjumenn setið við stjórnartaumana og hnattvæðingin, og fagrar hugsjónir hennar virðast ekki vera að nýtast öllum heimshlutum vegna þess hvernig henni er stýrt. Í bókinni Globalization and its discontents, eða Hnattvæðingin og vankantar hennar, segir Joseph Stiglitz frá sinni sýn á hnattvæðinguna, og hvað honum finnst hafa misfarist við þróun hennar. Höfundurinn hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2001, og var formaður efnahagsráðgjafanefndar Bill Clintons, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann var einnig aðalhagfræðingur Alþjóðabankans þar til 2001, en starfar núna sem prófessor við Columbia háskólann í Bandaríkjunum. Því má segja að fáir menn hafi jafnmikla þekkingu á því sem fer fram innan þeirra alþjóðlegu fjármálastofnana sem eiga að vinna að efnahagsþróun jarðarinnar, og við að uppræta fátækt. Í bókinni gagnrýnir hann óspart hina barnalegu blindni frjálshyggjumanna á ókosti óhefts markaðsbúskapar, og lýsir skoðun sinni á nauðsyn þroskaðs ríkisvalds, öflugra samkeppnislaga og fjármálastofnana til að laga vankanta markaðshagkerfisins, og tryggja kosti þess öllum til handa. Víða um heim hafa frjálshyggjumenn setið við stjórnartaumana og hnattvæðingin, og fagrar hugsjónir hennar virðast ekki vera að nýtast öllum heimshlutum vegna þess hvernig henni er stýrt.

Stærsta debat 20. aldarinnar
Á tímum kalda stríðsins átti sér stað mikil barátta milli hagkerfa austurs og vesturs. Þeirri baráttu er lokið, og vestrið hefur hrósað sigri. En það þýðir ekki að frjálshyggjan hafi unnið neitt debat. Staðreyndin er sú að frjálshyggjumennirnir sigruðu ekki kapphlaup hagkerfanna og þeirra hugmyndir um markaðinn eru ekki þær einu, hvað þá þær bestu. Hin nýja bylting í Rússlandi hefur sýnt þetta og sannað. Frjálshyggjubyltingin hafði ekki í för með sér þá kosti sem markaðshagkerfi hefur upp á að bjóða. Nú rúmum áratug eftir fall Sovétríkjanna er ljóst að tekjur einstaklinga hröpuðu og fátækt stórjókst. Árið 1989 lifðu 2% rússnesku þjóðarinnar undir fátækramörkum, en árið 1998 hafði talan risið í 23,8% skv. Stiglitz (ef miðað er við rástöfunartekjur upp á 2$ á dag). Gæði heilbrigðiskerfisins er verra og aðgengi minna. Menntunarstig þjóðarinnar hrakaði og landsframleiðslan dróst saman um 1/3. Er þetta það sem boðað hefur verið að hin alfrjálsi markaður beri með sér, er það? Nei, hin frjálsi markaður á víst að hafa í för með sér hagræðingu og skilvirkni, tryggja að fjármunum sé beint þangað sem framleiðsluþættirnir nýtast best, og að lokum nýtist það öllum vel. Þessi reynsla sýnir að markaðurinn einn og sér getur ekki tryggt þessa útkomu.

Eftir að kommúnisminn féll í Sovétríkjunum voru umskiptin of hröð. Stökk var tekið frá öfgakenndum áætlunarbúskap til öfgakennds markaðsbúskapar. Lítið hefur miðast áfram í átt til þeirrar velmegunar sem við á Vesturlöndum búum við og frjálshyggjan á nú ekki upp á pallborðið í Rússlandi. Það var því ekki frjálshyggjan sem vann stærsta debat 20. aldarinnar, heldur þriðja leiðin; blandað hagkerfi.

Hvað fór úrskeiðis?
Já, hvað ætli hafi þá farið úrskeiðis í frjálshyggjubyltingunni? Í rússnesku byltingunni 1917 gerðu menn sér grein fyrir því að ekki þyrfti aðeins að umbylta efnahagsskipulaginu, heldur einnig samfélagsskipulaginu. Þegar alþjóðastofnanir og fleiri ráðlögðu varðandi umbreytinguna í Rússlandi virðist hins vegar hafa verið horft á heiminn pírandi í gegnum þröngan sjónauka nýfrjálshyggjunnar og lögð höfuðáhersla á efnahagshliðina, menn voru blindir á aðra þætti samfélagsins. Allt skyldi einkavætt og fjármagnsflæði gefið algerlega frjálst. Innri beinagrind samfélagsins, með sterkri millistétt og skýrum ramma um viðskiptalífið, átti bara að koma sjálfkrafa sem afleiðing hins frjálsa markaðar, hann sjálfur muni einfaldlega skapa eftirspurn eftir þessum strúktúr. Þetta hefur enn ekki gerst.

Með hugmyndafræði að leiðarljósi, en ekki hagfræði, voru lán alþjóðlegra fjármálastofnana skilyrt á þann hátt að lánagreiðslur voru tengdar áföngum sem náð var í einkavæðingu og við opnun fjármagnsmarkaða, og lítið hugað að þeim aðstæðum fyrir voru. Þetta kallar Stiglitz: “One size fits all” aðferðina. Erlendir bankar og erlend stórfyrirtæki komu inn á markaðinn óáreittir og erlent fjármagn flæddi þannig frjálst inn í atvinnulífið. Hljómar vel, ekki satt? En málið er, fjármagnið getur flætt alveg jafnhratt út aftur, og það er það sem gerist þegar illa byrjar að ganga og atvinnulífið byrjar að finna fyrir samdrætti. Erlendir bankar hugsa eingöngu um fá endurgreitt, og þegar fjárþörfin er mest, lokast allar gáttir. Innlendir bankar og fyrirtæki hafa tengsl og samúð með þörfum innlends viðskipta- og atvinnulífs, en erlendir bankar hafa einungis hag hluthafanna að leiðarljósi. Fyrirtæki, sem komast ekki í fjármagn, fara á hausinn, og það skapar meiri taugaveiklun, sem aftur gerir það að verkum að útistandandi lán eru innkölluð, sem rekur enn fleiri fyrirtæki yfir brúnina. Og, líkt og í hinum vestræna heimi fyrir 1930 þegar heimskreppan skall á og ókostir markaðsbúskapar komu berlega í ljós, er lítið til sem kallast velferðarkerfi. Lagarammi að vestrænni mynd er heldur ekki til staðar, með samkeppnislögum, fjármáleftirliti og samkeppniseftirliti, og einokunarstaða alþjóðlegra fyrirtækja og banka því algjör. Sumir öfgakenndir frjálshyggjumenn telja einmitt slíkt bara dragbít á hinum frjálsa markaði. Vítahringur atvinnuleysis og samdráttar vindur þannig upp á sig, og líkt og í heimskreppunni standa menn og bíða eftir því að markaðurinn sjái sjálfur um að leiðrétta sig.

Falleinkunn!
Hvað stendur þá eftir? Frjálshyggjan getur ekki tryggt stöðugleika né bætt lífskjör almennings. Ef ekki er fyrir hendi sterkt ríkisvald sem tryggir þetta, þá gengur frjálshyggjan einfaldlega ekki upp. Hún hefur fengið falleinkunn og hagfræðigrundvellinum kippt undan henni. Eftir stendur hugmyndafræði mikillar misskiptingar, fátækt margra og ríkidómur fárra, og einhver útópísk hugmynd um þjóð án ríkisvalds. Óaðlaðandi mynd sem enginn þenkjandi maður óskar sinni eigin þjóð að búa við. Það er nú lítið varið í frelsið ef stór hluti samfélagsins getur ekki notið þess. Frjálshyggjan er því búinn að vera. Blessuð sé minning hennar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand