Enn eitt auðlindaránið yfirvofandi!

Baráttan um sameiginlegar auðlindir Íslendinga heldur áfram. Næsta auðlind til þess að verða hrægömmunum að bráð er makríllinn.

Baráttan um sameiginlegar auðlindir Íslendinga heldur áfram. Næsta auðlind til þess að verða hrægömmunum að bráð er makríllinn. Nú krefjast hagsmunaaðilar þess að þeim verði úthlutaður (lesist gefinn) kvóti í makríl upp á 130.000 tonn.

Þetta skal gerast endurgjaldslaust og kvótum skal úthlutað ótímabundið eins og venja er þegar nytjastofnum Íslands er rænt af þjóðinni. Þarna er ekki um nein smá verðmæti að ræða. Makríll er mjög verðmætur nytjafiskur og hugsanlegt er að verð á varanlegum kvóta gæti verið á bilinu 500 til 1.000 krónur á kílóið. Þannig að verðmætin sem nú stendur til að ræna af þjóðinni gætu verið á bilinu 65 til 130 milljarðar króna!

Þetta er það sem núverandi kvótakerfi býður upp á. Með núverandi kvótakerfi er aðeins tímaspursmál hvenær þessari auðlind verður einnig rænt af þjóðinni. Til þess að tryggja að sjávarauðlindir landsins verði í ævarandi eigu íslensku þjóðarinnar verðum við að standa saman og segja stopp. Hingað og ekki lengra. Við afneitum kerfi spillingar og forréttinda. Kerfi sem byggir á því að arðræna íslensku þjóðina.

Stöndum saman og krefjumst þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið á www.þjóðareign.is.

Þórður Már Jónsson
Formaður Þjóðareignar – Samtaka um auðlindir í almannaþágu

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand