Ríkisstjórn jafnréttismála

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur komið mörgum góðum málum í gegn sem hafa ekki haft hljómgrunn hjá fyrri ríkisstjórnum. Ég treysti þeim til að halda áfram að vinna gott starf og fylgja eftir aðgerðum stjórnarsáttmálans. Með jafnaðarmannastjórn við völd getum við gert betur.

Fyrir rúmu ári síðan tók við ríkisstjórn undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Söguleg tímamót í jafnréttisbaráttunni á Íslandi, í fyrsta sinn var kona forsætisráðherra og kynjahlutföll ráðherra jöfn. Síðar sama ár átti sér stað önnur söguleg tímamót, þjóðin kaus til Alþingis og voru konur tæp 43% þeirra þingmanna sem náðu kjöri. Að auki höfðu þrír þingflokkar jafnt hlutfall karla og kvenna: Samfylking, Vinstri Græn og Borgarahreyfingin. Með jafnaðarmannastjórn Samfylkingar og Vinstri – grænna komust jafnréttismál loks upp á borðið.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er lögð mikil áhersla á kvenfrelsi og jafnréttismál og mikið vatn hefur runnið til sjávar í jafnréttisbaráttunni á þessu ári.
– Stofnaður var vinnuhópur til að meta áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna.
– Aðgerðaráætlun gegn mansali var samþykkt og hefur verið unnið ötullega að því fylgja henni eftir.
– Farin var hin svokallaða sænska leið og kaup á vændi voru gerð refsiverð.
– Skipuð var verkefnastjórn um stefnumótun og undirbúning að kynjaðri hagstjórn (e. gender budgeting). Einnig var kafli um kynjaða hagstjórn í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2010.
– Forsætisráðherra skipaði ráðherranefnd um jafnréttismál.
– Skipaður var starfshópur sem leggja átti fram tillögur um aðgerðir stjórnvalda til að jafna betur stöðu kynjanna í sveitastjórnum fyrir sveitastjórnarkosningar 2010. Í byrjun árs var gefin út hvatningarbæklingurinn Eflum LÝÐRÆÐIÐ – KONUR í sveitastjórn.
– Samþykkt voru á Alþingi lög um kynjakvóta í stjórnun fyrirtækja.
– Samþykkt var tillaga félags- og tryggingamálaráðherra um að ráðast í gerð nýrrar aðgerðaráætlunar stjórnvalda gegn kynbundnu ofbeldi.

Alþjóðlegi baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti er haldinn 8. mars ár hvert. Menningar- og friðarsamtök MFÍK héldu fund í tilefni dagsins undir yfirskriftinni Við getum betur! Það er rétt, við getum gert betur.

Þó að alþjóðlega baráttudegi kvenna hafi verið fagnað í hundraðasta skipti fyrr í vikunni, þá er enn langt í land í jafnréttisbaráttunni á Íslandi. Samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar eru á dagskrá jafnréttismál sem þurfa afgreiðslu sem fyrst. T.d. að grípa til frekari aðgerða til að útrýma kynbundnu ofbeldi, annars vegar með lögfestingu austurrísku leiðarinnar og hins vegar bann við nektardansi. Einnig þarf að fara í sértækar aðgerðir til að útrýma kynbundnum launamun.

Ríkisstjórnin hefur sannað sig í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur komið mörgum góðum málum í gegn sem hafa ekki haft hljómgrunn hjá fyrri ríkisstjórnum. Ég treysti þeim til að halda áfram að vinna gott starf og fylgja eftir aðgerðum stjórnarsáttmálans. Með jafnaðarmannastjórn við völd getum við gert betur.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið