Engar töfralausnir mögulegar

alladinLEIÐARI Mörgum þætti eflaust ljúft ef einhver fyndi töfralausn sem myndi leysa vandann okkar bara einn, tveir og tíu. En andar í gömlum lömpum og álfar sem veita manni óskir eru því miður bara til í ævintýrunum.

alladinLEIÐARI Það er athyglisvert að fylgjast með stjórnmálaumræðum þessa dagana. Allir flokkar og frambjóðendur eru í kosningagírnum og keppast við að koma með lausnir á þeim vandamálum sem við okkur blasa. Sumir lofa álverum og einhliða upptöku Evru og aðrir lofa niðurfellingu skulda fyrir alla. Eflaust hafa einhverjar aðrar skyndilausnir skotið upp kollinum en jafnharðan verið skotnar niður. Eins efast ég ekki um það að nokkrar töfralausnir til viðbótar eiga eftir að heyrast fram að kosningum, það eru enn rúmar tvær vikur til stefnu.

Við viljum ekki allt eins og það var

Mörgum þætti eflaust ljúft ef einhver fyndi töfralausn sem myndi leysa vandann okkar bara einn, tveir og tíu. En andar í gömlum lömpum og álfar sem veita manni óskir eru því miður bara til í ævintýrunum. Við verðum því bara að horfast í augu við að hér er lífið ekki allt dans á rósum í augnablikinu. Sumir eru svo óheppnir að missa vinnuna, aðrir ná ekki endum saman og sumum líður augljóslega afar illa í þessum aðstæðum. Ég er samt ekki svo viss um að við viljum endilega finna töfralausnina sem gerir allt eins og það var árið 2007. Nú höfum við nefninlega einstakt tækifæri til þess að byggja upp nýtt samfélag og við erum svo heppin að mega ráða á hvaða gildum það byggist. Við getum ráðið því með því að kjósa þann 25. apríl.

Mín framtíðarsýn

Ég veit hvað ég vil. Ég vil samfélag sem byggist á velferð og jöfnuði og þar sem konur og karlar fá jafnhá laun og konur eru helmingur ráðherra, þingmanna, stjórnarmanna fyrirtækja og bera almennt jafnmikla ábyrgð og karlar í samfélaginu. Ég vil öflugt menntakerfi sem veitir öllum aðgang óháð efnahag eða að öðru leyti og ég vil námslánakerfi sem styður duglega við bakið á námsmönnum. Ég vil umhverfisvernd og að við hugsum alltaf um komandi kynslóðir þegar við tökum ákvarðanir. Ég vil að Ísland taki virkan þátt í alþjóðasamstarfi og að Íslendingar geti farið út um allan heim til menntunar eða starfa. Ég vil lægra matarverð, enga verðtryggingu, lægri vexti og stöðugra hagkerfi og ég vil fjölbreytt atvinnulíf þar sem hæfileikar allra fá að njóta sín. Þess vegna veit ég hvað ég ætla að kjósa.

Auðvitað verða næstu misseri nokkuð erfið og við þurfum að vinna að því að rétta úr kútnum. Og það mun taka tíma og engar törfralausni. En ég er svo sannfærð um að ef við veljum rétt fólk til þess að stjórna og látum þau vita reglulega að okkur er ekki sama hvernig landinu okkar er stjórnað mun Ísland framtíðarinnar verða æðislegt.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand