Hið hnignandi veldi II

Fall dollarans er aðeins eitt af mörgum hættumerkjum sem greina má í bandaríska hagkerfinu. Eins og ég tók fram í grein minni Hið hnignandi veldi I þá eru þessi hættumerki meðal annars viðskiptahallinn, gífurleg skuldsetning Bandaríska ríkisins, yfirvofandi lífeyrisskuldbindingar, lægsti sparnaður heimila í sögu Bandaríkjanna, hæsta skuldasöfnun heimila í sögu Bandaríkjanna, ótrúlega hátt hlutfall einkaneyslu í hagkerfinu, kostnaður við heilbrigðiskerfið og síðast en ekki síst útlát vegna stríðsrekstar Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Vísbendingar hagfræðinnar
Hið virta blað The Economist spáði því í upphafi árs að dollarinn falli á bilinu 20% – 40% á árinu(1). Þetta er mjög alvarlegt í ljósi þess að hann er í sögulegu lægð. Og það segir sitt að síðan grein mín birtist á vefritinu politik.is síðastliðinn sunnudag þá hafa bæði Fréttablaðið og (sem kemur meira á óvart) Morgunblaðið birt greinar þar sem farið er í saumana á veikri stöðu bandaríska hagkerfisins.

Fall dollarans er aðeins eitt af mörgum hættumerkjum sem greina má í bandaríska hagkerfinu. Eins og ég tók fram í grein minni Hið hnignandi veldi I þá eru þessi hættumerki meðal annars viðskiptahallinn, gífurleg skuldsetning Bandaríska ríkisins, yfirvofandi lífeyrisskuldbindingar, lægsti sparnaður heimila í sögu Bandaríkjanna, hæsta skuldasöfnun heimila í sögu Bandaríkjanna, ótrúlega hátt hlutfall einkaneyslu í hagkerfinu, kostnaður við heilbrigðiskerfið og síðast en ekki síst útlát vegna stríðsrekstar Bandaríkjanna í Írak og Afganistan.

Mun ég nú skoða þessi hættumerki aðeins nánar. Byrjum á viðskiptahallanum
Viðskiptahalli Bandaríkjanna árið 2004 var 450 milljarðar dollara. Viðskiptahallans varð fyrst vart árið 1980 og hefur aukist með hverju árinu. Þetta helgast að miklu leyti af því að bandarísk fyrirtæki hafa flutt út mikið af framleiðslunni til ódýrari framleiðslulanda á sama tíma og bandaríski neytandinn hefur ekki hægt á neyslunni. Þetta gerir það að verkum að bandaríska hagkerfið þarf á gífurlegum fjárfestingum að halda. Hingað til hafa fjárfestar ekki haldið að sér höndunum og hafa fjárfestingar staðið undir hallanum. Það á helst við um Seðlabanka í ríkjum Asíu (Kína, Japan, Singapour og Taiwan) sem hafa verið duglegir við að kaupa bandarísk ríkisskuldabréf og dollara og með því ekki aðeins stemmt af viðskiptahallan heldur fjármagnað fjárlagahallann sem nú er hærri en nokkru sinni fyrr (þó svo að stjórn Regans hafi verið með stærri halla sé hann uppreiknaður).

Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til þess að sjá að stefnubreyting gæti orðið þar á, og í raun hefur það verið að gerast. Bankarnir í Asíu og fjárfestar Evrópu eru orðnir langþreyttir á að halda uppi bandaríska hagkerfinu og hefur evran komið sterk inn sem alþjóðlegur gjaldmiðill. Ef tilfærsla frá dollara yfir í evru verður almenn þá má búast við að Bandaríkin verði að taka alvarlega til í fjármálum sínum. Vissulega er hagkerfi Bandaríkjanna mjög sniðugt að þessu leyti, það er að vera svo central að aðrar þjóðir verði að fjárfesta í því (dulin heimsvaldastefna). Sérfræðingar Goldmans Sachs hafa meðal annars sagt að ef dollarinn væri nú þegar ekki aðal gjaldmiðillinn í heiminum þá væri hann nú þegar farinn í vaskinn. En spurningin stendur eftir, hvenær ákveður restin af heiminum að fallið sem fylgdi í kjölfar hruns bandaríska hagkerfisins sé ódýrari en að halda því uppi til langframa. Og það gæti gerst afar hratt, eins og við sáum í Sovétríkjunum á níunda áratug síðust aldar. En ljóst er að ekki er hægt að standa undir því til lengdar að viðskiptahallinn sé 6% af þjóðarframleiðslu.

Fjárlagahallinn
Undir stjórn George W. Bush hefur fjárlagahallinn stóraukist. Eins og kemur fram hér að ofan þá er hann að mestu fjármagnaður af seðlabönkum Asíu. Þetta er gert með það fyrir augum að auka fjölbreytnina í bandaríska hagkerfinun með því að stunda gífurlegar niðurgreiðslur til fyrirtækja, lækka skatta á fólk í fjármálalífinu og standa undir stríðsrekstri í heiminum. Ekki er erfitt að lesa út úr þess heimsvaldalega hugsun stjórnvalda í Bandaríkjunum. Með því að gera hagkerfi heimsins með þessum hætti háð því bandaríska þá ertu í raun að kaupa þér baktryggingu því að fall heima í Bandaríkjunum fylgi fall á alþjóðamarkaði. En það er eitt sem þeir gleyma að taka með í reikninginn. Hagkerfi Kína, Rússlands, Evrópusambandsins og austur Asíu eru orðin svo öflug að þau geta vel tekið falli á Bandaríkjamarkaði, þó svo að það myndi kosta skammtíma kreppu. En fyrir þessu eru bandarísk stjórnvöld blind þar sem þau sjálf telja sig ómissandi.

Lífeyrisskuldbindingar bandaríska ríkisins
Tölur liggja hér ekki á lausu en ef marka má það sem fram kom á Bandaríkjaþingi í síðasta mánuði og með greinargerð með komandi fjárlögum, þá virðist það ljóst að gífurlega fjármuni vanti uppá til þess að bandaríska ríkið geti staðið undir lífeyrisskuldbindingum hinnar svokölluðu “Baby boomer” kynslóðar. Komið hafa frram tölur uppá allt að 700 Trilljónir Bandaríkjadollara. Reynist það rétt má telja ljóst að Bandaríska ríkið verður að grípa til stórfellds niðurskurðar í lífeyriskerfinu. Bush er að reyna að bregðast við þessu með því sem hann kallar ,,eignarhaldssamfélagið” sem byggir á því að fólk greiði sinn lífeyri sjálft (eins og þekkist að hluta til hér heima í formi séreignalífeyris) en hagfræðigar vestra telja að kostnaðurinn við að brúa bilið þangað til hægt yrði að koma þessari breytingu á sé ríkinu ofviða, sérstaklega við núverandi halla ríkissjóðs.

Neysla og sparnaður
Bandaríski neytandinn stendur undir 70% af veltu bandaríska hagkerfisins og er það hæsta hlutfall sem þekkist í hinum iðnvædda heimi. Þessi stórfellda neysla helst hönd í hönd við hæsta hlutfall heimilisskulda og lægsta sparnað í sögu Bandaríkjanna(2). Þessi neysla er að miklu leyti fjármögnuð með veðsetningu húseigna (eins og reyndar hefur verið að gerast á Íslandi undanfarið) og veltu kreditkorta. The Economist hefur margítrekað spáð falli á bandarískum húsnæðismarkaði og bendi í því sambandi á að húsnæðisverð í Bandaríkjunum í sögulegu hámarki miðað við launainnkomu og leigutekjur, þannig geti hlutirnir ekki gengið endalaust og það hljóti að lokum að koma að uppgjöri, uppgjöri sem gæti reynst bandaríska hagkerfinu afar afdrifaríkt. Ef og þegar það gerist er hætt við því að Bandaríkjamenn muni neyðast til þess að hægja töluvert á neyslunni og í kjölfarið mun koma í ljós hversu ótraustar undirstöður bandaríska hagkerfisins eru.

Kostnaður við heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum
Bandaríkin eyða um 16% af þjóðarframleiðslu til heilbrigðismála. Þetta er um tvöfalt á við meðaltalið í Evrópusambandinu sem nú stendur í um 8%. Ástæðan virðist ljós, einkavæðing í heilbrigðiskerfinu. Bandarísk stjórnvöld hafa lítið sem ekkert að segja um útgjaldaaukningu heilbrigðiskerfisins, það eru einkaaðilar sem ákvarða það og rukka svo ríkið. Einnig hefur mikil fátækt mikið að segja þar sem ríkið borgar þeirra þjónustu. Og ekki lítur út fyrir að þessi útgjöld fari minnkandi, þvert á móti er búist við um 80% hækkun fram til 2020. Gaman er að hafa þessar staðreyndir í huga þegar talað er um einkavæðingu almannaþjónustu.

Hernaður
Í síðustu viku var lagt fram til umræðu fjárlagafrumvarp ríkistjórnarinnar. Þar kemur í ljós að hallinn mun ekki minnka um nema 6% og eru tölur um aukaútgjöld ríkisins vegna hernaðar ekki taldar með, en þær verða líklega um 80 – 100 milljarðar dollara á árinu(3). Þetta bætist þá ofan á hallan sem fyrir er. Undir Bush stjórninni þá hafa útgjöldin aukist gífurlega og þarf að leita aftur til níunda áratugarins til að finna hliðstæður (aftur eru það Reagan árin). Vissuleg pumpa þessar greiðslur, sem að mestu fara til Bandarískra stórfyrirtækja, miklu fjármagni inn í efnahagslífið en engu að síður setur þetta auka þrýsting á efnahagskerfið.

Að lokum
Það virðist augljóst að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að umheimurinn skuli halda uppi efnahagslífinu áfram. Jafnvel er hægt að halda því fram að skilaboð bandarískra stjórnvalda til umheimsins, um þessar mundir um að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir, tengist að miklu leyti að þeirri staðreynd að umheimurinn er að þreytast á þessari efnahagslegu heimsvaldastefnu. Stjórnvöld tala um sig sem heimsveldi og það er að vissu leyti rétt, en það eru hinir sem borga. Og ef þeir ákveða að hætta því þá þarf ekki lengi að bíða þess að alvarleg kreppa fylgi í kjölfarið.

Efnahagsmál Bandaríkjanna eru ekki eina hættumerkið sem er á lofti, en kannski það sem skýrast skín um þessar mundir.

Ég mun í næstu grein taka fyrir hernaðarmátt Bandaríkjanna, greina sögu hans og arfleið og skoða hvort að stefna núverandi stjórnvalda séu til þess fallin að auka hróður hans eða hvort þau eru að reyna að hylma yfir hruni heimsveldisins.

__________________________________
(1) “The Unsustainable US Current Account Position Revisited”. NBER working paper 10869, Október 2004.
(2) Sparnaður heimila í Bandaríkjunum hefur farið niður úr um 5% 1995 niður í 1.2% af ráðstöfunarfé fjölskyldunnar 2003.
(3) Þarna eru tölur á reiki og fer það eftir því hvar er spurt. Pentagon heldur því fram að um 80 milljarða þurfi en fjárlaganefnd Demókrata telur framlögin muni ekki fara undir 150 milljarða. Ég ákvað að leyfa Pentagon að njóta vafans.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand