Á næsta ári er 100 ára afmæli heimastjórnarinnar. Um leið er reyndar 60 ára afmæli lýðveldisins. Það verður mikið um dýrðir. Veislurnar verða ófáar í stjórnarráðinu. Úr veislumusteri ríkisstjórnarinnar, Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu, munu skálaræðurnar glymja fram eftir árinu. Kvæði hins ágæta skálds og fyrsta ráðherra heima- stjórnarinnar, Hannesar Hafstein, verða endurútgefin í viðhafnarútgáfu einsog minning hans á sannarlega skilið, og ljóð hans flutt og endurflutt ótal sinnum á árinu. En hvað mun lifa þegar skálum slotar og veislum sleppir? Hvað gefur þjóð sjálfri sér á slíkum tímamótum, þannig að annað standi eftir en dýrir timburmenn og veisluminningar örfárra útvaldra? Á næsta ári er 100 ára afmæli heimastjórnarinnar. Um leið er reyndar 60 ára afmæli lýðveldisins. Það verður mikið um dýrðir. Veislurnar verða ófáar í stjórnarráðinu. Úr veislumusteri ríkisstjórnarinnar, Þjóðmenningar- húsinu við Hverfisgötu, munu skálaræðurnar glymja fram eftir árinu. Kvæði hins ágæta skálds og fyrsta ráðherra heimastjórnarinnar, Hannesar Hafstein, verða endurútgefin í viðhafnarútgáfu einsog minning hans á sannarlega skilið, og ljóð hans flutt og endurflutt ótal sinnum á árinu. En hvað mun lifa þegar skálum slotar og veislum sleppir? Hvað gefur þjóð sjálfri sér á slíkum tímamótum, þannig að annað standi eftir en dýrir timburmenn og veisluminningar örfárra útvaldra?
Ég tel að fátt gætu alþingismenn gert betra í tilefni af hundrað ára afmæli heimastjórnarinnar en sameinast um að ráðast í umbætur á stjórnarskránni. Reynslan sýnir, að það hefur reynst erfitt að ná fram endurbótum á stjórnarskránni. Það tókst hins vegar ákaflega vel árið 1994, þegar alþingi samþykkti mikilvægar endurbætur á mann- réttindakafla stjórnarskrárinnar. Tilefnið var hálfrar aldar afmæli lýðveldisins. Ég gleymi því seint þegar ég sat ungur umhverfisráðherra í fyrstu ríkisstjórn Davíðs Oddssonar á sérstökum hátíðafundi alþingis á hinum forna þingstað að Þingvöllum, og átti þátt í að færa mannréttindakafla stjórnarskrárinnar til nútímahorfs. Það fyllti hjarta mitt stolti. Ef frá eru taldar breytingar sem tengdust kjördæmaskipan höfðu þá engar marktækar breytingar átt sér stað á stjórnarskránni frá því Íslendingar tóku sér forseta í stað konungs, og stofnuðu lýðveldið.
Aldarafmæli heimastjórnarinnar er sögulegt tilefni, sem heppilegt er fyrir þingheim að nota til að sameinast um að endurbæta stjórnarskrána. Það er langt síðan við jafnaðarmenn vöktum máls á að ákvæði um sameign þjóðarinnar á fiskistofnum umhverfis landið yrði tekið upp í stjórnarskrána. Sum okkar sátu á sínum tíma í ríkisstjórn, sem lýsti eindregnum vilja til þess með sérstöku frumvarpi sem lagt var fram á vordögum 1995. Það tókst ekki að afgreiða. Stjórnarskiptin sem fylgdu síðar sama vor komu í veg fyrir framhald málsins. Þetta mál hefur þróast enn lengra í umræðu í innan Samfylkingarinnar. Ungir jafnaðarmann hafa til dæmis lagt vinnu í þróun hugmynda um endurbætur á stjórnarskránni.
Vísir að góðri samstöðu er þegar fyrir hendi. Ríkisstjórnin hefur nú lýst yfir að hún vilji beita að upp í stjórnarskrána verði tekið ákvæði um að auðlindir hafsins séu sameign þjóðarinnar. Það er gott spor í áttina. Skilningur okkar á auðlindahugtakinu hefur hins vegar breyst og þróast. Þessvegna er nauðsynlegt að stíga lengra en við töldum áður. Sameignarákvæðið þarf að ná til fleiri þátta en aðeins lifandi auðlinda í hafinu. Stjórnarskráin þarf að taka af allan vafa um að náttúru- auðlindir, sem enginn á og eru í reynd partur af sameiginlegri arfleifð þjóðarinnar, séu ótvíræð sameign hennar. Ég á þar við auðlindir fallvatnanna, auðlindir sem kunna að leynast á hafsbotni, fjarskiptarásir í lofti, þjóðlendur, svo það helsta sé nefnt. Þetta á að vera hluti af endurbótum á stjórnarskránni í tilefni af hundrað ára afmæli heimastjórnarinnar.
Á þeim tímamótum þarf líka að skoða og efna til umræðu um fleiri þætti sem varða breytingar á stjórnarskránni en þjóðareign á auðlindum hafs og lands. Þannig er rétt að taka til umræðu samband ríkis og kirkju, og hvort tímabært sé í ljósi breytinga á samfélaginu að breyta því. Enn fremur þarf að ræða, hvort búa eigi svo um hnúta að hægt sé að framselja þætti úr löggjafar- og dómsvaldi til alþjóða- stofnana. Á hundrað ára afmæli heimastjórnarinnar væri verðugt að samþykkja endurskoðun á stjórnarskránni með þessa þætti í huga.