Ekkert mál að lifa umhverfisvænni lífsstíl

Branddís Ásrún Snæfríðardóttir er 22 ára nemi við Háskóla Íslands. Hún skipar 5. sætið á lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. Branddís reynir eftir fremsta megni að lifa umhverfisvænum lífsstíl og segir að allir geti lagt sitt af mörkum í þágu umhverfisins. Branddís sagði okkur frá því sem hún gerir dagsdaglega til að takmarka spor sitt á vistkerfi jarðar.

Matarvenjur hafa áhrif

„Umhverfisvernd byrjar hjá manni sjálfum og hversdagslegar athafnir geta haft mikil áhrif. Það á til dæmis við um matarræðið. Ég borða ekki dýraafurðir því framleiðsla þeirra hefur mikil neikvæð áhrif á umhverfið. Ég reyni líka að kaupa mikið íslenskt því maturinn er umhverfisvænni ef hann hefur ekki ferðast langar vegalengdir. Ég kaupi t.d. bara bygg sem kemur í pappaumbúðum og er framleitt á Íslandi. Við nýtum alla matarafganga og erum með moltu úti í garði. Svo reyni ég alltaf að búa til nesti sjálf og nota umhverfisvænt nestisbox og er alltaf með fjölnota hnífapör.“

Lítil skref best

„Ef manni finnst tilhugsunin um að verða umhverfisvænni erfið er mikilvægt að taka lítil skref og prófa sig áfram, þá fattar maður alltaf fleiri og fleiri hluti sem hægt er að gera. Ég hef til dæmis losað mig við plastbrúsana sem fylgja matarolíunni. Ég nota sömu glerflöskuna undir matarolíuna og fer í Frú Laugu til að fá áfyllingu. Við erum líka með Soda Stream vél og kaupum aldrei gosflöskur úti í búð. Þegar maður venst þessu er þetta ekkert mál.“

Allt hefur áhrif

„Ef ég skoða t.d. hversu mikið af dömubindum ég spara í gegnum lífsleiðina með því að nota frekar álfabikarinn, þá get ég ímyndað mér fjallið af dömubindum sem ég myndi annars skilja eftir mig á jörðinni. Ef maður ímyndar sér fjallið af úrgangi sem maður skilur eftir sig sem einstaklingur þá sér maður hvað þetta skiptir miklu máli. Ég nefni líka Facebook-hópinn Plokk á Íslandi, það er nánast búið að hreinsa allt höfuðborgarsvæðið af rusli á ótrúlega stuttum tíma. Þannig að lítið framtak getur skipt heilmiklu máli.“

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand