Einstaklingsmiðað nám

Félag grunnskólakennara hefur lagt til við Menntamálaráðuneytið að samræmd próf í grunnskólum verði felld niður. Undirritaður fagnar þessari tillögu. Í allt of langan tíma hefur grunnskólakennsla miðað að því að undirbúa nemendur undir samræmdu prófin alræmdu. Þannig hefur kennsla í grunnskólum fyrst og fremst miðast að því að steypa alla nemendur í sama mót fremur en að reyna að þroska hvern og einn einstakling út frá getu hans og hæfni. Félag grunnskólakennara hefur lagt til við Menntamálaráðuneytið að samræmd próf í grunnskólum verði felld niður. Undirritaður fagnar þessari tillögu. Í allt of langan tíma hefur grunnskólakennsla miðað að því að undirbúa nemendur undir samræmdu prófin alræmdu. Þannig hefur kennsla í grunnskólum fyrst og fremst miðast að því að steypa alla nemendur í sama mót fremur en að reyna að þroska hvern og einn einstakling út frá getu hans og hæfni.

Hvað er einstaklingsmiðað nám?
Einstaklingsmiðað nám byggir að miklu leiti á fjölgreindakenningu Howard Gardner. Í einstaklingsmiðuðu námi vinna nemendur undir leiðsögn kennarans sem hjálpar þeim að læra út frá eigin forsendum og með þeim námsaðferðum sem hentar hverjum og einum best. Þannig er farið frá hinu staðlaða formi þar sem kennarinn skrifar á töflu og matar nemendur á upplýsingum sem þeir læra svo utanbókar. Hingað til hefur kennsla í grunnskólum, og öðrum skólastigum á Íslandi, miðast að því að þegar nemendur mæta í skólann séu þeir allir jafnir að þroska og getu. Með einstaklingsmiðuðu námi viðurkennum við að nemendur eru mismunandi eins og þeir eru margir. Þannig er áherslan lögð á að þroska hvern og einn nemanda sem skilar mestum árangri í skólastarfinu.

Samræmdu prófin burt!
Á sama tíma og einstaklingsmiðað nám hefur verið að sækja á í grunnskólum landsins hefur Menntamálaráðuneytið aukið áhersluna á samræmd próf með því að færa þau einnig í 4. og 7. bekk. Samræmd próf eru algjör tímaskekkja og skila engu til nemenda. Ég tek því undir með Félagi grunnskólakennara og skora á Menntamálaráðuneytið að leggja samræmdu prófin niður. Það er nefnilega svo að jafnrétti til náms fæst ekki einungis með því að tryggja öllum aðgang að skólum. Jafnréttið er mun frekar fólgið í því að allir hafi sömu möguleika á því að læra og þroskast í skólanum á eigin forsendum, en ekki forsendum meðaltalsins.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand