Ábyrgð

Það þykir mikill kostur að vera ábyrgðarfullur. Þá þykir þú þroskaður og fullorðinslegur einstaklingur. Maður veðrast allur upp þegar manni er falið að bera ábyrgð á einhverju; fyllist alveg sérstakri tilfinningu, ábyrgðartilfinningu. En hvað felst í þessari tilfinningu? Ábyrgðartilfinning er sambland af upphefð og ánægju með sýnt traust. En svo er líka dálítill ótti, því eitthvað hlýtur þessi ábyrgð að merkja. Hvað ef maður bregst traustinu, hvað þá? Það að bregðast dregur ónotalegan dilk á eftir sér, eitthvað sem maður vildi heldur vera án og er m.a. ástæða þess að maður leggur allt í sölurnar til að standa sig í sínu ábyrgðarhlutverki. Það þykir mikill kostur að vera ábyrgðarfullur. Þá þykir þú þroskaður og fullorðinslegur einstaklingur. Maður veðrast allur upp þegar manni er falið að bera ábyrgð á einhverju; fyllist alveg sérstakri tilfinningu, ábyrgðartilfinningu. En hvað felst í þessari tilfinningu? Ábyrgðartilfinning er sambland af upphefð og ánægju með sýnt traust. En svo er líka dálítill ótti, því eitthvað hlýtur þessi ábyrgð að merkja. Hvað ef maður bregst traustinu, hvað þá? Það að bregðast dregur ónotalegan dilk á eftir sér, eitthvað sem maður vildi heldur vera án og er m.a. ástæða þess að maður leggur allt í sölurnar til að standa sig í sínu ábyrgðarhlutverki.

Hér á landi, sem og annars staðar er það til prýði ef alþingismaður þykist sýna ábyrgðartilfinningu. Ráðherrar verða að sýna mikla ábyrgð enda mikilvægt embætti og margt sem hvílir á þeirra herðum. En þrátt fyrir alla þessa ábyrgð er ekkert sem gerist ef hún bregst. Það er nákvæmlega enginn látin svara til saka, ja eða bara látinn biðjast afsökunnar bresti ábyrgð þingmanns eða ráðherra. Ef eitthvað fer úrskeiðis hjá íslenskum þingmanni eða konu bendir viðkomandi bara á næsta mann, yppir öxlum og segis ekkert kannast við neitt klúður, þetta hljóti allt saman að vera einhverjum öðrum að kenna. Enginn er tekinn á teppið fyrir ábyrgðarleysi. Enginn er nógu stór að bakka sjálfur og viðurkenna sín eigin mistök, það hreinlega tíðkast ekki hér á landi.

Ábyrgð í verki
Nú ekki alls fyrir löngu sagði fjölskyldu- og neytendamálaráðherra Danmerkur af sér. Hún hafði víst keypt sér sófa og gardínur og ekki getað borgað. Þetta mál var allt hið leiðinlegasta og erfitt fyrir Henriettu Kjær að rísa úr ráðherra stól vegna ógoldina eða seingoldna visa-rað. Eiginmaður Henriettu sagði að hún hefði ekkert af þessu vitað enda sæi hann um heimilibókhaldið. Það þótti þó ólíklegt að tjáskipti dönsku hjónakornanna væri svo dræm að frú Kjær vissi ekkert um innihald gluggapóstsins. Þannig að hún sá sér þann kostinn vænstan að taka ábyrgð á sínum mistökum og taka afleiðingunum, það þarf kjark til þess.

Hér hljóta hjón almennt að vera í mun verri tengslum en hjón í Danaveldi. Til dæmis vissi þáverandi dómsmálaráðherra ekki neitt um stórfellt svindl eiginmanns síns sem vann að margfrægu samráði á bensínverði. Hún kom alveg af fjöllum þegar hún var innt svara um þetta mál. Þá var eins og flestir fjölmiðlar ypptu öxlum, hættu að spyrja og tóku málið dúnmjúkum vettlingatökum.

Nei það er nú kannski ekki rétt. Ég tek ábyrgð á þessum síðustu ummælum mínum og leiðrétti það hér með. Fréttafólk tók af sér flísvettlingana þegar kom að þvi að tækla Þórólf Árnason, þáverandi borgarstjóra. Hann sýndi afar mikinn kjark og ábyrgð í þessu máli og sagði af sér. Hann brást við ábyrgð og tók afleiðingunum. Í þessu umrædda máli ættu margir að vera löngu búnir að taka afleiðingum gjörða sinna en þar sem umrædd atvik eru löngu fallin í gleymskunnar dá og þá er einkar auðvelt að gegna íslenskum ábyrgðarstöðlum.

Flestir kannast við mál fréttamannsins Róberts Marshall þar sem hann sagði starfi sínu lausu í kjölfar rangfærslu í frétt sinni. Enn og aftur tekur maður ofan fyrir fólki sem sýnir ábyrgð í verki. Þessi gjörningur hans varð fréttastofu Stöðvar 2 til tekna fremur en hitt, þar sem fólk getur frekar ímyndað sér að sú fréttastofa kemst síður upp með rangar fréttir. Fjölmiðlafólk á að veita aðhald og ekki að veigra sér við að hnýsast í það sem betur má fara.

Hvers vegna er ekki algengara að fólk í stjórnmálum tekur ábyrgð á mistökum sínum? Ég hef enga trú á því að þingmenn hér á landi geri færri mistök en annars staðar. Er ábyrgðartilfinningin ekki jafn sterk og t.d. hjá Dönum? Er þetta bara galli á íslensku samfélagi sem umber alltof mikið? Ég auglýsi hér með einlægri ábyrgð fyrirmanna og kvenna.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið