Þessi stjórnmálamaður var í boði …

Spilling stjórnmálamanna er stórkostlegt vandamál. Stjórnmálamenn eru kosnir til valda af fólkinu. Á bak við hvert atkvæði er mikið traust og ábyrgð. Það er mikilvægt að allir þeir sem kosnir eru til embætta geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem lögð hefður verið á herðar þeim. Spilling stjórnmálamanna er stórkostlegt vandamál. Stjórnmálamenn eru kosnir til valda af fólkinu. Á bak við hvert atkvæði er mikið traust og ábyrgð. Það er mikilvægt að allir þeir sem kosnir eru til embætta geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem lögð hefður verið á herðar þeim.

Nýlega hélt Samfylkingin sinn stærsta landsfund. Í aðdraganda fundarins fór fram mikil kosningabarátta þar sem félagsmönnum flokksins bauðst að kjósa á milli tveggja raunverulegra kosta. Kosningabarátta er dýr, og því er oftast leitast eftir styrkjum frá utanaðkomandi aðilum, svo og sjálfboðaliðum til að starfa að kosningabaráttunni. Mikið hefur verið rætt um þessa fjárstyrki og oftast í neikvæðum tón, enda alltaf mikil hætta á að völdin færist til þeirra sem fjármagna baráttuna fremur en til þeirra sem kosnir eru til verksins. Hitt er svo annað mál að án þessara styrkja væri lýðræðið eingöngu fyrir hina ríku. Það að geta staðið fyrir fjáröflunum og geta tekið við fjárframlögum gerir okkur kleift að bjóða fram krafta okkar sama hvaða stétt eða launaflokki við tilheyrum.

Samfylkingin hefur gert peningagjafir til stjórnmálaflokka að umræðuefni, en minna hefur borið á umræðu um peningagjafir til einstaklinga sem sækjast til valda innan stjórnmálaflokkanna. Mikilvægt er að flokkarnir setji sér sjálfir skýr markmið með hvaða hætti þeir vilja að staðið verði að kosningum til embætta innan flokksins.

Ég sem meðlimur í Samfylkingunni hef nokkuð ákveðnar hugmyndir um hvernig að eigi að standa að málum í mínum eigin flokki. Þegar ekki eru til staðar fyrirfram ákveðnar leikreglur er alltaf hætta á að við sjáum vinnubrögð sem ekki þykja eðlileg, og þau svo afsökuð enda ekki bönnuð þótt mörgum þykji þau ekki eðlileg.

Það er ekki nokkur vafi í mínum hug á að kosningabarátta Össurar og Ingibjargar til formanns hefur verið dýr. Hvaðan fjármagnið kom tel ég að félagsmenn Samfylkingarinnar eigi rétt á að vita. Sú krafa að reikningar frambjóðenda séu opinberir er alls ekki óeðlileg. Það er ekki óeðlileg krafa að fá að vita hvort einn stór aðili standi að baki kosningabaráttu einstaklinga sem sækjast eftir völdum innan flokkana.

Undanbrögð frá þessum reglum eru óásættanleg, félagsmenn og kjósendur eiga fullan rétt á að vita hver greiðir fyrir baráttuna. En allar reglur byggjast á því að þeim sé fylgt eftir. Það er auðvelt að birta bókhald kosningabaráttunnar ef það hafa e.t.v. ekki allir reikningar farið inn í bókhaldið. Óbeinir styrkir eru oft ekki skráðir. Óbeinir styrkir geta verið t.d. í formi flutninga á húsgögnum, húsnæði, prentun auglýsinga eða jafnvel greiðsla þriðja aðila á þessari þjónustu. Allt á þetta að vera skráð inn í bókhaldið og skýrt fyrir kjósendum.

Samfylkingin er lýðræðislegur og opinn flokkur. Innan flokksins ríkir ekki þolinmæði fyrir spillingu eða baktjaldamakki. Samfylkingin er stór flokkur sem hyggst fara alla leið og taka við landstjórninni eftir næstu kosningar. Ég skora á nýkjörinn formann okkar og mótframbjóðanda hennar að opna fyrir fjármál framboða sinna og draga þar ekkert undan. Auk þess skora ég á framkvæmdastjórn flokksins að mynda vinnuhóp til að fara yfir þær vinnureglur sem við viljum sjá virtar innan okkar flokks þegar einstaklingur býður sig fram til embættis í okkar röðum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand