Ég er sko enginn feministi

Réttindabarátta snýst alltaf um að breyta ráðandi gildum. Oftar en ekki á kúgun minnihlutahópa og kvenna sér ríkar tengingar í söguna. Samfélagið mótar okkar hugmyndir um hvað er rétt og hvað er rangt og því getur það varla talist mjög hógvært að ráðast gegn gildum samfélagsins. Það er því mikilvægt fyrir okkur öll að taka virkan þátt í baráttunni og láta okkur málefni kvenna og minnihlutahópa varða, hvort sem við tilheyrum einhverjum hópi sem ekki nýtur sömu réttinda og aðrir, eður ei. Feminismi er nokkuð misskilið hugtak. margir virðast líta svo á að karlmenn geti ekki verið feministar. Að vera feministi er eitthvað sem aðeins karllausar grimmar lesbíur sem er illa við alla karlmenn eru færar um. Vissulega eru margar lesbiur feministar, en við hljótum þó vonandi öll að gera okkur grein fyrir að feminismi er flóknari en svo.

Feminismi tekur á sig margar myndir og í eðli sínu er feminismi nokkuð róttækur þar sem baráttan er oftar en ekki gegn hugmyndum eða staðalímyndum sem eiga sér djúpa rót í samfélaginu. Í dag þykir okkur sjálfsagt að konur fái að kjósa, að þær líkt og karlmenn geti verið í buxum og eigi sér starfsferil utan heimilis. En einu sinni þóttu allar hugmyndir um slíkt vera stórkostlega róttækar. Þeir sem börðust gegn því töldu sig vera allt annað en karlrembur, það voru bara feministarnir sem voru ósanngjarnir.

En geta þá karlmenn verið feministar? Það fer svolitið eftir því hvern þú spyrð. Ég tel mig vera feminista og samkvæmt læknisvottorði er ég karlmaður. Fyrir marga er þetta eitthvað sem ekki fer saman og oftar en ekki heyri ég orðin „þú ert ekki neinn feministi, þú ert jafnréttissinni“ Ekki það að ég andmæli því að ég sé jafnréttissinni en í minum huga er femismi nákvæmlega það. Feministar berjast fyrir jafnrétti, en feministar eru margir og þá greinir oft á um aðferðir og túlkanir.

Á íslandi er öflug hreyfing feminista sem kallar sig Feminstafélag Íslands. Innan hreyfingarinnar rúmast margar útgafur af feministum, og frá stofnun hefur verið mikil áhersla lögð á hlut karlmanna í jafnréttisbaráttunni. Hægt og stígandi hafa komið fram karlmenn sem þora að tengja sig við feminisma og átta sig á því hversu ríkan þátt karlmenn ættu að axla í baráttu kvenna til jafnréttis. Jafnréttisbaráttan snýst nefnilega ekki um það að hinir kúguðu berjist einir fyrir sínum réttindum, jafnréttisbaráttan snýst um það í hvernig þjóðfélagi við viljum búa í. Þetta snertir okkur öll á beinan hátt. Barátta kvenna fyrir eigin réttindum hefur líka haft áhrif á réttindi annara hópa. Réttindi samkynhneigrða, innflytjenda, svartra og annara minnihlutahópa snúast ásamt feminisma öll um það sama, að jafna rétt þeirra sem ekki geta sagt að þeir hafi þau sömu réttindi og aðrir. Fókusinn er þó alltaf á þann litla minnihluta sem gengur fram í offorsi og gerir hluti í nafni feminisma sem aðrir feministar eru alls ekki sammála. Þetta eru verk einstaklinga en ekki stefnunar í heild sinni.

Réttindabarátta snýst alltaf um að breyta ráðandi gildum. Oftar en ekki á kúgun minnihlutahópa og kvenna sér ríkar tengingar í söguna. Samfélagið mótar okkar hugmyndir um hvað er rétt og hvað er rangt og því getur það varla talist mjög hógvært að ráðast gegn gildum samfélagsins. Það er því mikilvægt fyrir okkur öll að taka virkan þátt í baráttunni og láta okkur málefni kvenna og minnihlutahópa varða, hvort sem við tilheyrum einhverjum hópi sem ekki nýtur sömu réttinda og aðrir, eður ei.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið