Ég er jafnaðarmaður

,,Þingið var haldið síðastliðinn laugardag á Grand Hótel Reykjavík. Jafnaðarstefnan var einnig rædd í ljósi tveggja samtímamála, Evrópusambandið og málefni innflytjenda. Yfir hundrað manns sótti þingið, jafnt ungir jafnaðarmenn sem aldnir jafnaðarmenn. “


Málefnaþing UJ, Ég er jafnaðarmaður, hófst með opnunarræðum Önnu Pálu Sverrisdóttur, formanns Ungra jafnaðarmanna, og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra. Þær ræddu jafnaðarmennskuna og sögðu frá því hvernig þær urðu jafnaðarmenn. Þingið var haldið síðastliðinn laugardag á Grand Hótel Reykjavík. Jafnaðarstefnan var einnig rædd í ljósi tveggja samtímamála, Evrópusambandið og málefni innflytjenda. Yfir hundrað manns sótti þingið, jafnt ungir jafnaðarmenn sem aldnir jafnaðarmenn.



Sterkari innan ESB

Í Evrópuumræðunni kom margt merkilegt í ljós. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, fræddi fundarmenn um lýðræðishallann gagnvart ESB sem fylgir aðild að EES samningnum. Ágúst Ólafur fleygði því einnig fram að á íslenskan mælikvarða væri umfang stjórnsýslunar í Brussel svipuð og hjá sýslumanninum í Hafnarfirði. Í máli Jóns Þórs Sturlusonar, hagfræðings og aðstoðarmanns viðskiptaráðherra, kom fram að innganga í ESB og upptöku Evru gæti skilað Íslandi fjögurra prósenta varanlegri aukningu í landsframleiðslu. Jón Þór gaf nýlega út bókina „Hvað um Evruna?“ í félagi við Eirík Bergmann, stjórnmálafræðing.
Aðalsteinn Leifsson fjallaði um Evrópuhugsjónina og kom meðal annars fram í máli hans að samningsstaða íslenskra viðskiptamanna bættist til muna við inngöngu í ESB, þar sem sambandið hafi töluvert sterkari stöðu en Ísland í alþjóðaviðskiptum. Jafnframt benti Aðalsteinn Lefisson á að Sjálfsstæðisflokkurinn væri eini hægri flokkurinn í Evrópu sem væri á móti aðild að ESB, og benti á að jafnvel breski íhaldsflokkurinn væri fylgjandi aðild að ESB. Loks ræddi Lára Sigurþórsdóttir, MA í Alþjóðasamskiptum, um veruleika íslenskra hagsmunaaðila gagnvart ESB gerðum og eins og hjá öðrum framsögumönnum ræddi Lára um að Ísland gæti alveg haft einhver áhrif á ferli innan ESB, en ráðuneytin væru ekki að nýta alla möguleika. Hins vegar benti Lára á eins og flestir frummælendur á að með aðild myndu íslendingar styrkja stöðu sína í löggjafarferli ESB.


Jafnaðarmennska og innflytjendur

Amal Tamimi reið á vaðið og talaði um reynsla sína af baráttu fyrir réttindum innflytjenda og nefndi leiðir sem hún sér til úrbóta í þeim efnum. Hrannar Björn Arnarsson lagði upp hvernig jafnaðarmenn ættu að móta innflytjendastefnu sína og sagði hann stefnuna þurfa að helgast af gömlu grunngildum jafnaðarstefnunna, frelsi, jafnrétti og bræðralagi.
Oddný Sturludóttir fjallaði um menntun og fjölmenningu og svo loks fjölluðu þau Dane Magnússon og Laufey Ólafsdóttir um fordóma á Íslandi. Dane taldi að fordómar hefðu aukist. Hann aldist upp á Vestfjörðum og þar fann hann fyrir litlum fordómum en það breyttist þegar hann fluttist til höfuðborgarinnar. Laufey Ólafsdóttir sagði fordóma gagnvart Íslendingum sem líta ekki út eins og Íslendingar vera vandamál og byggði hún frásögn sína á reynslu sinni sem móðir tveggja þeldökkra íslenskra barna.


Ekkert verður af stóriðjuáætlunum
Undir lok málþingsins voru pallborðsumræður með alþingismönnunum Ágústi Ólafi, Árna Páli Árnasyni og Helga Hjörvari auk Guðríði Arnardóttur bæjarfulltrúa Kópavogsbæjar. Líflegar umræður spunnust við pallborðið, og kom til að mynda fram í máli Helga Hjörvars þingmanns að ekki yrði af stóriðjuframkvæmdum á þessu kjörtímabili. Lokapunktur málþingsins var svo frumsýning á myndbandinu Ég er jafnaðarmaður við góðar undirtektir. Í myndbandinu eru nokkrir jafnaðarmenn spurðir af hverju þeir séu jafnaðarmenn.


Kraftur í flokksstarfinu

Málþingið heppnaðist í alla staði mjög vel, mikill fjöldi fólks mætti og líflegar umræður spunnust. Málþingið sýnir hversu sterkur byr er kominn í segl Samfylkingarinnar og ekki síst Unga jafnaðarmenn.
Um næstu helgi munu síðan Ungir jafnaðarmenn á Akureyri halda mikla ráðstefnu Bleiku orkuna um stöðu kvenna í þjóðfélaginu í Ketilhúsinu. Framkvæmdarstjórn Ungra jafnaðarmanna hvetur alla Eyfirðinga, sem og aðra sem eiga leið hjá Akureyri, að mæta á ráðstefnu Ungra jafnaðarmanna á Akureyri.

Einnig má lesa um málþingið á vefsvæði Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand