Eftirbátar, eftirbátar og eftirbátar

Það hefur lengi verið þjóðsaga að Íslendingar standi sig vel í menntamálum. Sú þjóðsaga hentar fyrst og fremst þeim flokki sem hefur haft lyklavöldin í menntamálaráðuneytinu í 18 ár af síðustu 21 ári. Tölurnar tala sínu máli. Íslensk stjórnvöld verja minna fé til háskólana en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Færri útskrifast með framhaldsskóla- og háskólapróf en á hinum Norðurlöndunum. Mun meira brottfall úr framhaldskólum er að finna hér á landi en víða annars staðar. Íslendingar rétt ná meðaltali í læsi á alþjóðavettvangi og standa sig illa í alþjóðlegu TIMSS könnunum. Það hefur lengi verið þjóðsaga að Íslendingar standi sig vel í menntamálum. Sú þjóðsaga hentar fyrst og fremst þeim flokki sem hefur haft lyklavöldin í menntamálaráðuneytinu í 18 ár af síðustu 21 ári.

Tölurnar tala sínu máli. Íslensk stjórnvöld verja minna fé til háskólana en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Færri útskrifast með framhaldsskóla- og háskólapróf en á hinum Norðurlöndunum. Mun meira brottfall úr framhaldskólum er að finna hér á landi en víða annars staðar. Íslendingar rétt ná meðaltali í læsi á alþjóðavettvangi og standa sig illa í alþjóðlegu TIMSS könnunum.

Hvernig erum við í samanburði við aðrar þjóðir?
Þar sem Íslendingar eru nú á samevrópskum vinnumarkaði er mikilvægt að bera saman staðreyndir við önnur lönd þegar rætt er um menntamál. Samkvæmt skýrslu OECD frá árinu 2003 veita íslensk stjórnvöld 0,8% af landsframleiðslu til háskólastigsins. Þrátt fyrir að Íslendingar séu mun fleiri á skólaaldri en hinar Norðurlandaþjóðirnar verja þær hins vegar allt að helmingi hærra hlutfalli til sinna háskóla eða um 1,2-1,7%. Ef íslensk stjórnvöld hefðu svipað hlutfall og hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa fengi háskólastigið um 4-8 milljarða króna meira á ári en það gerir nú.

Ef opinber útgjöld til menntamál eru skoðuð með tilliti til hlutdeildar þjóðarinnar á aldrinum 5 ára til 29 ára kemur í ljós að Ísland er einungis í 14. sæti af 28 OECD þjóðum í framlögum til menntamála. Við erum langt að baki öðrum Norðurlandaþjóðum sem eru um 30% fyrir ofan okkur í framlögum til menntamála þegar tekið hefur verið tillit til aldurssamsetningar þjóðanna. Austurríki, Belgía, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Nýja Sjáland, Portúgal og Sviss eru einnig fyrir ofan okkur.

Á Íslandi hefur aðeins um 60% Íslendinga á aldrinum 25 til 34 ára lokið framhaldsskólaprófi og stöndum við öðrum þjóðum langt að baki. Á hinum Norðurlöndum er þetta hlutfall um 86%-94%. Þetta þýðir að nánast annar hver Íslendingur hefur einungis grunnskólapróf.

Við erum einnig langt að baki þegar kemur að útskrift með háskólapróf. Á Íslandi hefur 27% fólks á aldrinum 25 til 34 ára lokið háskólaprófi en á öðrum Norðurlöndum er þetta hlutfall yfirleitt um 37%.

Menntasóknar er þörf
Það viðbótarfjármagn sem ríkisstjórnin telur sig hafa sett í menntamál undanfarin ár dugar ekki til að setja Ísland á stall með öðrum samanburðarþjóðum okkar. Fjármagnið, sem hefur að stórum hluta komið frá sveitarfélögunum, hefur fyrst og fremst farið í launahækkanir og að mæta að hluta fjölgun nemenda. Þetta aukafjármagn er því ekki hluti af meðvitaðri stefnumörkun stjórnvalda til að auka vægi menntunar.

Sinnuleysi í þessum málaflokki er okkur dýrkeypt og hefur metnaðarleysi Sjálfstæðisflokksins í menntamálum skaðað möguleika íslensk samfélags og þegna þess. Nú stendur Háskóli Íslands frammi fyrir gríðarlegum fjárskorti sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur neita að koma á móts við. Þeirra eigið kerfi um að fjármagnið skuli elta nemendur er ekki uppfyllt og fjármagn fyrir allt að þúsund háskólanemendur vantar.

Við þurfum menntasókn í menntamálum. Samfylkingin vill leiða þá sókn enda vill hún vægi menntunar sem mest í verki en ekki einungis í orði.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið