ECA Program Ltd.

Fyrirhuguð starfsemi ECA Program Ltd. hefur vakið upp umræðu á Íslandi. Fyrirtækið hyggst byggja upp herþotuþjónustu. En hvað vitum við um þetta fyrirtæki?

Eftir umræðu síðustu daga hef ég velt fyrir mér fyrirtækinu ECA Program Ltd. sem hyggst reka 18 herþotur á Keflavíkurflugvelli. Að sjálfsögðu byrjaði ég á því að nota Google til að leita að upplýsingum um fyrirtækið. Google skilaði mér bara tengil á heimasíðu fyrirtækisins, og tenglum á íslenskar fréttaveitur sem hafa skrifað um fyrirtækið.

Eftir því sem ég kemst næst er um að ræða fyrirtæki sem á og rekur gamlar rússneskar herþotur og hefur hug á því að leigja þær til NATO ríkja til heræfinga. Reyndar er harla fátt hægt að finna um starfsemi þessa fyrirtækis á heimasíðu þeirra, og eru helstu upplýsingar um starfsemina að finna í íslenskum fjölmiðlum, sem hafa þær eftir íslenskum upplýsingafulltrúa þess fyrirtækis sem var stofnað á Íslandi til að sjá um mál þessa Hollenska fyrirtækis á Íslandi.

Fyrirtækið sjálft hefur heimilisfang í pósthólfi í smábænum Hoogerheide, sem er litlu stærri en Mosfellsbær. Reyndar er að finna þar flugvöll, og má því leiða líkur að því að fyrirtækið hafi aðstöðu á þeim flugvelli. Á heimasíðu fyrirtækisins má þó einnig lesa að það hafi aðstöðu á tveimur evrópskum flugvöllum, og miðað við allar þær myndir sem birtast á heimasíðunni frá Keflavíkurflugvelli (þar á meðal af flugvélum Icelandair), má leiða líkur að því að annar þessara flugvalla sé Keflavíkurflugvöllur.

Ekkert er hægt að lesa um þau verkefni sem ECA Program Ltd. hefur unnið eða tekið þátt í, en einungis er talað um hvaða verkefni fyrirtækið hefur áhuga á að vinna. Brot af NATO merkinu er notað í merki fyrirtækisins, þrátt fyrir að það státi sér af því að vera algerlega óháð fyrirtæki. Vekur það upp spurningar hjá mér hvort að fyrirtækið sé að reyna að nýta sér NATO til að vinna sér viðskiptatengsl og velvild hjá stjórnvöldum.

Af þessum ástæðum set ég spurningamerki við starfsemi einkafyrirtækis, sem við vitum ekkert um, sem vill reka 18 herþotur á Íslandi til útleigu. Ég læt liggja milli hluta hvort um sé að ræða einkaher (líkt og Blackwater í bandaríkjunum), eða hvort um sé að ræða fyrirtæki sem vill þjónusta erlendar hersveitir.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand