Draumaland fákeppninnar

,,Þar sem landið er auðugt af auðlindum, hugmyndin um að einungis fá fyrirtæki sé hentugasta fyrirkomulagið og eftirspurn Íslendinga óendanleg, hlýtur Ísland að kallast draumaland fákeppninnar, ekki satt?“ spyr Sölmundur Karl Pálsson ritstjóri Politik.is.

Markmið fyrirtækja er einfalt. Markmiðið er að hámarka hagnað sinn og um leið skila arði til eigenda sinna. Í dag skila fyrirtæki okkar góðum hagnaði, og eru ávallt í stöðugri útrás. Almenningur hefur aldrei verið jafn stoltur af fyrirtækjum okkar en nú, enda gjörbreytt staða sem áður var. Þar sem landið er auðugt af auðlindum, hugmyndin um að einungis fá fyrirtæki sé hentugasta fyrirkomulagið og eftirspurn Íslendinga óendanleg, hlýtur Ísland að kallast draumaland fákeppninnar, ekki satt?

Fákeppni og aftur fákeppni

Almenningur hefur lengi óskað sér þess að sjá virka samkeppni hér á landi. Almenningi dreymir um að hafa eitthvað val, þar sem fyrirtæki reyna að halda í viðskiptavini með því að reyna að bjóða lægra verð en samkeppnisaðilinn. En að öllum líkindum er þetta bara draumur. Samkeppni á Íslandi virðist aðeins geta varað í skamma stund. Bankarnir höfu mikla samkeppni fyrir þremur árum á húsnæðismarkaði, en sú samkeppni hefur minnkað örlítið. Olíufélögin voru jú dæmd fyrir verðsamráð. Einnig leggja tryggingafélögin undir grun fyrir samráð. Það nýjasta vilja menn bendla sumar verslanir við verðsamráð. Manni sýnist á öllu að samkeppni sé aðeins draumur. Draumur sem mun aldrei rætast. En hvað getum við gert? Á almenningur ekki skilið að fá einhverja samkeppni inn á íslenskan markað?

Hert samkeppniseftirlit

Smæð Íslenska markaðarins gerir það að verkum að það eru betri skilyrði fyrir fákeppni hér á landi en víðast hvar annarsstaðar. Rikið og stofnanir þess verða því að hafa það hlutverk að koma í veg fyrir slíkt, og það hlýtur að vera ein af megin markmiðum ríkisins að sjá vel fyrir almenningi. Þeir sem eru fylgjandi frjálsri samkeppni, hljóta að vera hlynntir samkeppniseftirliti. Löggjafinn á að búa til leikreglur og samkeppniseftirlitið verður að sjá til þess að leikmenn lúti leikreglum. Til þess að fyrirtæki lúti leikreglum þarf samkeppniseftirlitið, sem og fjármálaeftirlitið að hafa nægt fjármagn til þess að fylgjast með að allir fari eftir leikreglum. Samkeppniseftirlitið verður að hafa nægt fjármagn og getu til að rannsaka þau fyrirtæki sem þau telja séu að brjóta lög á sem skemmstum tíma.
Til þess að eftirlitið virki, verðum við að herða refsingar fyrir brot. Ef refsingar fyrir að brjóta samkeppnislögin eru nógu harðar, hugsa fyrirtæki sig tvisvar um áður en þau brjóta af sér. Ef þú getur ekki þolað reglurnar, þá áttu ekki að taka þátt. Samkeppniseftirlit mun ekki draga úr hagnaði fyrirtækja, og þó að samkeppni ríki ættu fyrirtæki samt sem áður að geta skilað hagnaði.  

Einbeittu sér að fyrirtækjum en gleymdu reglunum

Fyrri ríkisstjórn einbeitti sér að gera skattaumhverfi það gott til að draga að fyrirtæki hingað til lands, að hún gleymdi að sinna því sem skiptir máli. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar vanrækti að semja leikreglur og efla samkeppniseftirlitið. Ríkisstjórnin fyrri reyndi hvað sem hún gat til að tryggja framgang stóriðjunnar en gerði ekkert til að laða að erlenda banka eða tryggingafélög. En hún gleymdi nokkrum atriðum. Henni mistókst að koma á stöðugleika á hagkerfið. Þegar hún einkavæddi fyrirtæki, reyndi hún ekki að auka á samkeppni á þeim mörkuðum. Heldur fékk einkaaðilinn nærri því einokun upp í hendurnar. Það mikilvægasta sem hún gleymdi var almenningur. Sem enn í dag er að súpa seyðið af mistökum fyrri stjórnar.
Nú stendur Björgvin G. Sigurðsson frammi fyrir því að þurfa að sópa eftir fyrri ríkisstjórn. Það er vel hægt að skapa skilyrði fyrir meiri samkeppni en nú er og koma í veg fyrir óeðlilega fákeppni, en framkvæmdar og löggjafarvaldið verða að trúa því að það sé hægt. Undirritaður líst því mjög vel á hugsanlegt frumvarp viðskiptaráðherra um að herða reglur um samruna fyrirtækja, og vonar svo sannarlega að viðskiptaráðherra haldi áfram á sömu braut um að gera viðskiptaumhverfi Íslands enn betra.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand