Dómsmálaráðherra hafinn yfir lög

,,Einu sinni hélt ég að maður þyrfti alltaf að fara eftir settum lögum hversu asnaleg sem manni þætti þau. En nú er komið í ljós að ef maður er dómsmálaráðherra getur maður sleppt því að fara eftir lögum ef manni þykja þau vera asnaleg eða úrelt.” – Segir Hildur Edda Greinin birtist áður sem aðsend greinEinu sinni hélt ég að maður þyrfti alltaf að fara eftir settum lögum hversu asnaleg sem manni þætti þau. En nú er komið í ljós að ef maður er dómsmálaráðherra getur maður sleppt því að fara eftir lögum ef manni þykja þau vera asnaleg eða úrelt. Að minnsta kosti ver Björn Bjarnason ekki skipun sína í stöðu hæstarréttardómara á annan hátt en að lýsa yfir þeirri skoðun sinni á jafnréttislögunum að þau séu barn síns tíma (árið 2000 var náttúrulega bara fornöld!) og að honum finnist sér ekki skylt að fara eftir þeim.

Kannski er Björn bara….
Kannski er hann einungis að árétta að fyrst að hann er hæstvirtur ráðherra þá megi hann sleppa því að fara eftir lögum ef hann vill. Kannski er hann hlynntur jafnrétti allra og telur að hverjum og einum sé frjálst að hunsa lögin ef þau eru orðin svo gömul sem fjögurra ára eða þeim þyki þau vera asnaleg. Eða kannski er hann með þessu móti að reyna að þrýsta á að jafnréttislögin séu afnumin. Því að hver er betri leið til þess en að skapa umræðu um þau? Og til að skapa umræðu um einhver lög er auðvitað kjörið að brjóta þau fyrst. Og verja sig ekki á annan hátt en þann að segjast ekki nenna að fara að lögum sem manni finnast asnaleg og úr takt við tímann.

Af hverju hafa kaupmenn ekki tekið sig saman og selt áfengi?
Það hvarflar að mér af hverju fleirum hefur ekki dottið þetta í hug. Af hverju hafa kaupmennirnir í matvörubúðunum ekki tekið sig saman og selt áfengi í búðum sínum, bæði sterkt og létt? Af hverju selja apótekararnir ekki bara morfín til hverra þeirra sem vilja kaupa það, hvort sem þeir eru með lyfseðla eða ekki? Af hverju keyrir fólk ekki bara yfir á rauðu ljósi ef því finnst asnalegt að stöðva á rauðu ljósi þegar það er engin umferð?

Þarna sannast hið forkveðna
Að vísu held ég að allir sjái hversu augljóst það er að með því að brjóta ofangreind lög skapar almenningur ekki umræðu um þau, heldur fær að kenna á þeim fyrir dómi. Þarna sannast held ég hið forkveðna; það er ekki það sama Björn og hæstvirtur-ráðherra-Björn.

Hildur Edda Einarsdóttir, stjórnmálafræðinemi við Háskóla Íslands.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand