Nokkur létt orð um hið háa og virðulega Alþingi okkar Íslendinga

Því má ekki gleyma að hver einasti Alþingismaður hefur þurft að vinna hörðum höndum að því að komast á þing og öðlast völd. Kosningabaráttan er ekkert grín, frambjóðendurnir þurfa alltaf að vera í myndatökum og viðtölum og segja hvað þeim finnst um hlutina. Það hlýtur að vera erfitt að ruglast ekki og segja óvart eitthvað sem einhver í öðrum flokki ætti kannski frekar að segja. Ég er ekki viss um að mér tækist til dæmis að halda kúlinu – ég myndi örugglega gleyma hverju ég ætti að vera á móti og hverju fylgjandi. Ég yrði sennilega ekki kosin þá. En menn eins og Halldór Ásgrímsson, það kalla ég nú snillinga! Flokkurinn hans Halldórs fékk ekki nema 12% atkvæða í kjördæminu hans í síðastliðnum þingkosningum en samt verður hann bráðum valdamesta manneskja Íslands, forsætisráðherra. Þegar ég var lítil fannst mér svolítið gaman að horfa á útsendingar Ríkssjónvarpsins frá Alþingi. Ekki það að ég hafi skilið það sem fram fór og fundist umræðurnar svona áhugaverðar, aldeilis ekki. Það var fólkið sjálft sem mér fannst svo fyndið! Enginn hafði nafn heldur bara tölu og kjördæmi og svo sögðu allir ,,háttvirtur” í tíma og ótíma. Ég man hve mjög ég undraðist það hvað allir voru slungnir að rífast án þess að öskra og stappa niður fótum eins og ég gerði… Ég gat setið opinmynnt og dáðst að framferði þessa undarlega fólks í háa herrans tíð, en allra best fannst mér samt þegar manneskjan í sætinu fyrir aftan þingmanninn byrjaði að slá í bjölluna sína, aftur og aftur og aftur, eins og hún tæki ekki eftir því að þingmaðurinn væri enn að tala! DING! Og þingmaðurinn talaði hærra og hraðar, svona í kappi við bjölluslögin.Ég vissi ekki þá að bjölluslögin þýða ,,tæm át”, hélt að manneskjan með bjölluna gerði þetta bara svona eftir eigin geðþótta eða til að stríða hinum örlítið. Kannski til að komast fyrr í kaffi eða eitthvað. Svo spurði ég pabba hvað þetta þýddi og ekki stóð á svörum: ,,drullastu úr stólnum, hálfviti”. Og þar hafði ég það.

Hrífandi einfaldleiki
Ég sá Alþingi og Alþingismennina fyrir mér svolítið eins og útlönd: ekki raunverulegt í alvörunni! Ég hafði aldrei farið til útlanda og heldur aldrei séð alvöru þingmann, svo hvað átti ég að halda? Nú hef ég elst og jafnvel vitkast örlítið og veit að þingmennirnir eru bara venjulegt fólk líkt og allir aðrir, fyrir utan að þeir vinna við að stjórna landinu. Þeir skrifa niðurá blað hvernig þeim finnist að hlutirnir eigi að vera og fara svo og segja hinum þingmönnunum skoðanir sínar – og þeir mega ekki tala of hægt eða hafa of mikið að segja því að þá verða þeir dinglaðir niður úr ræðustólnum. Og vitiði hvað? Þegar mönnum dettur ekkert meira í hug að segja um eitthvað mál, þá segir einhver jæja, eigum við ekki bara að greiða atkvæði um þetta? Jújú, alla langar að greiða atkvæði, og ég skil það nú líka vel, þeir eru nefnilega með svo skrambi flott kerfi þarna á Alþingi. Hver einasti Alþingismaður hefur 3 takka á stólnum sínum. Einn þýðir já, einn þýðir nei og einn þýðir ég neita að svara, sem er ofboðslega hentugur takki ef maður hefur ekki nennt að hlusta á allar umræðurnar. Svo þegar hver þingmaður er búinn að ýta á einn takka, sjást rauð og græn ljós á einhverjum skjá (rautt þýðir nei og grænt já), og það er sko ekkert mál að sjá hvorn litinn allir hinir hafa valið! Jæja, svo er bara eftir að túlka niðurstöður atkvæðagreiðslunnar, og til þess hefur einhver þróað alveg ótrúlega sniðugt kerfi sem virkar þannig að ef grænu ljósin eru fleiri en þau rauðu þá hefur málið verið samþykkt og er sett í lög – annars er því bara stungið ofan í skúffu. Hrífandi einfaldleiki.

Mikið ofboðslega hlýtur Davíð að hafa verið svekktur!
Því má ekki gleyma að hver einasti Alþingismaður hefur þurft að vinna hörðum höndum að því að komast á þing og öðlast völd. Kosningabaráttan er ekkert grín, frambjóðendurnir þurfa alltaf að vera í myndatökum og viðtölum og segja hvað þeim finnst um hlutina. Það hlýtur að vera erfitt að ruglast ekki og segja óvart eitthvað sem einhver í öðrum flokki ætti kannski frekar að segja. Ég er ekki viss um að mér tækist til dæmis að halda kúlinu – ég myndi örugglega gleyma hverju ég ætti að vera á móti og hverju fylgjandi. Ég yrði sennilega ekki kosin þá. En menn eins og Halldór Ásgrímsson, það kalla ég nú snillinga! Flokkurinn hans Halldórs fékk ekki nema 12% atkvæða í kjördæminu hans í síðastliðnum þingkosningum en samt verður hann bráðum valdamesta manneskja Íslands, forsætisráðherra. Ég skil ekkert hvernig hann fór að þessu en trúi helst hann hafi unnið Davíð í póker eða ólsen ólsen eða eitthvað og nappað þannig embættinu af honum. Mikið ofboðslega hlýtur Davíð að hafa verið svekktur!

Sjálfstæð kona
Síðan er það Þorgerður Katrín, menntamálaráðherra. Ef eitthvað er, þá er hún örugglega ennþá klárari en Halldór. Henni datt í hug að það væri sniðugt að stytta framhaldsskólana og setja á þá samræmd stúdentspróf og ennfremur að koma á skólagjöldum í mestu menntastofnun landsins, Háskóla Íslands, og hún þarf sko ekkert að hlusta á hvað okkur finnst sem lifum og hrærumst innan þessara stofnana – við erum nefnilega ekki nógu merkileg til að sitja á þingi og hafa þar takkavöld. Þorgerður Katrín, það er sko Sjálfstæð kona!

Já, seint mun ég skilja þessar kynjaverur, Alþingismennina…

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand