Davíð fékk bókargjöf frá UJ

Ungir jafnaðarmenn afhentu að morgni föstudags Davíð Oddssyni eintak af Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Um var að ræða sérlega fallegt leðurbundið vasaeintak. Ungir jafnaðarmenn afhentu að morgni föstudags Davíð Oddssyni eintak af Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Um var að ræða sérlega fallegt leðurbundið vasaeintak.

Ungir jafnaðarmenn brugðust skjótt við nú enda gerðu þeir ráð fyrir að
forsætisráðherra hlyti að hafa týnt eintaki sínu af sálmunum sem hann
vitnaði í fyrir tveim vikum þegar hann gagnrýndi meinta græðgi bankastjóra Kaupþings-Búnaðarbanka.

Í öllu falli vildu Ungir jafnaðarmenn að Davíð Oddsson gæti sótt sér
innblástur í sálma Hallgríms nú þegar hann leitast við að útskýra að hvaða leyti nýtt frumvarp um stórhækkun lífeyrisréttinda ráðherra sé ólíkt sjálftöku bankastjóranna.

(Reyndar skal tekið fram að Davíð sá sér ekki fært taka sjálfur við gjöfinni heldur lét aðstoðarmann sinn taka við henni fyrir sig. Olli það fulltrúa UJ, kjósenda og launagreiðanda forsætisráðherra nokkrum vonbrigðum enda mikið í lagt.)

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand