Danski draumurinn í Álaborg

,,Svo verkefni Helle Thorning-Schmidt og félaga núna er að draga fram hver sé munurinn á ríkisstjórn sem stjórnað er af þeim og því sem Danir búa við núna. „Danmörk hefur val,“ sagði Helle „og við brennum í skinninu að breyta”. Segir Anna Pála Sverrisdóttir í grein dagsins. Við getum gert breytingar en bara ef þú vilt það. Þetta voru skilaboð danskra sósíaldemókrata til kjósenda af landsfundinum. Danskir kjósendur hafa haft tilhneigingu til að setja samasemmerki á milli flokka – segja að þetta sé allt sami grauturinn. Svo verkefni Helle Thorning-Schmidt og félaga núna er að draga fram hver sé munurinn á ríkisstjórn sem stjórnað er af þeim og því sem Danir búa við núna. „Danmörk hefur val,“ sagði Helle „og við brennum í skinninu að breyta.

Rokkstemming

Reyndar eru ekki margir dagar síðan vinstriblokkin á þinginu hérna mældist með nauman meirihluta í skoðanakönnunum svo stemmningin bæði í aðdraganda landsþings og þegar í hús var komið, var almennt mjög góð. Setningarathöfnin minnti næstum á rokktónleika þar sem mikið var lagt í lýsingu og ég myndi skjóta á að minnsta kosti 2000 manns í salnum þótt ég hafi ekki heyrt opinberar tölur.

Almennt skynja ég líka ánægju með Helle, sem hélt auðvitað ræðu í byrjun. Paul Nyrup-Rasmussen sagði í litlum hópi að þetta hefði verið hennar besta ræða að öllu leyti. Það hefði verið alveg skýrt hvaða breytingar ætti að gera og fyrir hvaða hugmyndafræði kratarnir stæðu. Sjálf myndi ég að einhverju leyti lýsa þessu sem „back to basics“ – það var að minnsta kosti sú tilfinning sem ég fékk.

Danski draumurinn

Meðal einstakra atriða sem hún ræddi voru aðstæður eldri borgara sem hún eyddi miklu púðri í. Auðvitað talaði hún síðan líka um innflytjendapólitík sem Dönum hefur orðið svo tíðrætt um undanfarin ár og kratarnir töpuðu kosningunum á árið 2001. „Við stöndum hvorki fyrir fleiri né færri innflytjendur, við stöndum fyrir betri aðlögun“, sagði Helle. Sjálf var ég síðan einstaklega hrifin af því sem ein flokksmanna sagði í ræðustól. Ég veit ekki hvað hún heitir, en hún var dóttir einstæðrar móður sem flutti frá Tyrklandi til Esbjerg til að búa sér betra líf. Hún lýsti því hvernig mamma hennar hafði komið til Danmerkur, getað unnið og sent dóttur sína í skóla, menntað sig seinna sjálf og fengið tækifæri til að láta drauma sína rætast. Þetta hefði danska samfélagsgerðin gert mögulegt. „Þetta er danski draumurinn,“ sagði hún og ég var svo hrifin af því.

Pas på Lars!

Gagnrýnin á stjórn Anders Fogh-Rasmussen var hörð, bæði hjá Helle og öðrum opinberum ræðumönnum, svo sem fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar og ungliðahreyfingarinnar. „Þetta er ríkisstjórn sem fjarlægir kerfisbundið tækifærin fyrir þau minnstu í samfélaginu,“ sagði einhver. Jafnframt var mikilli gagnrýni beint að hægristjórninni fyrir að standa sig illa í umhverfismálum. Þá var rætt um að ríkisstjórnin hafi misst tökin á efnahagsstjórninni. Nokkrum bombum var varpað á Lars Løkke, fjármálaráðherrann frá því í nóvember. Ég held að flestir telji hann arftaka Anders Fogh þegar sá síðarnefndi hverfur til einhverra starfa á alþjóðavettvangi. Nú þegar grunnskólarnir eru nýbyrjaðir hér í Danmörku hafa auglýsingar þar sem ökumenn eru minntir á að passa skólabörn í umferðinni verið áberandi. Helle yfirfærði það á Lars: „Pas på Lars, han er ny i trafiken!“ Þá hlógu áhorfendur svo þakið ætlaði af.

Grátið með Auken

Hins vegar var grátið morguninn eftir. Svend Auken, sem hefur starfað í flokknum í 50 ár og var meðal annars áberandi sem umhverfisráðherra á 10. áratugnum og mikill vindmyllufaðir, hélt hátíðarræðu. Hann fór vítt yfir á persónulegan hátt en greindi svo frá því að hann er nú langt leiddur af krabbameini og er að hefja meðferð.

Hvað varðar einstök málefni sem flokkmenn rökræddu er auðvitað af mörgu að taka, en meðal annars var lögð fram tillaga um að setja í stefnuna að kaup á vændi verði gerð glæpsamleg eins og í Svíþjóð og Noregi. Ákveðið var að setja í ályktanir þingsins að danskir sósíaldemókratar séu mótfallnir vændi og að það eigi ekki að þrífast. Næsta ár verður svo tekið í umræðu um aðferðafræðina.

Sjáumst í Firðinum!

Annars var ég ekki í stóra þingsalnum allan tímann því alþjóðaritari flokksins, Anne Sofie Allarp, stóð fyrir glæsilegu prógrammi fyrir okkur fulltrúa erlendu systurflokkanna. Við fengum meðal annars færi á að ræða í litlum hópi við Helle, Paul-Nyrup og Svend Auken. Þá komu talsmenn flokksins í ýmsum málaflokkum og ræddu við okkur um meðal annars umhverfismál, réttindi samkynhneigðra, verkalýðsmál og jafnréttismál. Stórvinkona mín Julie Rademacher er í forsvari fyrir síðastnefnda málaflokkinum. Hún er yngsta þingkonan þeirra og verður vonandi gestur í Hafnarfirðinum á Landsþingi Ungra jafnaðarmanna 4.–5. október næstkomandi!

Við getum gert breytingar en bara ef þú vilt það. Þetta voru skilaboð danskra sósíaldemókrata til kjósenda af landsfundinum. Danskir kjósendur hafa haft tilhneigingu til að setja samasemmerki á milli flokka – segja að þetta sé allt sami grauturinn. Svo verkefni Helle Thorning-Schmidt og félaga núna er að draga fram hver sé munurinn á ríkisstjórn sem stjórnað er af þeim og því sem Danir búa við núna. „Danmörk hefur val,“ sagði Helle „og við brennum í skinninu að breyta.

Rokkstemming

Reyndar eru ekki margir dagar síðan vinstriblokkin á þinginu hérna mældist með nauman meirihluta í skoðanakönnunum svo stemmningin bæði í aðdraganda landsþings og þegar í hús var komið, var almennt mjög góð. Setningarathöfnin minnti næstum á rokktónleika þar sem mikið var lagt í lýsingu og ég myndi skjóta á að minnsta kosti 2000 manns í salnum þótt ég hafi ekki heyrt opinberar tölur.

Almennt skynja ég líka ánægju með Helle, sem hélt auðvitað ræðu í byrjun. Paul Nyrup-Rasmussen sagði í litlum hópi að þetta hefði verið hennar besta ræða að öllu leyti. Það hefði verið alveg skýrt hvaða breytingar ætti að gera og fyrir hvaða hugmyndafræði kratarnir stæðu. Sjálf myndi ég að einhverju leyti lýsa þessu sem „back to basics“ – það var að minnsta kosti sú tilfinning sem ég fékk.

Danski draumurinn

Meðal einstakra atriða sem hún ræddi voru aðstæður eldri borgara sem hún eyddi miklu púðri í. Auðvitað talaði hún síðan líka um innflytjendapólitík sem Dönum hefur orðið svo tíðrætt um undanfarin ár og kratarnir töpuðu kosningunum á árið 2001. „Við stöndum hvorki fyrir fleiri né færri innflytjendur, við stöndum fyrir betri aðlögun“, sagði Helle. Sjálf var ég síðan einstaklega hrifin af því sem ein flokksmanna sagði í ræðustól. Ég veit ekki hvað hún heitir, en hún var dóttir einstæðrar móður sem flutti frá Tyrklandi til Esbjerg til að búa sér betra líf. Hún lýsti því hvernig mamma hennar hafði komið til Danmerkur, getað unnið og sent dóttur sína í skóla, menntað sig seinna sjálf og fengið tækifæri til að láta drauma sína rætast. Þetta hefði danska samfélagsgerðin gert mögulegt. „Þetta er danski draumurinn,“ sagði hún og ég var svo hrifin af því.

Pas på Lars!

Gagnrýnin á stjórn Anders Fogh-Rasmussen var hörð, bæði hjá Helle og öðrum opinberum ræðumönnum, svo sem fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar og ungliðahreyfingarinnar. „Þetta er ríkisstjórn sem fjarlægir kerfisbundið tækifærin fyrir þau minnstu í samfélaginu,“ sagði einhver. Jafnframt var mikilli gagnrýni beint að hægristjórninni fyrir að standa sig illa í umhverfismálum. Þá var rætt um að ríkisstjórnin hafi misst tökin á efnahagsstjórninni. Nokkrum bombum var varpað á Lars Løkke, fjármálaráðherrann frá því í nóvember. Ég held að flestir telji hann arftaka Anders Fogh þegar sá síðarnefndi hverfur til einhverra starfa á alþjóðavettvangi. Nú þegar grunnskólarnir eru nýbyrjaðir hér í Danmörku hafa auglýsingar þar sem ökumenn eru minntir á að passa skólabörn í umferðinni verið áberandi. Helle yfirfærði það á Lars: „Pas på Lars, han er ny i trafiken!“ Þá hlógu áhorfendur svo þakið ætlaði af.

Grátið með Auken

Hins vegar var grátið morguninn eftir. Svend Auken, sem hefur starfað í flokknum í 50 ár og var meðal annars áberandi sem umhverfisráðherra á 10. áratugnum og mikill vindmyllufaðir, hélt hátíðarræðu. Hann fór vítt yfir á persónulegan hátt en greindi svo frá því að hann er nú langt leiddur af krabbameini og er að hefja meðferð.

Hvað varðar einstök málefni sem flokkmenn rökræddu er auðvitað af mörgu að taka, en meðal annars var lögð fram tillaga um að setja í stefnuna að kaup á vændi verði gerð glæpsamleg eins og í Svíþjóð og Noregi. Ákveðið var að setja í ályktanir þingsins að danskir sósíaldemókratar séu mótfallnir vændi og að það eigi ekki að þrífast. Næsta ár verður svo tekið í umræðu um aðferðafræðina.

Sjáumst í Firðinum!

Annars var ég ekki í stóra þingsalnum allan tímann því alþjóðaritari flokksins, Anne Sofie Allarp, stóð fyrir glæsilegu prógrammi fyrir okkur fulltrúa erlendu systurflokkanna. Við fengum meðal annars færi á að ræða í litlum hópi við Helle, Paul-Nyrup og Svend Auken. Þá komu talsmenn flokksins í ýmsum málaflokkum og ræddu við okkur um meðal annars umhverfismál, réttindi samkynhneigðra, verkalýðsmál og jafnréttismál. Stórvinkona mín Julie Rademacher er í forsvari fyrir síðastnefnda málaflokkinum. Hún er yngsta þingkonan þeirra og verður vonandi gestur í Hafnarfirðinum á Landsþingi Ungra jafnaðarmanna 4.–5. október næstkomandi!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand