[Ályktun] UJ vill fresta sjúkratryggingunum

Ungir jafnaðarmenn lýsa undrun sinni yfir því að þingflokkur Samfylkingarinnar ætli að stuðla að því að frumvarp heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar verði samþykkt óbreytt á yfirstandandi þingi.Ungir jafnaðarmenn lýsa undrun sinni yfir því að þingflokkur Samfylkingarinnar ætli að stuðla að því að frumvarp heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar verði samþykkt óbreytt á yfirstandandi þingi.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að hægt verði að fela einkaaðilum rekstur heilbrigðisþjónustu án þess að tryggt sé að þær reglur sem gilda um opinbera þjónustu, og eiga að miða að því að vernda réttaröryggi borgaranna, verði látnar gilda áfram.

Þetta þýðir að grunnreglur stjórnsýslréttarins, s.s jafnræðisreglan, meðalhófsreglan, lögmætisreglan og hæfisreglur stjórnsýsluréttarins munu ekki gilda um starfsemina verði aðilum utan opinbera kerfisins falinn rekstur heilbrigðisstofnunar, eða hluta slíkrar stofnunar. Einnig gerir frumvarpið ekki ráð fyrir að fyrir hendi sé eftirlitsaðili, s.s. óháð úrskurðarnefnd, sem einstaklingar, sem telja einkaaðila ekki vera að sinna skyldum sínum með eðlilegum hætti, geta leitað til.

Frumvarpið gengur því í grundvallaratriðum gegn stefnu Samfylkingarinnar, en kjarni þeirrar stefnu birtist í því grunnskilyrði að réttarstaða einstaklinga breytist ekki verði einkaaðilum falið að sinna þjónustu á sviði heilbrigðismála. Áratugum saman hefur ríkt sátt í samfélaginu um með hvaða hætti sinna eigi heilbrigðisþjónustu hér á landi og er með frumvarpinu verið að vega að þeirri sátt.

Ungir jafnaðarmenn skora því á þingflokk Samfylkingarinnar að afgreiða ekki málið að svo stöddu heldur láti fresta því fram á næsta þing, enda eru fordæmi fyrir slíku, nú síðast þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokks afgreiddi ekki frumvarp umhverfisráðherra að skipulags-, mannvirkja- og brunamálalögum vegna ákvæða í frumvarpinu um landsskipulag. Með því að fresta afgreiðslu frumvarpsins verður hægt að vinna það betur með það í huga að tryggja að grundvallarréttindi einstaklinga sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda verði ekki fyrir borð borin.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand