Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Garðabæ og Álftanesi var haldinn sl. mánudag. Á honum var kosin ný stjórn og félaginu gefið nýtt nafn.Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Garðabæ og Álftanesi var haldinn sl. mánudag. Á honum var kosin ný stjórn og félaginu gefið nýtt nafn. Undanfarið hafa aðildarfélög Ungra jafnaðarmanna verið að nefna sig eftir íslenskum bókmenntapersónum. Félagið í Garðabæ og Álftanesi fékk nafnið Korka.
Korka er aðalsögupersónan í bókunum Við Urðarbrunn og Nornadómur eftir Vilborgu Davíðsdóttur. Þetta eru skáldsögur með sögulegu ívafi og eiga að gerast á landnámsöld. Korka er úrræðagóð, hugrökk, hálfírsk ambátt. Hún lærir rúnalestur, galdra og völvuspá hjá gamalli konu sem kemst að því að hún er sonardóttir hennar, en Korka er lausaleiksbarn höfðingjans í sveitinni.
Nýja stjórn félagsins skipa Þórhalla Rein Aðalgeirsdóttir, formaður, Ásgeir Runólfsson, Bergdís Inga Brynjarsdóttir, Guðbjörg Runólfsdóttir og Katrín Eyjólfsdóttir.