Dagskrá landsþingsins

 

Landsþing Ungra jafnaðarmanna verður haldið helgina 4.-5. október í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Hér neðar má sjá dagskrá þingsins.

Landsþing Ungra jafnaðarmanna verður haldið helgina 4.-5. október í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Hér neðar má sjá dagskrá þingsins.

Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 30. september með því að senda nafn og kennitölu í tölvupósti á uj@samfylking.is.

Boðið verður upp á pössun fyrir börnin á meðan á dagskrá stendur. Einnig er boðið upp á gjaldfrjálsa gistingu í skátaheimilinu í nágrenni við Víðistaðaskóla.

Gestir af landsbyggðinni fá gistingu og hálft fæði* á meðan á landsþinginu stendur og geta fengið 3.000 kr ferðastyrk fyrir hvern bíl eða flugmiða sem greiddur er, gegn framvísun kvittunar.

DAGSKRÁ:

Laugardagur

10:00-10:30 Skráning

10:30-11:30 Þingsetning

Ræða formanns.

Kosning starfsmanna.

Skýrslur framkvæmdastjórnar.

11:30-12:00 Dagur B. Eggertsson, Lúðvík Geirsson og Guðríður Arnardóttir ræða sveitarstjórnarmálin og sitja fyrir svörum.

12:00-12:30 Hádegismatur

12:30-14:00 Lagabreytingar

14:00-14:30 Ályktanir kynntar

14:30-15:00 Ólafur Darri Andrason, sérfræðingur hjá ASÍ og Björg Magnúsdóttir, formaður SHÍ fjalla um efnahaginn út frá hagsmunum ungs fólks.

15:00-15:10 Stutt kaffihlé

15:10-17:00 Nefndastarf

17:00-17:30 Ályktanir er varða Neytendaherferð Ungra jafnaðarmanna bornar undir þingið.

17:30 Hlé

Kvölddagskrá:

19:30-21:00 Mínútumyndasamkeppni í Hafnarfjarðarbíói 21:00-24:00 Partý í Samfylkingarhúsinu í Hafnarfirði. Jafnaðarmannabandið spilar fyrir dansi.

Sunnudagur

09:30-10:30 Samfylkingarfélagið í Hafnarfirði býður þeim sem gista í morgunmat.

10:30-12:00 Sundferð

12:00-12:30 Þing heldur áfram

Eskil Pedersen, varaformaður ungliðhreyfingar Verkalýðsflokksins fjallar um jafnaðarmennsku, umhverfismál og ungliðahreyfinguna svarar nokkrum spurningum.

12:30-14:30 Afgreiðsla ályktana

14:30-16:00 Ráðherrar svara spurningum þinggesta

16:00-16:30 Kosningar.

16:30-17:00 Kaffihlé.

17:00 Ræða nýkjörins formanns og þingslit.

* Gist er í skátaheimili í nágrenni við Víðistaðaskóla. Boðið er upp á:

Kvöldmat á föstudegi

Morgunmat, hádegismat og kaffi á laugardegi Morgunmat og kaffi á sunnudegi

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið