Landsþing UJ 2008: Framboð og ályktanir óskast

Tíu dagar eru þar til Landsþing UJ 2008 hefst. Óskað er eftir framboðum og ályktunum á þingið. Skilafrestur er 30. september 2008.Tíu dagar eru þar til Landsþing UJ 2008 hefst. Óskað er eftir framboðum og ályktunum á þingið. Skilafrestur er 30. september 2008.

ÁLYKTANIR

Félagsmenn UJ geta sent inn ályktanir til þingsins. Þema þingsins í ár er efnahagurinn og hagsmunir ungs fólks. Þó er frjálst að senda inn ályktun til þingsins um hvaða efni sem ungum jafnaðarmönnum býr í brjósti. Ályktanir berist til uj@samfylking.is.

TILKYNNING FRÁ KJÖRSTJÓRN

Kjörstjórn Ungra jafnaðarmanna auglýsir eftir framboðum í eftirfarandi embætti, sem kosið verður um á landsþingi Ungra jafnaðarmanna, haldið í Hafnarfirði 4.

og 5. október 2008:

Til framkvæmdastjórnar:

Formaður

Varaformaður

Gjaldkeri

Fræðslustjóri (gegnir einnig hlutverki ritara) Málefnastjóri Alþjóðafulltrúi Útgáfustjóri

Til miðstjórnar:

8 meðstjórnendur*

*Meðstjórnendurnir taka sæti í nýrri miðstjórn UJ. Þess má geta að í miðstjórn sitja auk þess 6 kjördæmafulltrúar valdir af kjördæmafélögum einstakra kjördæma, auk meðlima framkvæmdastjórnar UJ. Einnig hafa formenn allra aðildarfélaga UJ seturétt í miðstjórninni.

Gert er ráð fyrir því að framkvæmdarstjórn hittist vikulega en að hin nýja miðstjórn hittist mánaðarlega.

[Fyrir liggur tillaga um lagabreytingu á eftirtöldum greinum í lögum Ungra jafnaðarmanna. 12. 15. 16. 17. 18. 19. 20. og 22. grein. Tillagan er frá lagabreytinganefnd UJ og byggir á samþykkt forystuþings UJ frá því í sumar.

Auglýst er eftir framboðum með fyrirvara um samþykkt þeirra á landsþinginu.]

Skv. heimildum kjörstjórnar í 2. mgr. 13. gr. laga Ungra jafnaðarmanna tilkynnist hér með að framboðsfrestur rennur út kl. 18.00, mánudaginn 30. september 2008.

Komi aðeins eitt framboð í hvert embætti, telst sjálfkjörið í það. Miðað er við að skrifleg atkvæðagreiðsla fari fram í öll embætti. Að því gefnu að dagskráin haldist óbreytt, þá verða kosningar á dagskrá kl.16:00, sunnudaginn 5. október og verða úrslit tilkynnt skömmu síðar.

—–

Afla má frekari upplýsinga í lögum Ungra jafnaðarmanna sem birt eru á Pólitik.is, eða senda kjörstjórn tölvupóst.

Framboð skulu berast Andrési Jónssyni, formanni kjörstjórnar, skriflega á netfangið andres@godsamskipti.is, þar sem fram kemur nafn, kennitala, heimilisfang og í hvaða embætti sé sótt.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand