Bush vs. Kerry – Stríð vs. Friður?

Forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram þann 2. nóvember næstkomandi. Þar takast á þeir George W. Bush og John F. Kerry en samkvæmt könnun sem birt var þann 11. september af AP-fréttastofunni hefur Bush forskot á Kerry með 51% á móti 43%. Munurinn var þó meiri áður og hefur Kerry sótt aðeins á. Forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram þann 2. nóvember næstkomandi. Þar takast á þeir George W. Bush og John F. Kerry en samkvæmt könnun sem birt var þann 11. september af AP-fréttastofunni hefur Bush forskot á Kerry með 51% á móti 43%. Munurinn var þó meiri áður og hefur Kerry sótt aðeins á.

Stefnumál frambjóðendanna
Þegar maður skoðar stefnumál frambjóðendanna vekja stefnumál þeirra í utanríkismálum mesta forvitni enda skipta þau umheiminn hvað mestu máli. Bush lofsamar aðgerðir stjórnar sinnar í stríðinu gegn hryðjuverkum og svo er einnig um heilbrigðismál, atvinnumál, menntamál og fleira. Samkvæmt því sem hann heldur fram hefur þetta staðið í miklum blóma og vaxið í valdatíð hans. Ef maður lítur sér nær er þetta auðvitað nákvæmlega sama taktík og ákveðinn flokkur notar hér heima fyrir kosningar.

Einnig hefur maður lesið um að ákvörðun Bush um innrás í Írak hafi reynst honum mjög erfið. Það er svo sem ekki óhugsandi hjá manni sem sennilega svitnar við að ákvarða hvað tveir plús tveir eru. Vitað er að innrásin í Írak var ákveðinn áður en stríðið gegn hryðjuverkum hófst. Bush segist einnig fara með skýra og jákvæða stefnu um að stuðla að betri heimi. Sá sem þetta ritar skellti uppúr fyrir þegar hann heyrði þessi orð.

Í utanríkismálum hefur Kerry að leiðarljósi að Bandaríkin megi ekki ganga svona á undan fylkingunni eins og t.d. í málefnum Íraks. Ávallt skuli haft samráð við Sameinuðu þjóðirnar í svona málefnum. Hann telur mikilvægt að breyta ímynd Bandaríkjanna út á við þannig að fólk geti horft til landsins af virðingu en ekki af ótta. Hann segir orðrétt: “Á meðan Bandaríkin virði umheiminn muni umheimurinn virða Bandaríkin.” Síðast en ekki síst telur hann að Bandaríkjamenn þurfi að losna undan því að vera svona hættulega háðir olíu í Miðausturlöndum. Kannski er það meginpunkturinn.

Tortímandi með hommafóbíu
Ég horfði á fréttamyndir af þingi repúblíkana í New York um daginn. Þar fór gamla vöðvatröllið Arnold Schwarzenegger mikinn. Hann talaði um ,,stelpuhátt” þingmanna demókrata í ákveðnum málum við mikla hrifningu viðstaddra en minni hrifningu demókrata. Þeir sökuðu hann um karlrembu og sögðu hann jafnvel með hommafóbíu. Einnig kom hann með gamlan frasa um að tortíma þyrfti hryðjuverkamönnum og að Bandaríkjamenn þyrftu ekki að hlusta á eða ráðfæra sig við aðra um sinn stríðsrekstur. Það var ekki laust við að hrollur færi um mig þegar múgurinn á staðnum trylltist af fögnuði. Þetta er að mínu mati, því miður, vottur um að mikill hluti Bandaríkjamanna er gríðarlega þröngsýnn og það verður hvorki þeim né heiminum ekki til framdráttar.

Meiri olíu á eldinn
Maður hugsar með hryllingi til þess að Bush nái endurkjöri og heldur áfram sömu einhliða stefnu í utanríkismálum og stríðsrekstri. Múslimar eru gríðarlega fjölmennir og þeim fjölgar hratt. Ekkert næst fram með því að ráðast inn í lönd og steypa stjórnum enda sést það best í Írak. Reiðin og hatrið hjá þessu fólki gegn Bandaríkjunum og Vesturlöndum eykst með degi hverjum. Má í raun segja að þetta sé eins og stór bálköstur – alltaf bætist eldiviður í hann með fólksfjölgun í arabaheiminum og Bandaríkjamenn halda alltaf áfram að hella olíu á eldinn! Það þarf að fara aðrar diplómatískar leiðir og reyna þannig að tempra eldinn. Ég sé ekki fyrir mér bjarta friðsama framtíð ef fram fer sem horfir og það sjá vonandi æ fleiri.

Stóri dagurinn
Gengið verður til kosninga í byrjun nóvember og ákveða Bandaríkjamenn þá hver sinnir starfi valdamesta manns í heimi. Samkvæmt könnununum hefur restin af heimsbyggðinni allt aðra skoðun, en aðeins 1/5 hluti fólks vill sjá Bush áfram sem forseta. Jafnvel í Bretlandi sem hefur verið hvað hliðhollast Bandaríkjunum í stríðsrekstrinum í Írak hefur Bush aðeins 16% fylgi meðan Kerry hefur 47%.

Bush hefur talsvert forskot á Kerry í heimalandinu þrátt fyrir miklar herferðir sem hafa beinst gegn honum m.a. vegna Íraksstríðsins. Almenningi í Bandaríkjunum þykir Bush geðugri en Kerry sem þykir frekar litlaus. Einnig treysta Bandaríkjamenn Bush betur til að verja heimalandið – kannski vegna þess hvað aðgerðir hans hafa verið áþreifanlegar en þó ekki mjög árangursríkar.

Vonandi kemur það á daginn að bandaríska þjóðin velji forseta sinn eftir málefnum og framtíðarsýn en ekki eftir hárgreiðslu og fyndnum mismælum. Verði Kerry forseti er óskandi að hann framkvæmi loforð sín og stuðli vonandi að stöðugri friði í heiminum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið