Búinn að missa það?

Það er ekki hægt að segja annað en að forsætisráðherra þjóðarinnar, Davíð Oddsson, sé umdeildur maður. Davíð hefur setið lengi á valdastóli – fyrst sem borgarstjóri og síðan sem forsætisráðherra. Á stjórnmálaferli hans hafa hin ýmsu ummæli vakið mikla eftirtekt. Davíð virðist hafa dágott nef fyrir almenningsálitinu og oftar en ekki hefur hann hitt naglann á höfuðið. Á móti þá hefur hann einnig oft misst marks og talað t.d. um öryrkja með fyrirlitningu og þá staðreynd að þeim einstaklingum sem leitað hafa sér aðstoðar til mæðrastyrksnefndar afgreiðir Davíð með því að segja að þar sem boðið sé upp á ókeypis mat og aðstoð verði alltaf margir sem misnota slíkt. Honum hefur þó oftar en ekki verið fyrirgefið ummæli líkt og þessi, en seinustu vikur hefur Davíð verið einstaklega mikið í fjölmiðlum og lítið sparað yfirlýsingarnar og sleggjudómana yfir hinum ýmsu mönnum og málefnum. Það er ekki hægt að segja annað en að forsætisráðherra þjóðarinnar, Davíð Oddsson, sé umdeildur maður. Davíð hefur setið lengi á valdastóli – fyrst sem borgarstjóri og síðan sem forsætisráðherra. Á stjórnmálaferli hans hafa hin ýmsu ummæli vakið mikla eftirtekt. Davíð virðist hafa dágott nef fyrir almenningsálitinu og oftar en ekki hefur hann hitt naglann á höfuðið. Á móti þá hefur hann einnig oft misst marks og talað t.d. um öryrkja með fyrirlitningu og þá staðreynd að þeim einstaklingum sem leitað hafa sér aðstoðar til mæðrastyrksnefndar afgreiðir Davíð með því að segja að þar sem boðið sé upp á ókeypis mat og aðstoð verði alltaf margir sem misnota slíkt. Honum hefur þó oftar en ekki verið fyrirgefið ummæli líkt og þessi, en seinustu vikur hefur Davíð verið einstaklega mikið í fjölmiðlum og lítið sparað yfirlýsingarnar og sleggjudómana yfir hinum ýmsu mönnum og málefnum.

Sigursæll
Davíð á að baki langan feril í stjórnmálum en hann settist fyrst í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1974 þá 26 ára gamall. Átta árum síðar vann Sjálfstæðisflokkurinn meirihlutann í borginni á ný, en Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðubandalagið höfðu náð að mynda meirihluta fjórum árum áður, undir forystu Davíðs. Í kjölfarið varð hann borgarstjóri og ennfremur hélt Sjálfstæðisflokkurinn meirihlutanum í kosningunum árið 1986. Fjórum árum síðar unnu sjálfstæðismenn mikinn sigur þegar þeir hlutu rúmlega 60% atkvæða. Ári síðar felldi Davíð sitjandi formann Sjálfstæðisflokksins, Þorstein Pálsson, en sitjandi formaður hafði aldrei áður í sögu flokksins verið felldur á landsfundi. Stuttu síðar leiddi Davíð flokkinn í alþingiskosningum og til ríkisstjórnarsamstarfs við Alþýðuflokkinn – og Davíð varð forsætisráðherra. Síðan þá hefur hann styrkt áhrif sín innan Sjálfstæðisflokksins og en þann dag í dag situr Davíð í forsætisráðherrastólnum. Hann verður þó að standa upp úr stólnum á næsta ári því flokkurinn fékk afleita kosningu í vor og í kjölfarið fór 17,73% flokkur fram á forsætisráðuneytið.

Brask, þýfi og ákæra
Jón Ólafsson hefur kært Davíð fyrir ummæli sem hann lét falla um sölu Jóns á eignum hans hér á landi. Davíð sagði í Ríkisútvarpinu: ,,Og maður hefur þá tilfinningu að þar með sé auðvelt að skjóta undan fjármunum þannig að ríkisvaldið eigi miklu erfiðara ef að skattaálagning verður í samræmi við skattrannsókn að ná til sín þeim fjármunum sem þarna eru á ferðinni. Þetta hafði allt þann brag að þarna væri verið að kaupa og selja þýfi í mínum huga” Daginn eftir sagði Davíð í Morgunblaðinu: ,,Þann sama dag sem skattrannsóknarstjóri skilar af sér rannsókn sem snýst um grunsemdir um að það blasi við að maður nokkur sé mesti skattsvikari Íslandssögunnar stendur þessi banki [Kaupþing-Búnaðarbanki] fyrir því að losa hans eignir héðan.” Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun næstu viku.

400.000, Vísbending, eftirlaunafrumvarpið og dauði
Skömmu eftir hádegi þann 21.nóvember fór hinn fábrotni og almenni borgari Davíð Oddsson bindislaus í aðalbanka Kaupþings-Búnaðarbanka og tók út 400.000 krónur sem hann átti í bankanum. Þennan gjörning framkvæmdi bindislaus Davíð í mótmælaskyni vegna kaupréttarsamninga sem bankinn gerði við æðstu stjórnendur sína. Þennan sama dag las Davíð upp úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar.

Þremur vikum síðar fór forsætisráðherrann Davíð Oddsson fremstur meðal jafninga fyrir því að eftirlaunafrumvarpið svokallaða yrði samþykkt á sem allra skemmstum tíma. Það varð raunin að lokum og frumvarpið samþykkt aðeins fjórum dögum eftir að það var lagt fyrir Alþingi. Á þessum dögum fór Davíð misfögrum orðum um verkalýðhreyfinguna og gerði lítið úr henni og þeim mótmælum sem hreyfingin stóð fyrir þegar málið kom upp. Þá sagði Davíð að eins og staðan væri nú væri ekki aðrir kostir til stjórnunar í landinu en þeir tveir flokkar sem mynda núverandi ríkisstjórn. Það er sem sagt ekki hægt að mynda ríkisstjórn með einhverjum stjórnarandstæðuflokkanna því þeir vilja gefa sér lengri tíma og stunda vönduð vinnubrögð þegar hávær krafa er um það í þjóðfélaginu. Einungis er hægt að mynda ríkisstjórn með þeim flokkum og þingmönnum sem hlusta ekki á almenning og keyra frumvörp í gegnum þingið á met tíma.

Í miðri aðventu sagði Davíð í kjölfar handtöku Saddams Husseins að réttast væri að drepa hann – jafnvel oftar en einu sinni. Þá fyrst yrði réttlætinu fullnægt. Það er ekki hægt að segja annað en að ummæli forsætisráðherra að þessu tilefni hafi verið meira en lítið furðuleg.

Í vikuritinu Vísbendingu sagðist Davíð efast um að hin fjársvelta Samkeppnisstofnun virkaði sem skyldi. ,,Ef öll olíufélögin eru tekin til skoðunar og öll sektuð, þannig að samkeppnisstaða þeirra innbyrðis hefur ekkert breyst, hver borgar þá sektina – olíufélögin? Það held ég ekki, það verða ég og þú. Það skiptir engu máli hve mikið þeir verða sektaðir, verðið hækkar bara sem nemur sektinni.”

Byrjaði snemma á gamlársdag
Í fréttaviðtölum á gamlársdag fór Davíð misfögrum orðum um Unga jafnaðarmanna og fyrirspyrnir þeirra um stofnfjáreigendur SPRON. Af þessu tilefni kallaði hann heila ungliðahreyfingu ,,stráklinga”, ,,einhverja krakka” og að lokum ,,kjána”. Virðuleg orð það – en þau lýsa einnig miklum þroska forsætisráðherra. Davíð Oddssyni finnst greinilegt ekkert athugavert við það að Ungir jafnaðarmenn skuli gera athugasemd við það að kjörnir fulltrúar skuli njóta sérkjara og þeim boðið að gerast stofnfjáreigendur þegar Jóni og Gunnu er ekki boðið slíkt hið sama.

Forsætisráðherra endaði svo árið og umræðuna á gamlársdag með afar þungum orðum, sem hann hefur reyndar viðhaft áður, um starfsmenn Fréttablaðsins og DV og um eigendur þessara fyrirtækja. Davíð sagði blöðin vera misnotuð frá degi til dags, alla daga, af Baugsfeðgum. Ennfremur sagðist Davíð hafa: ,,…séð til viðkomandi, þeir misnota sína fjölmiðla þannig að það vekur mér sérstakar áhyggjur…” Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs sagði í kjölfarið að lögfræðingar sínir væru að fara yfir málið með tilliti til hugsanlegrar málsóknar vegna ummæla Davíðs sem Jón sagði að væru sögð til að eyðileggja blöðin og trúverðuleika þeirra.

Að lokum
Eins og sést þá hefur verið einstaklega vindasamt í kringum forsætisráðherra landsins seinustu vikur. Ekki hefur staðið á yfirlýsingunum og forsíðuupphrópunum á þeim bænum og ég er ekki frá því að það eru alltaf fleiri og fleiri upphlaup Davíðs sem missi einfaldlega marks. Davíð hefur verið borgarstjóri og síðan forsætisráðherra í yfir 20 ár – fólk er orðið þreytt, en það virðist vera hann sjálfur sem sýnir mestu þreytumerkin.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand