Neyslutaumhald náttúrunnar

Árið er liðið og hið nýja nýskriðið af stað, fullt af björtum vonum og von um betri tíð. Jólin og áramótin virðast hafa verið jafn fljót að líða og þau voru lengi að hefjast. Það er nú reyndar frekar hlægileg. 1-1,5 mánuði eytt í tryllingslegt kapphlaup við aðra neytendur í hinum trúarlegu táknum neyslusamfélagsins, á flótta undan stúttfullum dagblöðum, mettuðum af auglýsingum og auglýsingabæklingum, sem sækja á mann úr öllum áttum, allt til að halda jól í þrjá daga. Meira að segja jólalögin óma allsstaðar og minna okkur á að kaupa meira og meira, því annars verða ekki haldin gleðileg jól eins og allir vita. Árið er liðið og hið nýja nýskriðið af stað, fullt af björtum vonum og von um betri tíð. Jólin og áramótin virðast hafa verið jafn fljót að líða og þau voru lengi að hefjast. Það er nú reyndar frekar hlægileg. 1-1,5 mánuði eytt í tryllingslegt kapphlaup við aðra neytendur í hinum trúarlegu táknum neyslusamfélagsins, á flótta undan stúttfullum dagblöðum, mettuðum af auglýsingum og auglýsingabæklingum, sem sækja á mann úr öllum áttum, allt til að halda jól í þrjá daga. Meira að segja jólalögin óma allsstaðar og minna okkur á að kaupa meira og meira, því annars verða ekki haldin gleðileg jól eins og allir vita.

Nútíma víkingaferðir
Náttúruöflin virðast hafa fengið alveg nóg af þessari raunveruleikafirringu sem virðist grípa alla fyrir jól, og ákveðið að grípa til sinna eigin ráða til að hemja þennan hamslausa neyslukraft. Nei, við áttum ekki að sleppa okkur í neysluæðinu fyrir áramót. Núna áttu allir að taka því rólega innan veggja heimilisins, ella gátu menn átt von á því að drukkna í fannfergi náttúrunnar, snjónum.

Neysluóðir Íslendingar vöknuðu þann 27. desember algerlega grunnlausir um þetta alheimsplott, og lögðu grunnlausir upp í víkingaferð nútímans með það markmið fyrir augum að tryggja sér sem mest af miði, eldvatni og skotfærum. Ekkert virtist geta stöðvað okkur, og vel fyrir hádegi minnti æðið á það sem best gerist fyrir jól. En þá sagði móðir náttúra; hingað og ekki lengra. Hinn snjóhvíti vegatálmi náttúrunnar ruddist fram og sýndi í hnotskurn vanmátt mannskepnunnar gagnvart náttúruöflunum. Öll borgin var lömuð á innan við tveimur tímum.

Guð blessi jeppakallana
Sumir vöknuðu þó ekki úr neysludáinu, og héltu ótrauðir áfram með óbilandi trú á sjálfum sér og oft á tíðum pínulitlum japönskum bílum, ætluðu sko ekki að láta neitt stöðva sig. Með þaninn brjóstkassann ruddust menn á móti straumnum með sperrtan hnefann, vitfirrtir af neysluæði líkt og fráhvörf neyslunnar hefðu tekið öll völd. Út um alla borg sátu fastir bílar fullir af ökumönnum með brostnar vonir og tár í auga. Sumir sukku í snjóinn vegna þungra innkaupapoka, aðrir höfðu trassað að skipta um dekk fyrir veturinn og enn aðrir fundu ekki bílana sína eftir verslunarferðir.

Um alla borg mátti sjá ævintýragjarna jeppakarla með blik í augunum, stökkvandi milli snjóskafla og frelsandi bílana einn af öðrum, eins og lítil börn með nýtt leikfang skríktu þeir af ánægju. Sumir búnir að láta sig dreyma um þessa stund í allan vetur. Sumir hringdu jafnvel í vinnuna og tilkynntu rámri röddu að nú hefði pestin sem er að ganga náð yfirhöndinni, allt til að bjarga okkur úr neyslutaumhaldi náttúrunnar.

Því segi ég: ,,Guð blessi jeppakallana. Og megi jepparnir þeirra aldrei þurfa að líða smurolíuskort né aðrar vélarbilanir, svo þeir gangi ómþýtt fram að næstu jólum. Annars veit ég ekki hvernig við förum að á næsta ári.”

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand