Breyttir starfshættir á Alþingi

island-esb2

Verður það að teljast nýlunda að ríkisstjórnin taki ekki einhliða ákvörðun, án aðkomu alls þingheims. Með þessu móti fá allir að tjá sig og við fáum lýðræðislega ákvörðun, sem öll þjóðin getur verið sátt við.island-esb2

Núna er það heitasta í fréttum að umsókn um aðildarviðræður við ESB skuli tekin til afgreiðslu á Alþingi. Þegar fjölmiðlar einbeita sér að því að stjórnin sé klofin í þessu máli, þá missa þeir sjónar á hinum ljósa punkti í þess öllu. Þingið fær sjálft að taka ákvörðun um þetta veigamikla mál. Núna verður það ekki svo að ríkisstjórnin nýti sér hið gerræðislega vald sem hún hefur til þess að ganga framhjá þinginu, heldur fá allir fulltrúar almennings að tjá sig um málið.

Verður það að teljast nýlunda að ríkisstjórnin taki ekki einhliða ákvörðun, án aðkomu alls þingheims. Með þessu móti fá allir að tjá sig og við fáum lýðræðislega ákvörðun, sem öll þjóðin getur verið sátt við.

Við getum rifjað upp hvernig ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddsonar tók ákvörðun um að styðja við innrásina í Írak. Þjóðin logaði stafnanna á milli vegna ákvörðunarinnar. Þjóðin var ekki bara ósátt við það að við hin friðelskandi þjóð skyldum styðja hernað gegn öðru landi, heldur líka vegna þess að þingið var ekki haft í samráði. Blasti við þjóðinni að tveir menn skyldu ákveða svona í krafti ríkisstjórnar, án samráðs við fulltrúa þjóðarinnar.

Eftir þá hrikalegu einhliða ákvörðun um stuðning við hernaðinn fékk almenningur þá tilfinningu að Alþingi væri bara uppá punt. Þessi tilfinning hefur ekki sjatnað og hefur ef eitthvað ágerst á síðustu árum. Kom það enn betur í ljós í bankahruninu. Þegar Búsáhaldarbyltingin fór á flug í byrjun janúar var fyrsta mál á Alþingi til umræðu, eftir vetrarfrí, léttvín í búðir. Eftir þetta sat Alþingi sem var rúið trausti.

Alþingi þarf núna að fá möguleika á því að vinna sér inn það traust sem það þarf til að geta starfað í friði. Ein leiðin til þess er að ríkisstjórnin gefi þinginu möguleika á því að ákvarða framtíð Íslands sjálft. Upp úr þeim umræðum sem munu spretta í Alþingi, um hvers vegna við eigum að fara í aðildarviðræður, getum við fengið þroskaðari umræðu um þetta málefni.

Þess vegna fagna ég því að nú vinni ríkisstjórnin í samráð og sátt við Alþingið, og sýni þannig vísi að breyttum starfsháttum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand