EES samningur og tvöföld atkvæðagreiðsla

eea

Tíminn er naumur EES samningurinn er í uppnámi og dyr Evrópusambandsins gætu lokast.

eea
Umræðan í samfélaginu snýst, eðlilega, mikið um Evrópu þingsályktun Össurar utanríkisráðherra. Alþingi hefur úrslitavald í málinu eins og öðrum málum en það sem er merkilegt við þessa tilhögun er að ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki einhuga um niðurstöðuna. Samfylkingin þarf að treysta á stuðningin annara en Vinstri grænna til þess að sótt verði um aðild og samningur settur í dóm þjóðarinnar.

Það sem þingmenn á hinu háa Alþingi verði að hafa í huga þegar þeir greiða atkvæði um tillögu Össurar er að í dag erum við að brjóta EES samninginn. Hann er um svokallað fjórfrelsi. Frjálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og vinnuafls.

Á Íslandi eru gjaldeyrishöft sem brjóta skilyrði um frjálst flæði fjármagns þess vegna hefur aldrei verið brýnna að sækja um fulla aðilda að Evrópusambandinu. Með upptöku evru eða stuðningi Evrópska seðlabankans við íslensku krónuna í gegnum ERM II getum við aflétt gjaldeyrishöftum án þess að gengi krónunnar verði fyrir frekari áföllum.

Forgangsmál Íslendinga númer eitt í dag er að viðhalda fjórfrelsinu. Frjáls viðskipti við Evrópu eru forsenda hagkvæmrar uppbyggingu íslensks efnahagskerfis.

Alþingismenn verða að treysta þjóðinni til þess að fella dóm yfir aðildarsamningi í kjölfar upplýstrar umræðu. Endurskipulagning íslensk hagkerfis má ekki við óþarfa töfum vegna þess að alþingismenn þora ekki að leyfa þjóðinni að svara brýnustu spurningu samtímans. Á Ísland að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru?

Tíminn er naumur EES samningurinn er í uppnámi og dyr Evrópusambandsins gætu lokast. Króatía er á lokastigum síns samningaferils og sterkar raddir innan Evrópusambandsins vilja ekki frekari stækkanir eftir að málum Króatíu lýkur. Í dag eru Svíar í forystusæti sambandsins þeir eru líklegir til að skilja stöðu okkar betur en aðrir þjóðir og gæti það styrkt samningsstöðu Íslands.

Þess vegna er mikilvægt að sumarþingið samþykki aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Við megum engan tíma missa. Tillögur um tvöfölda atkvæðagreiðslu er einungis fyrirsláttur þeirra sem eru andvígir inngöngu og vilja tefja umsóknarferlið.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand