Sókn í jafnréttismálum

equality

LEIÐARI Ef jafnréttissjónarmið verða ekki höfð að leiðarljósi í uppbyggingarstarfinu mun misréttið ná traustari fótfestu.equality

LEIÐARI Nýrri ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna bíða fjölmörg erfið verkefni í efnahags, atvinnu- og velferðarmálum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er þó kveðið á um fjöldann allan af öðrum málaflokkum sem ríkisstjórnin hyggst beita sér fyrir. Þetta eru málaflokkar sem skipta einnig miklu máli og einn þeirra eru jafnréttismálin.

Í stefnuyfirlýsingunni er sérstakur kafli um lýðræðis- og mannréttindamál, þar sem kennir ýmissa grasa. Þar má meðal annars finna löngu tímabærar og brýnar úrbætur í jafnréttismálum:

  • Jafnréttismálin verða flutt undir forsætisráðherra og þeim verður gefið aukið vægi með eflingu Jafnréttisstofu.
  • Gripið verður til aðgerða til þess að útrýma launamun kynjanna í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins.
  • Langþráðar breytingar verða gerðar á lögum til að sporna gegn mansali og kynbundnu ofbeldi. Nú þegar hafa kaup á vændi verið gerð refsiverð. Ný ríkisstjórn mun banna nektardans og þannig beita sér gegn því að litið sé á konur sem söluvöru. Þá verður austurríska leiðin innleidd til að hjálpa þolendum heimilisofbeldis. Hún felur í sér að ofbeldismaðurinn er fjarlægður af heimilinu, en ekki þolandinn, eins og nú er raunin.
  • Ein hjúskaparlög verða lögfest og þar með fellur eitt síðasta vígið í réttindabaráttu samkynhneigðra. Réttindi trans-gender fólks verða einnig bætt, samkvæmt ábendingum Umboðsmanns Alþingis.

Það er auðvelt að gleyma fyrirferðarminni málaflokkum þegar stórfelldur efnahagsvandi steðjar að þjóðinni. En ef jafnréttissjónarmið verða ekki höfð að leiðarljósi í uppbyggingarstarfinu mun misréttið ná traustari fótfestu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand