Lifandi bókasafn – horfst í augu við eigin fordóma

Á Menningarnótt mun Landssamband æskulýðsfélaga, með dyggri aðstoð Stúdentaráðs Háskóla Íslands standa fyrir lifandi bókasafni á Austurvelli undir merkjum All different – All equal herferðarinnar. Tilkynning frá Landssambandi æskulýðsfélaga:

Kæru aðildarfélög og vinir.

Núna á Menningarnótt mun Landssamband æskulýðsfélaga, með dyggri aðstoð Stúdentaráðs Háskóla Íslands standa fyrir lifandi bókasafni á Austurvelli undir merkjum All different – All equal herferðarinnar. Lifandi bókasafni er ætlað að láta fólk horfast í augu við sína eigin fordóma en bækurnar eru lifandi einstaklingar sem lesandinn getur fengið að láni í stuttan tíma. Lesandinn getur þá spurt ýmissa spurninga sem bókin mun leitast við að svara eftir bestu getu. Verður bókasafnið opið milli 13:00 og 17:00

Bækurnar að þessu sinni verða með fjölbreyttara móti og má þar á meðal nefna bók um múslima, bækur um samkynhneigða, bók um kynskiptinga og bækur um einstaklinga af ýmsum kynþáttum.

Landssamband æskulýðsfélaga býður ykkur að koma og taka þátt og þar með skora fordómana ykkar á hólm.

Með bestu kveðju
Landssambands æskulýðsfélaga

– – – – – –

Hægt er að lesa um All different – All equal herferðarina hér

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið