Borgarastyrjöldin í Júgóslavíu: Grimmúðleg átök í Bosníu. 10 ár frá voðaverkunum í Srebrenica – 4. hluti

Stríðið í Bosníu var grimmúðlegt. Þar höfðu Bosníumúslimar, Króatar og Serbar búið í sátt og samlyndi til fjölda ára. Dæmi um þessu góðu sambúð þessara þjóða eru vetrarólympíuleikarnir sem voru haldnir í höfuðborginni Sarajevó árið 1986. Myndin sem umheimurinn fékk af landinu var sú að íbúarnir væru samstæðir og víðsýnir og að landið væri afar fallegt. Stríðið í Bosníu var grimmúðlegt. Þar höfðu Bosníumúslimar, Króatar og Serbar búið í sátt og samlyndi til fjölda ára. Dæmi um þessu góðu sambúð þessara þjóða eru vetrarólympíuleikarnir sem voru haldnir í höfuðborginni Sarajevó árið 1986. Myndin sem umheimurinn fékk af landinu var sú að íbúarnir væru samstæðir og víðsýnir og að landið væri afar fallegt.

Srebrenica og friðargæslulið SÞ
Í Srebrenica fyrir 10 árum voru framin einhver verstu fjöldamorð í sögu Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Karlmenn og drengir voru í meirihluta þeirra sem féllu. Sameinuðu þjóðirnar höfðu lýst borgina griðasvæði og voru þúsundir múslimskra flóttamanna komnir þangað. Friðargæsluliðarnir voru hollenskir og þeir voru sakaðir um að hafa setið aðgerðarlausir hjá er Bosníu-Serbar tóku borgina, en Hollendingarnir voru illa vopnum búnir og gátu lítið að gert. Þeir voru aukinheldur sakaðir um að hafa vísvitandi orðið þrjátíu mönnum að bana. Fullyrt var að hópur vopnaðra múslimskra flóttamanna hafi reynt að stöðva hermennina við þorp rétt við Srebrenica. Fólkið á að hafa neitað að víkja fyrir brynvörðum bíl hollensku hermannanna og í kjölfarið hafi yfirmaður þeirra fyrirskipað að ekið yrði inn í þvöguna. Hollensk stjórnvöld létu rannsaka þessar áskanir og um miðjan apríl 2002 sagði ríkisstjórn landsins af sér í heild sinni vegna gagnrýni sem sett er fram á hendur hollenskum stjórnvöldum í skýrslu um fjöldamorð Bosníu-Serba á múslimum. Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar var sú að ekki væri hægt að kenna friðargæsluliðunum um hvernig fór. Hins vegar voru hollensk stjórnvöld, yfirmenn hollenska hersins og SÞ gagnrýnd fyrir að hafa sent út af örkinni friðargæslusveitir sem ljóst var að gætu ekki sinnt verkefni sínu sem skyldi.

Bosníu-Serbar aðskildu karla frá konum og börnum úr flóttamannahópnum eftir fall borgarinnar og talið að hátt í 8000 einstaklingar þar sem menn og drengir voru í meirihluti hafi verið drepnir. Borið hefur verið kennsl á 2000 lík en búast má því að sú vinna taki mörg ár í viðbót.

Samið um frið
Samið var um frið í Bosníu haustið 1995 í friðarviðræðum sem fóru fram í Ohio í Bandaríkjunum. Samkomulagið var undirritað í Elysée-höll í París 14. desember. Þegar Izetbegovic undirritaði samningin kvaðst hann gera það af fullri ,,einlægni þrátt fyrir óbragð í munni“ og hvatti ríki heims til að aðstoða við framkvæmd friðarsamkomulagsins, en stjórnvöld í Bosníu kvörtuðu lengi yfir aðgerðarleysi Vesturveldanna eftir að átökin brutust út. Fjórum árum eftir að friðarsamkomulagið var undirritað í París lést Franjo Tudjman. Óljóst er hvort að hann hefði verið sóttur til saka fyrir stríðsglæpi hefði hann lifað lengur. Rúmu einu og hálfu ári eftir andlát Tudjmans var Milosevic loksins handtekin og að lokum færður fyrir Alþjóðastríðsglæpadómstólinn í Haag þar sem hann er ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni. Réttarhöldin yfir honum er ólokið.

____________
Heimildir:
– Jón Ormur Halldórsson: Átakasvæði í heiminum. Reykjavík, 1994.
Morgunblaðið
– Misha Glenny: The Balkans 1804-1999. Nationalism, War and the Great Powers. London, 1999.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið