Ástæðan fyrir því af hverju stríð braust á Júgóslavíu í júní 1991 verður seint fullskilin. Margir hafa bent á það að frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar hafi undir niðri kraumað hatur. Það hefur eflaust kraumað hatur og mikil mannvonska hjá einhverjum en á móti því þá hafði ríkt friður á svæðinu í tæp 45 ár. Á þessum árum varð til kynslóð sem ekki ólst upp við óstöðugleika og ófriðarástand í landinu þannig að þarna var fólk sem bjó saman í sátt og samlyndi. Nágrannar aðhylltust sitthvor trúarbrögðin og fólk af ólíkum uppruna var gift. Fólkið talaði flest sama tungumálið, serbkróatísku, og notaði sama ritmálið. Nánast eini munurinn á þessu fólki voru trúarbrögðin. Richard Holbrooke, sáttasemjari Bandaríkjanna í Júgóslavíu, segir fimm megin ástæður vera fyrir hörmungunum í Júgóslavíu. Í fyrsta lagi telur hann hafa verið lélegan skilning manna almennt á sögu ríkjanna á Balkansskaga, endalok kalda stríðsins, þjóðerniskenndan málflutning leiðtoganna, viðbrögð Bandaríkjanna fyrir og eftir að átök brutust út voru ófullnægjandi og að lokum ofmat leiðtoga Evrópuríkjanna á eigin getu – að lönd þeirru gætu ein og sér tekið á sínu stærsta vandamáli frá lokum kalda stríðsins. Holbrooke segir að Tító hafa náð að halda ríkinu saman undir merkjum Júgóslavíu en við fráfall hans hafi myndast ákveðið tómarúm og enginn leiðtogi sem íbúar Júgóslavíu gátu sameinst um var sjáanlegur. Í kjölfarið spruttu upp þónokkrir smákóngar sem spiluðu m.a. á þjóðerniskennd fólks. Bandaríkjamenn höfðu ráðist inní Írak stuttu áður en að átökin brutust út í Júgóslavíu og þeir vissu að það væri ekki hentugt að vera í stórátökum á tveimur stöðum í einu, þrátt fyrir að vera stórveldi. Aukinheldur var stutt í næstu forsetakosningar þar í landi og Bush eldri var með hugann við endurkjör sitt. James Baker, utanríkisráðherra í forsetatíð Bush, vildi nota málefni Júgóslavíu sem fyrsta prófið fyrir sameinaða Evrópu frá lokum kalda stríðsins. Holbrooke telur aftur á móti að átökin í Júgóslavíu hafi verið versta hugsanlega málið til að prófa sameiningarmátt og hæfni Evrópuþjóðana til að vinna saman gegn ákveðnu vandamáli. Evrópa taldi sig í fyrstu geta leyst málið án íhlutun Bandaríkjamanna.
Friður ríkti í rúmlega 45 ár
Ástæðan fyrir því af hverju stríð braust á Júgóslavíu í júní 1991 verður seint fullskilin. Margir hafa bent á það að frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar hafi undir niðri kraumað hatur. Það hefur eflaust kraumað hatur og mikil mannvonska hjá einhverjum en á móti því þá hafði ríkt friður á svæðinu í tæp 45 ár. Á þessum árum varð til kynslóð sem ekki ólst upp við óstöðugleika og ófriðarástand í landinu þannig að þarna var fólk sem bjó saman í sátt og samlyndi. Nágrannar aðhylltust sitthvor trúarbrögðin og fólk af ólíkum uppruna var gift. Fólkið talaði flest sama tungumálið, serbkróatísku, og notaði sama ritmálið. Nánast eini munurinn á þessu fólki voru trúarbrögðin. En eins og áður sagði þá kraumaði ólga undirniðri sem leiðtogarnir nýtu sér og höfðuðu til þjóðerniskenndar fólksins. Á stuttum tíma blossaði upp mikil þjóðernisólga upp í ríkjum fyrrum Júgóslavíu og þegar stríðið braust út 1991 var fólk sem hafði áður verið vinir orðnir óvinir. Það voru fyrst og fremst Franjo Tudjman og Slobodan Milosevic, og þá sérstaklega sá síðarnefndi, sem ráku þessar þjóðir og þjóðabrot út í stríð. Izetbegovic var einnig sekur um glæpi sem leiðtogi múslima í Bosníu, en helstu fórnarlömb Milosevic og Tudjman voru einmitt íbúar Bosníu sem þeir skiptu sín á milli og lögðu í rúst. Dayton-samningurinn var staðfesting á skiptingu Bosníu og Hersegóvínu.
Þjóðernisólga og firrtir leiðtogar
Inngrip Vesturlandanna skiptir einnig veigamiklu máli hvernig fór, en þau gripu alltof seint inní það vandamál sem hafði skapast um mitt ár 1991. Viðurkenning Þjóðverja og síðar annarra Evrópuþjóða á sjálfstæði Króatíu gerði illt verra og virðist hafa magnað átökin ennfrekar. Króatar verðskulduðu ekki viðurkenningu svona fljót, en ríki verða að hafa unnið fyrir viðurkenningu sinni meðal samfélagi þjóðanna. Á þessum tíma hafði Króatía ekki gert það t.a.m. hafðir réttur minnihlutahópa í landinu ekki verið tryggður, þar á meðal rúmlega 600 þúsund Serba. Það sem skiptir mestu máli og helsta ástæðan fyrir því að hvernig fór í fyrrverandi Júgóslavíu á seinasta áratugi seinustu aldar var annarsvegar að frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar hafði kraumað undir niðri ólga meðal íbúa Júgóslavíu gagnvart öðrum þjóðarbrotum og hinsvegar að til valda og áhrifa komust firrtir einstaklingar sem hugsuðu nær einungis um að halda völdum og beita áhrifum sínum. Þetta voru þannig tveir aðskildir þættir sem gátu aftur á móti ekki virkað og verið án hins, þ.e.a.s. ef til valda höfðu komist hófsamir einstaklingar hafði ólgan og hatrið sem kraumaði undirniðri ekki náð uppá yfirborðið og öfugt.
____________
Heimildir:
– Jón Ormur Halldórsson: Átakasvæði í heiminum. Reykjavík, 1994.
– Morgunblaðið
– Misha Glenny: The Balkans 1804-1999. Nationalism, War and the Great Powers. London, 1999.
– Richard Holbrooke: To End a War. New York, 1998.