Borgarastyrjöldin í Júgóslavíu: Áróðursstríð háð í aðdraganda styrjaldar – 3. hluti

Sjálfstæðisyfirlýsingar Króatíu og Slóveníu í lok júní 1991 urðu til þess að borgarastyrjöld braust út í Júgóslavíu. Til 10 daga bardaga kom á milli Júgóslavíuhers, sem var að mestu skipaður Serbum og Svartfellingum, og landvarnar- og varaliðs Slóveníu. Her Júgóslavíu varð að hörfa og Serbar létu þar við sitja því fáir Serbar bjuggu í Slóveníu og samið var um vopnahlé fyrir tilstuðlan Evrópusambandsins. Serbar skiptu sér ekki af sjálfstæðisyfirlýsingu Makedóníu í september 1991 af sömu sökum. Sjálfstæðishugleiðingar Króatíu og múslima í Bosníu voru aftur á móti allt annað mál. Í Króatíu var nokkur fjöldi Serba en þeir voru samt sem áður í minnihluta. Króatar hófu leynt og ljóst reynt að losa sig við Serba úr Króatíu. Þetta gerðu þeir með því að reka þá Serba sem unnu hjá hinu opinbera og neituðu þeim um ýmis mannréttindi. Slobodan Milosevic í Serbíu og Franjo Tudjman í Króatíu höfðu gríðarleg ítök í fjölmiðlum. Hið mikla vald og áhrif þessara manna á fjölmiðlum þekktist varla á tímum Títós og kommúnista í Júgóslavíu. Vuk Draskovic, leiðtogi S.P.O. eins stærsta stjórnarandstöðuflokks Serbíu, sagði í viðtali við Morgunblaðið í ágúst árið 1992 að hann teldi Franjo Tudjman og Slobodan Milosevic vera ,,andlega tvíbura“. Eftir kosningarnar treystu þeir áhrif og völd sín á fjölmiðlum ennfrekar og er jafnvel hægt að tala um að þeir hafi þjóðnýtt fjölmiðlana í sína þágu. Í aðdraganda borgarastyrjaldarinnar var háð mikið áróðursstríð þar sem fjölmiðlar notuðust við hljóð- og myndefni allt frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Í heimildarmyndunum var lögð sérstök áhersla á það hversu illur andstæðingurinn hefði verið og að hann væri það í raun og veru ennþá. Fjölmiðlar í Króatíu hömruðu á slagorðinu ,,Króatía fyrir Króata“. Í serbneskum fjölmiðlum var talað um herferð stjórnvalda í Króatíu og þeim ljósvakamiðlum sem þeir höfðu yfir að ráða væri ekkert nema orðagjálfur til að gera minna úr þeim hörmungum sem þeir – ,,króatískir fasistar” – höfðu framið á Serbum í Króatíu í seinni heimsstyrjöldinni.

Ólgan jókst ennfrekar
Susan Woodward segir marga telja að Tudjman hefði getað takmarkað áhrif Milosevic. Hann hafði fyrir hönd Króata getað beðið Serba í Króatíu, og í raun í allri Júgóslavíu, afsökunar á framferði króatískra fasista í seinni heimsstyrjöldinni. Ustahsa-hreyfingin framdi glæpi sína á króatískri jörðu og í nafni króatísku þjóðarinnar. Tudjman var síðan kjörinn forseti Króatíu og um leið Króata. Tudjman hafði af þeim sökum átt að biðjast afsökunar og jafnframt reynt að fullvissa Serba um að það sem gerðist í seinni heimsstyrjöldinni myndi ekki gerast aftur. Ef Tudjman hefði beðist afsökunar hafði hann slegið helsta vopn Milosevic úr höndum hans. Vopn sem hann notaði óspart í áróðursstríðinu til að skapa ólgu og ýta undir þjóðernishyggju og þjóðernisátök. Samfélög Serba í Króatíu og Bosníu voru ekkert yfir sig hrifinn af Milosevic og höfðu t.a.m. Serbar í Króatíu ekki fundið til mikillar samkenndar með Kosovo-Serbum sem Milosevic notaði hvað mest til að ýta undir þjóðernishyggju og treysta stöðu sína í valdastóli. Serbar hvarvetna í Júgóslavíu töldu sig samt sem áður, þrátt fyrir að vera ekki sammála Milosevic í öllu, siðferðislega skuldbundna til að standa með Milosevic því þeir fóru fram á að það sem gerðist í seinni heimsstyrjöldinni skyldi aldrei gerast aftur. Tudjman baðst aftur á móti aldrei afsökunar og hélt þess í stað áfram að draga í efa hversu margir Serbar hefðu látist í þjóðernismorðum Króata rúmri hálfri öld fyrr. Fyrir vikið jókst ólgan ennfrekar í stað þess að dragast saman.

Borgarastyrjöldin í Júgóslavíu 1991-1995
Sjálfstæðisyfirlýsingar Króatíu og Slóveníu í lok júní 1991 urðu til þess að borgarastyrjöld braust út í Júgóslavíu. Til 10 daga bardaga kom á milli Júgóslavíuhers, sem var að mestu skipaður Serbum og Svartfellingum, og landvarnar- og varaliðs Slóveníu. Her Júgóslavíu varð að hörfa og Serbar létu þar við sitja því fáir Serbar bjuggu í Slóveníu og samið var um vopnahlé fyrir tilstuðlan Evrópusambandsins. Serbar skiptu sér ekki af sjálfstæðisyfirlýsingu Makedóníu í september 1991 af sömu sökum. Sjálfstæðishugleiðingar Króatíu og múslima í Bosníu voru aftur á móti allt annað mál. Í Króatíu var nokkur fjöldi Serba en þeir voru samt sem áður í minnihluta. Króatar hófu leynt og ljóst reynt að losa sig við Serba úr Króatíu. Þetta gerðu þeir með því að reka þá Serba sem unnu hjá hinu opinbera og neituðu þeim um ýmis mannréttindi.

Reyndu að afla fjárhagslegan og pólitískan stuðning
Tudjman og stjórnvöld í Króatíu eyddu talsverðum tíma erlendis til að afla hugmyndinni um sjálfstæði Króatíu fjárhagslegan og pólitískan stuðning. Eftir að átökin á Balkansskaga hófust um mitt ár 1991 hélt Tudjman áfram að reyna að afla sjálfstæðri Króatíu fylgi víða í Evrópu. Stjórnvöld í Króatíu öfluðu hugmyndinni fylgi með því að segja að þannig yrði Króatía nútímavætt kaþólskt ríki í Mið-Evrópu og þau sögðu jafnframt Serba vera andstæðuna við það. Króatar sögðu einnig að með sjálfstæði sýnu myndu Króatar loksins losna undan undirokun Serba til fjölda ára. Í kjölfarið studdu Þjóðverjar við sjálfstæðishugmyndir bæði Slóveníu og Króatíu. Bretar og Frakkar voru ekkert alltof jákvæðir fyrir því að viðurkenna sjálfstæði þessara ríkja strax. Ríkin töldu það geta orsakað ennfrekari órógleika og vildu heldur fara samningaleiðina. Bandaríkin sögðu í fyrstu málið vera í höndum leiðtoga Evrópusambandsins því að málefni ríkjanna á Balkansskaga væru fyrst og fremst málefni Evrópu.

Sjálfstæði viðurkennt
Þjóðverjar sóttu hart að ríki Evrópu og Bandaríkin viðurkenndu sjálfstæði Króatíu. Á fundi í desember árið 1991 hótaði Hans Dietrich Gencher, þáverandi utanríkisráðherra Þýskalands, að Þjóðverjar myndu einir viðurkenna sjálfstæði Króatíu. Á þessum tímapunkti skipti afar miklu máli að ríki Evrópu stæðu saman í einu og öllu. Kalda stríðinu var nýlokið, formleg sameining Þýskalands var einnig nýlokið og til stóð að samþykkja Maastrichtsamkomulagið stuttu síðar. Richard Holbrooke, sáttasemjari Bandaríkjanna í Júgóslavíu á þessum árum, segir að afdráttarlaus stuðningur Þjóðverja við sjálfstæða Króatíu hafi ýtt ennfrekar undir að átökin urðu eins ljót og hatröm og raunin varð. Viðbrögð Vesturlandanna voru eins og sést í fyrstu misjöfn, en í byrjun 1992 var það almenn skoðun að sjálfstæði Króatíu og Slóveníu yrði viðurkennt. Spurningin snérist einungis um það hvenær það yrði og hvernig. Sjálfstæði ríkjanna var viðurkennt, og tóku Íslendingar m.a. þátt í því, án tafa og án skilmála um að réttur Serba og annarra þjóðarbrota í Króatíu yrði tryggður.

Til að bæta gráu ofan á svart þá voru Þjóðverjar fyrstir allra til að viðurkenna sjálfstæði Króatíu en það minnti Serba óheyrilega mikið á atburðina úr síðari heimsstyrjöldinni þegar Króatar gerðu samkomulag við þýska nasista og drápur nokkur hundruð þúsund Serba í kjölfarið. Misha Glenny hitti Ratko Mladic hershöfðingja Bosníu Serba að máli og hafði hann orð á stuðningi Þjóðverja við sjálfstæði Króata. Ennfremur vildi hann vita af hverju Bretar hefðu fylgt Þjóðverjum eins og ,,huglaus dýr“.

____________
Heimildir:
– Bogdan Denitch: Ethnic Nationalism: The Tragic Death of Yugoslavia. Minnesota, 1996.
– John R. Lampe: ,,Ethnic Politics and the end of Yugoslavia,“ í Lampe: Yugoslavia as History. Cambridge, 1996.
– Magnús Bjarnason: The War and War-Games in Bosnia enda Herzegovina from 1992 to 1995. The main events, disagreements and arguments, resulting in a “de facto“ divided country. Reykjavík, 2001.
Morgunblaðið
– Misha Glenny: The Fall of Yugoslavia, 3. útg. London, 1996.
– Richard Holbrooke: To End a War. New York, 1998.
– Susan L. Woodward: ,,War: Building States from Nations,“ í Tariq Ali (ritstjóri): Masters of the Universe? NATO´s Balkan Crusade. London, 2000.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand