Borgarastyrjöldin í Júgóslavíu: Hvirfilvindar þjóðernishyggju – 2. hluti

Menntamenn í Belgrad birtu árið 1986 yfirlýsingu sem vakti upp draug serbneskrar þjóðernishyggju. Í skjalinu var því haldið fram að Serbar ættu undir högg að sækja víða í Júgóslavíu og staða þeirra væri engan veginn ásættanleg og í því sambandi var bent á stöðu þeirra í Króatíu og Kosovo, en þeir voru sagðir beitir miklu misrétti þar. Sögur gengu manna í millum um hörmulegt hlutskipti Serba. Ivan Stambulic, forseti Serbíu, var sakaður um láta þetta viðgangast og hann jafnframt sagður vera föðurlandssvikari. Yfirlýsingin er af mörgum talin vera stefnuyfirlýsing þjóðernissinna í Serbíu. Stambulic var ekki sáttur með háskólamennina sem stóðu á bak við hana og sagði að með þessu væru þeir einungis að kynda undir ennfrekari þjóðernisólgu víða í Júgóslavíu og með því væru þeir í raun og veru að vinna gegn Serbum. Menntamenn í Belgrad birtu árið 1986 yfirlýsingu sem vakti upp draug serbneskrar þjóðernishyggju. Í skjalinu var því haldið fram að Serbar ættu undir högg að sækja víða í Júgóslavíu og staða þeirra væri engan veginn ásættanleg og í því sambandi var bent á stöðu þeirra í Króatíu og Kosovo, en þeir voru sagðir beitir miklu misrétti þar. Sögur gengu manna í millum um hörmulegt hlutskipti Serba. Ivan Stambulic, forseti Serbíu, var sakaður um láta þetta viðgangast og hann jafnframt sagður vera föðurlandssvikari. Yfirlýsingin er af mörgum talin vera stefnuyfirlýsing þjóðernissinna í Serbíu. Stambulic var ekki sáttur með háskólamennina sem stóðu á bak við hana og sagði að með þessu væru þeir einungis að kynda undir ennfrekari þjóðernisólgu víða í Júgóslavíu og með því væru þeir í raun og veru að vinna gegn Serbum.

Kosovo og pólitísk vonarstjarna
Slobodan Milosevic fylgdi og hafði sömu afstöðu og læriföður sinn og vinur, Ivan Stambolic, í flest öllum málaflokkum. Báðir óttuðust þeir t.a.m. afleiðingar serbneskrar þjóðernishyggju. Milosevic gagnrýndi yfirlýsingu menntmannanna í Belgrad þegar skjalið kom fram á sjónarsviðið árið 1986 og sagði að framtíð sameinaðrar Júgóslavíu fælist í stefnu Títós um ,,bræðralag og samstöðu“. Á Kosovo minntist hann varla orði fyrr en í apríl árið 1987. Margir telja 24. apríl 1987 mikilvæga dagsetningu í endalokum Júgóslavíu en þá heimsótti hinni ungi Milosevic Kosovo Polje, en staðurinn á sér heilagan stað í hjarta þjóðerniskenndar Serba sem telja staðinn vera fæðingarstað þjóðarinnar. Milosevic gerði málstað Kosovo-Serba að sínum og sagði að engum ætti að líðast að beita þá misrétti því án Kosovo væri engin Serbía, engin Júgóslavía. Serbar hvarvetna ættu að sameinast og snúast til varnar gegn andstæðingnum hvar sem hann væri að finna. Milosevic gerðist á þessum tíma sjálfskipaður talsmaður pólitíkskrar ættjarðarástar í Serbíu. Tæpum tveimur árum síðar hélt Milosevic tilfinningaþrunga ræðu í Kosovo í tilefni þess að 600 ár voru liðin frá fornfrægri orrustu Serba við Tyrki sem markaði þáttaskil í sögu Serba. Þar bað Milosevic Serba hvaðanæva um að berjast fyrir heiðri Serba líkt og forfeður þeirra höfðu gert nokkrum öldum áður. Um hálf milljón Serba voru viðstaddir hátíðarhöldin og í kjölfar þeirra blésu vindar þjóðernishyggju um alla Júgóslavíu. Eftir að Slobodan Milosevic var kjörinn forseti Serbíu árið 1989 afnám hann sjálfstjórnarréttindi Vojovdina og Kosovo. Í beinu framhaldi á því fylgdu pólitískar hreinsanir í valdakerfi héraðsins, fjölmiðlum, menntastofnunum og lögreglunni. Ennfremur var lesefni á albönsku fjarlægt úr hillum ríkisrekna menntastofnanna. Friðsamleg sambúð Kosovo-Albana og Serba var því ekki á næsta leyti. Eftir að hann hafði afnumið sjálfsstjórnarréttindi Vojovdina og Kosovo fóru Serbar með þrjú atkvæði af átta í forsætisráðinu í staðinn fyrir eitt áður. Í kjölfarið dvínaði áhugi Milosevic á Kosovo og eru sumir sem telja það vera gott dæmi um hversu mikil tækifærissinni hann hafi verið. Owen lávarður fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og síðar milligöngumaður um frið á Balkanskaga sagði að aðeins eitt skipti Milosevic máli og það væru völd. Málefni Serba í Kosovo breyttu ímynd Milosevic úr kerfiskarli í pólitíksa vonarstjörnu, en hann hafði ekki þótt líklegur til afreka á sviði stjórnmálanna áður en hann hélt þangað.

Vilji til sjálfstæðis
Árið 1989 voru íbúar Júgóslavíu tæplega 24 milljónir. Þar voru Serbar fjölmennastir 36%, Króatar 20%, Bosníumúslimar 9%, Slóvenar 8%, Makedóníumenn 6% og Albanir 8%. Helmingur íbúanna tilheyrðu grísku-rétttrúnaðarkirkjunni, þriðjungur fylgdi rómverk-kaþólskukirkjunni og 10% voru múslimar. Á 9. áratugnum var mikið atvinnuleysi um gjörvalla Júgóslavíu. Árið 1984 lifði fjórðungur júgóslavneskra fjölskyldna undir fátæktarmörkum. Meðalinnkoma var einungis 70% af áætlaðri nauðsynlegri innkomu. Norðurhluti Júgóslavíu hafði alla tíð verið betur settur í efnahagslegu tilliti en suðurhlutinn. Iðnaðarframleiðsla var þannig mun meiri í Slóveníu og Króatíu en í ríkjunum í suðurhluta Júgóslavíu. Ríkin tvö töldu sig jafnframt halda hinum ríkjunum fjárhagslega uppi, sem þau í raun gerðu. Fimmtungur þjóðarframleiðslunnar og þriðjungur útflutnings Júgóslavíu kom frá Slóveníu en þar bjuggu tvær milljónir manna, sem voru ekki nema 8% íbúa landsins. Þar fyrir utan töldu þau sig ólíkari hinum ríkjunum á fleiri vegu. Breytingar voru ekki umflúnar. Eftir andlát Títós óx sjálfstæðissinnum í Króatíu og Slóveníu stöðugt ásmegin. Milosevic barðist fyrir því að Serbía næði til allra Serba innan Júgóslavíu. Króatar og Slóvenar sökuðu hann um að vilja drottna yfir öllu landinu. Milosevic beitti sér fyrir því að Júgóslavía lyti áfram miðstjórn frá Belgrad. Króatar og Slóvenar vildu hins vegar að Júgóslavía yrði að laustengdu sambandi fullvalda ríkja.

Tudjman verður leiðtogi Króata
Þing Króatíu og Slóveníu afnámu alræði kommúnista og komu á fjölflokkakerfi 1989 og efnt var til frjálsra forseta- og þingkosninga í lýðveldunum árið eftir. Franjo Tudjman stríðshetja og fyrrverandi andófsmaður var kjörinn fyrsti forseti Króatíu. Tudjman var sagnfræðingur sem hafði m.a. getið sér frægðar fyrir að gera lítið úr drápum Króata á Serbum í seinni heimsstyrjöldinni. Hann sagði að 60 þúsund Serbar hefðu farist en ekki nokkur hundruð þúsund eins og flestir heimildir benda til að hafi verið raunin. Með innantómu orðagjálfri um lýðræði og stofnunum sem voru lýðræðislegar á yfirborðinu beitti hann sér fyrir því að þjóðernisflokkur sinn, Króatíska lýðræðissambandið, yrði einráður í landinu. Í kjölfar kosninganna í Króatíu voru gerðar breytingar á stjórnarskrá landsins og í landi þar sem þjóðerni skipti miklu máli var ekki einu orði minnst á Króatíu-Serba, en þeir voru tæplega 13% íbúa Króatíu. Mikil ólga skapðist í framhaldinu á meðal þessara rúmlega 600 þúsund íbúa Króatíu.

Kosningar í Bosníu-Hersegóvínu
Í kjölfar þess að fjölflokkakerfi var komið á í Bosníu árið 1990 var Alija Izetbegovic kjörinn forseti. Hann var friðsamur múslimi sem þrátt fyrir það kallaði síðar miklar hörmungar yfir þjóð sína til að vernda hið nýja og sjálfstæða ríki þeirra. Í valdatíð Títós sat Izetbegovic í fangelsi vegna skoðanna sinna. Hann skrifaði bókina The Islamic Declaration sem gerði það að verkum að andstæðingar hans fullyrtu að hann væri bókstafstrúarmaður, sem hann var í rauninni ekki. Izetbegovic áttaði sig á því að til að Bosnía Hersegovína gæti orðið sjálfsætt ríki þá þyrfti að mynda sátt um að Bosnía yrði fjölmenningarsamfélag. Ennfremur var í upphafi átakanna nokkuð stór hópur meðal múslima, sérstaklega menntaðra, sem neituðu að gefa upp hugmyndina um áframhaldandi stóra og sameinaða Júgóslavíu. Þeir töldu þann fjölda þjóðarbrota sem lifðu á svæðinu verða til þess að fólk yrði einfaldlega að búa saman. Þeir sögðu Sarajevó vera gott dæmi þar sem múslimar, Serbar og Króatar hefðu og yrðu í raun að búa saman. Í kosningabaráttunni í Bosníu nokkru áður en allt fór í bál og brand fullyrtu leiðtogar þjóðernishópanna þriggja að þeir gætu unnið að sameiginlegum hagsmunum Bosníu-Hersegóvínu innan Júgóslavíu. Strax að loknum kosningunum kom í ljós að engin innistæða var fyrir þessum orðum, heldur hið gagnstæða.

____________
Heimildir:
Balkan Battlegrounds: A Military History of the Yogoslav Conflict, 1990-1995 1. bindi. Rússlands- og Evrópumálaskrifstofa CIA. Washington, 2002.
– Bogdan Denitch: Ethnic Nationalism: The Tragic Death of Yugoslavia. Minnesota, 1996.
– Davíð Logi Sigurðsson: ,,Fjötrar þjóðernishyggjunnar og draumurinn um upprisu Títós. Kosovo, gamla Júgóslavía og átökin á Balkanskaga“. Ný Saga. 13. árg. 2001, bls. 68-76.
– John R. Lampe: ,,Ethnic Politics and the end of Yugoslavia,“ í Lampe: Yugoslavia as History. Cambridge, 1996.
– Magnús Bjarnason: The War and War-Games in Bosnia enda Herzegovina from 1992 to 1995. The main events, disagreements and arguments, resulting in a “de facto“ divided country. Reykjavík, 2001.
Morgunblaðið
– Misha Glenny: The Balkans 1804-1999. Nationalism, War and the Great Powers. London, 1999.
Susan L. Woodward: ,,War: Building States from Nations,“ í Tariq Ali (ritstjóri): Masters of the Universe? NATO´s Balkan Crusade. London, 2000.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand