Um afturvirkan pósitífisma

Það eina sem skyggði á þessa sæluferð til Skjálfanda, var þungbúin ræða eins félaga okkar, sem lýsti því yfir, tregafullri röddu, að nú væri komið að skilnaðarstund og á næstu dögum myndi hann ganga í Framsóknarflokkinn. Um helgina lögðum við Andrés Jónsson, formaður UJ, land undir fót og héldum til Húsavíkur. Erindi ferðarinnar var tvíþætt, annarsvegar til að taka þátt í Samfylkingardegi á Húsavík og hinsvegar að stofna nýtt aðildarfélag UJ í Þingeyjarsýslu, UJÞ.

Hvort tveggja lukkaðist vel og tóku Norðlendingar okkur malbiksdrengjunum opnum örmum og dekstruðu við okkur í hvívetna. Stofnfundur UJÞ gekk framar vonum og voru vaskir þingeyskir sveinar kjörnir til starfa sem okkur hlakkar til að vinna með í náinni framtíð.

Það eina sem skyggði á þessa sæluferð til Skjálfanda, var þungbúin ræða eins félaga okkar, sem lýsti því yfir, tregafullri röddu, að nú væri komið að skilnaðarstund og á næstu dögum myndi hann ganga í Framsóknarflokkinn.

Ástæðan?

Jú, ástæðan reyndist sára einföld: afturvirkur pósitífismi.

En hvað er þá afturvirkur pósitífismi? Jú, það virðist vera annaðhvort genatískur eða taminn hugsannaháttur Framsóknarmanna sem veldur því að þeir muna ekkert stundinni lengur og geta því alltaf verið jafn sælir með sjálfa sig og sín verk –sem þeir muna sjálfsagt heldur ekkert hver eru?

Félagi okkar kom síðan með nokkra útlistingu á fyrirbærinu. Gott dæmi um mann sem hefur tileinkað sér afturvirkan pósitífisma er forsætisráðherra vor. Á dögunum var hann spurður í Kastljósþætti um ólögmæti innrásarinnar í Írak og hvort hann muni biðja þjóðina afsökunar á þeim blekkingum sem ríkisstjórnin tók þátt í aðdraganda hildileiksins?

Forsætisráðherra svaraði fréttamönnunum glaðbeittur að bragði að við ættum ekki að vera að dvelja við dapurleika fortíðarinnar, heldur líta björt fram á veginn.

Auðvitað eigum við ekkert með að gagnrýna þá ráðamenn sem drógu okkur út í ólögmætt árásarstríð gegn þjóð sem heimsbyggðinni stafaði engin hætta af. Og um leið lítum við björt fram á veginn í þeirri vissu að allt verður í himna lagi, svo lengi sem við kjósum framsókn og gleymum sögunni.

Við jafnaðarmenn megum nefninlega taka framsóknarmennina okkur til fyrirmyndar í þessum efnum. Við eigum það til að velgjast um sjálfsgagnrýni og sífelldri söguskoðun sem gerir ekkert nema valda okkur andlegum miska.

Það mætti því færa fyrir því jafn gild rök að séum í raun: afturvirkir negatífistar?

Sem dæmi um þetta eru húsvísk systkyni okkar enn að svekkja sig á kosningaloforðum Iðnaðarráðherra sem lofaði þeim að reisa Polyolverksmiðju á Húsavík hið fyrsta. Aukinheldur átti Iðnaðarráðuneytið að vera búið að vinna skýrslu um hægkvæmni slíkrar verksmiðu á 18 mánuðum.

Nú reiknast okkur, afturvirku negatífistunum, til að sá frestur sé runninn út og Þingeyingar ekkert farnir að heyra af verksmiðjunni sem ráðherrann sagði að myndi ,,vera eins og gullmoli fyrir svæðið”.

Valgerður blessunin er náttúrlega löngu búin að gleyma öllu sem gerðist í fortíðinni og horfir björt fram á veginn –og reiknar að sjálfsögðu með stuðningi sveitunga í næstu kosningum þegar hún ríður um sveitina á Dagnýju sinni og lofar álverum, Polyolverksmiðjum, gulli og GRÆNUM skógum.

Á milli kosninga sitja svo greyið Þingeyingarnir eftir með sárt ennið og uppi með framsóknar-hagfræði sem lofar ríkisreknum verksmiðjum (einnig þekkt sem gullmoli) í umhverfi sem er beinlínis fjandsamlegt sprotafyrirtækjum og nýsköpun. En við reynum að gleyma því.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand