Bleik orka

Bleik orka umlykur Akureyrarbæ á alþjóðabaráttudegi kvenna, laugardaginn 8.mars. Ungir jafnaðarmenn á Akureyri halda ráðstefnu um stöðu kvenna í þjóðfélaginu í Ketilhúsi milli kl. 10 og 16.

Bleik orka umlykur Akureyrarbæ á alþjóðabaráttudegi kvenna, laugardaginn 8.mars. Ungir jafnaðarmenn á Akureyri halda ráðstefnu um stöðu kvenna í þjóðfélaginu í Ketilhúsi milli kl. 10 og 16.

Sjö konur taka til máls á ráðstefnunni meðal annars mun Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, segir frá því hvað sé á döfinni hjá ráðherra jafnréttismála og Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri ræðir um Akureyrarbæ og jafnrétti. Erindi umhverfisráðherra ber heitið „Umhverfisvernd er jafnréttisbarátta“ og þá mun Anna Júlíusdóttir, verkakona, tala um hina íslenslu fiskverkakonu.

Ungir jafnaðarmenn hvetja jafnaðarmenn á Norðurlandi og aðra til þess að fjölmenna á þessa glæsilegu ráðstefnu.

Allir velkomnir,

Dagsrká þingsins er eftirfarandi:

10.00 Valdís Anna Jónsdóttir setur ráðstefnuna og felur Svanfríði Ingu Jónasdóttur, bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar, fundarstjórn.

10.20 Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra: Hvað er á döfinni hjá ráðherra jafnréttismála?

10.45 Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Capacent: Staða kvenna á atvinnumarkaði.

11.10 Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri: Akureyri og jafnrétti.

11.30 Hádegishlé

12.30 Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital: Að vera kona á alþjóðlegum vettvangi.

13.10 Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra: Umhverfisvernd er jafnréttisbarátta.

13.40 Kaffihlé

13.55 Kristín Ástgeirsdóttir, forstýra Jafnréttisstofu: Um sögu kvenréttinda.

14.30 Anna Júlíusdóttir, verkakona: Hin íslenska fiskvinnslukona.

15.00 Pallborðsumræður

15.45 Samantekt Svanfríðar Ingu

16.00 Fundi slitið

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand