Björgum fylgdarlausum börnum úr yfirfullum flóttamannabúðum Grikklands

Ungir jafnaðarmenn skora á íslensk stjórnvöld að sækja fylgdarlaus börn sem föst eru í flóttamannabúðum í Grikklandi og veita þeim dvalarleyfi á Íslandi.

Í Moría-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesvos ríkir neyðarástand. Búðirnar voru upphaflega byggðar fyrir 3000 manns en þar dvelja nú 20 þúsund flóttamenn í tjöldum og hreysum. Þar ríkir skortur á hreinu vatni og rafmagni, auk þess sem sjúkdómar eru tíðir og ofbeldi daglegt brauð.

Meðal flóttafólksins í Moríu eru 7500 börn. Sameinuðu þjóðirnar og Læknar án landamæra hafa kallað eftir því að fylgdarlausum börnum og barnafjölskyldum verði tafarlaust bjargað úr búðunum vegna ástandsins sem þar ríkir. Nokkur ríki Evrópu hafa þegar svarað kallinu.
Útbreiðsla COVID-19 skapar alvarlega ógn við heilsu flóttafólksins í Moríu, en fáir hópar eru jafn berskjaldaðir fyrir útbreiðslu farsóttar og flóttafólk í yfirfullum flóttamannabúðum.
Ungir jafnaðarmenn vilja að Íslendingar sýni samkennd og mannúð í verki og bjargi fylgdarlausum börnum og barnafjölskyldum úr flóttamannabúðunum áður en það verður um seinan.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand